Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2000, Qupperneq 9

Læknablaðið - 15.11.2000, Qupperneq 9
FRÆÐIGREINAR / RITSTJÓRNARGREIN samanburðarrannsókn (case-control study) í þessum faraldri þar sem stór hluti þjóðarinnar var úsettur (exposed) fyrir smiti og tilfellin sem greindust yfirleitt stök. DNA rannsóknir staðfestu að sá kampýlóbakter sem greindist í mönnum var í flestum tilvikum af sama toga og hafði mengað kjúklingana. í kjölfarið var lögð fram sérstök aðgerðaráætlun til að draga úr mengun í kjúklingaræktinni og slátruninni. Voru þessar aðgerðir unnar í góðri samvinnu við kjúklingaiðnaðinn með þeim árangri að verulega hefur dregið úr sýkingum í mönnum á þessu ári. Þann 11. september á þessu ári varð fyrst vart við faraldur af Salmonella typhimurium á Reykja- víkursvæðinu. Sýkillinn var sérstakur því hann var ónæmur fyrir mörgum sýklalyfjum. Sú ályktun var dregin að hann ætti uppruna sinn erlendis enda óþekktur hér á landi. Þá þegar var hafist handa við faraldsfræðilega rannsókn. Fyrstu niðurstöður sýndu að það var aðallega ungt fólk á aldrinum 15-30 ára sem hafði sýkst. Það sem nánast allir hina sýktu áttu sameiginlegt var að þeir höfðu borðað á veitinga- og skyndibitastöðum skömmu fyrir veikindin. Með því að skrá þá daga þegar fólk veiktist mátti sjá að hér var um atsótt að ræða sem var bundin við smitefni sem var í umferð síðustu dagana í ágúst og fyrstu 8-10 dagana í september. Þannig hagaði til að 12 manna hópur hafði snætt saman á einum þeirra veitinga- staða sem oft var nefndur í upphafi faraldursins af þeim sem sýkst höfðu. Fjórir af þessum 12 veiktust af iðrasýkingu. Samanburðarrannsókn leiddi í Ijós að það sem þeir áttu sameiginlegt sem veiktust var neysla jöklasalats en þeir sem ekki veiktust höfðu ekki neytt þess. Tölfræðilega marktækt samband var því milli neyslu jöklasalats og sjúkdóms (nákvæmnipróf Fishers = p<0,005). Athuganir Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur leiddu í ljós að áðurnefndur staður og annar skyndibitastaður, þar sem margir sem höfðu sýkst eftir að hafa neytt þar matar, höfðu það sameiginlegt að hafa keypt jöklasalat frá sama aðila. Jafnframt lá fyrir að flestir aðspurðra höfðu það sameiginlegt að hafa neytt salats og þá sérstaklega jöklasalats. Á þessum forsendum var umrædd mat- vara innkölluð þótt sýnt þætti að erfitt yrði að finna hana þar sem líftími salats er stuttur á markaði. Það er þó mikilvægt að allir möguleikar séu kannaðir til hlítar þótt tíma taki. Þessi atsótt hefur líka sýnt mikilvægi alþjóðlegs samstarf í sóttvörnum. Upplýsingar höfðu borist frá Bretlandi um svipaðan faraldur þar í landi. Salmonellustofninn var sendur til London þar sem nánari greining á honum sýndi að hann var af sérstökum undirstofni sem nefnist DT204b. í Englandi höfðu greinst mörg sjúkdómstilfelli af S. typhimurium DT104 í ágúst og september síðast- liðnum sem einnig er fjölónæmur fyrir sýklalyfjum. Nú bar svo við að samsvarandi faraldur hafði komið upp sumstaðar í Bretlandi í september og gengur hér á landi. Þá hafa borist upplýsingar um tilfelli af völdum DT204 annars staðar í Evrópu meðal annars í Hollandi og Þýskalandi sem einnig hafa greinst í september. Verið er að bera saman þessa stofna sýkilsins og faraldsfræði sjúkdómsins í þessum löndum. Sýkillinn hefur einnig verið sendur til Bandaríkjanna svo hægt sé að bera hann saman við stofna þar í landi. Það er brýnt að faraldsfræðileg rannsókn á upp- runa smits sé ekki eingöngu bundin við að finna hina menguðu fæðu heldur þarf að útskýra þá atburðarás sem leiddi til mengunarinnar. Er þá mikilvægt að þeir aðilar sem framleiða matvæli, dreifa þeim og fram- reiða, vinni með að rannsókn málsins. Það er stað- reynd að matvælaiðnaður er áhættuiðnaður. Þegar sótt brýst út sem skaðar fjölda manna er brýn nauð- syn á að gripið sé til aðgerða sem stundum þurfa að byggjast á faraldsfræðilega rökstuddum gruni um uppruna smits þótt endanleg sönnun liggi ekki fyrir um hann. Er þá óhjákvæmilegt að þeir sem tengjast framleiðslu eða dreifingu viðkomandi matvæla hafi af því óþægindi. Affarasælast er að allir aðilar málsins leggist á eitt við að komast að hinu sanna með almannaheill í huga. Með þeim hætti er hægt að byggja upp traust á matvælaframleiðslunni, dreifingu matvæla og framreiðslu. Sjúklingarnir og læknar þeirra gegna lykil- hlutverki í faraldsfræðilegri rannsókn á farsótt. Greining fæst ekki nema að læknir sendi sýni á sýkla- fræðideild til rannsóknar. Jafnframt þurfa læknar að tilkynna sóttvarnalækni eða héraðslæknum, sem eru sóttvarnalæknar í héraði, um hættulega smitsjúk- dóma, sem tilnefndir eru í reglugerð um tilkynninga- skylda sjúkdóma, án ónauðsynlegrar tafar hvort heldur þeir stunda sjúklinga eða starfa á rannsóknar- stofu við greiningu þeirra. Tilgangurinn er að ná skilvirkri vöktun hættulegra smitsjúkdóma svo að unnt sé að grípa til lögbundinna sóttvarnaaðgerða, reynist þeirra þörf. Samkvæmt áðurnefndum breytingum á sóttvarnalögum, sem gildi tóku 1. september á þessu ári, skal sóttvarnalæknir gera faraldsfræðilega rannsókn á uppruna smits sem ógnar heilsu manna og hefur til þess víðtækar heimildir. Þessar rannsóknir eru nú gerðar í náinni samvinnu við sýklafræðideild Landspítalans og eftir atvikum heilbrigðiseftirlitin, Hollustuvernd ríkisins og yfirdýralækni. Þótt það sé grundvallarregla að haft sé samband við lækni sjúklings við faraldsfræðilega rannsókn geta aðstæður verið með þeim hætti að ekki náist til læknis áður en aflað er mikilvægra upplýsinga frá sjúklingi með sjúkdóm sem ógnar heilsu manna. Samvinna við lækna hefur yfirleitt verið með ágætum og árvekni þeirra skiptir sköpum um sóttvarnir í landinu. Læknablaðið 2000/86 737
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.