Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2000, Page 25

Læknablaðið - 15.11.2000, Page 25
FRÆÐIGREINAR / GJÖRGÆSLA 4. Aldursdreifing sjúklinga. 5. Fjöldi legudaga, meðallegutími. 6. Fjöldi sjúklinga sem þurfti meðferð í öndunarvél. 7. Tímalengd öndunarvélarmeðferðar. 8. Fjöldi látinna á gjörgæsludeild. 9. Fjöldi innlagna á vöknunardeild og fjöldi fyrirfram ákveðinna næturgesta. 10. Hlutfall innlagna á gjörgæsludeild miðað við heildarfjölda innlagna á sjúkrahúsið. Eins og fram kemur í töflum eru þó ekki til öll gögn fyrir allt tímabilið. Upplýsingar um aldursdreifingu sjúklinga eru ekki til fyrr en eftir árið 1985. Ekki voru til upplýsingar á tölvutæku formi fyrir 1982. Skýringin virðist vera sú að þegar upplýsingar voru fluttar á milli tölvukerfa hefur gjörgæslumerkingin dottið út og sjúklingarnir verið skráðir á aðrar legudeildir. Upplýsingar um tímalengd meðferðar í öndunarvél voru ekki aðgengilegar fyrr en frá árinu 1994. Innlagnarástæður voru sameinaðar í 15 flokka, í samræmi við tölvuskráningu sem stuðst hefur verið við frá ársbyrjun 1994. Við útreikninga voru tekin saman meðaltöl fimm ára tímabila og þau síðan borin saman tölfræðilega. Við tölfræðiútreikninga var notast við Students t-próf. Engar persónutengdar upplýsingar voru notaðar í rannsókninni. Niðurstöður Samtals voru lagðir inn 13.154 sjúklingar á gjörgæsludeild árin 1970-2000 en það var að meðaltali 5,2% af heildarfjölda innlagna á sjúkrahúsið. Ef borin eru saman fimm ára tímabil sést að innlögnum á gjörgæsludeild hefur fjölgað jafnt og þétt (tafla I, mynd 1). Meðallegutími á deildinni (tafla I og mynd 1) hefur verið að styttast frá 1980, en ekki tölfræðilega marktækt miðað við tímabilið á undan fyrr en 1995-1999 og lækkar þá í 3,7 daga (p<0,05). Mikil aukning sést á hlutfalli þeirra sjúklinga sem þurfa á meðferð í öndunarvél að halda (tafla I og mynd 2) og náði það 38% innlagðra sjúklinga síðasta tímabilið. Frá 1994 hefur meðallegutími í öndunarvél lengst (mynd 3). Ef dánarhlutfall er borið saman þá þrjá áratugi sem deildin hefur starfað sést að það hélst svipað frá 1970-1989 eða um 11,7% en lækkaði marktækt (p<0,05) í 8,6% á tímabilinu 1990-1999 (mynd 4). Upplýsingar um aldursdreifingu fengust aðeins eftir árið 1985 en frá því ári má sjá tilhneigingu til fjölgunar sjúklinga eldri en 60 ára (mynd 5). Ef borin eru saman tímabilin 1985-1989 og 1990-1999 sést tölfræðilega marktæk aukning á fjölda sjúklinga eldri en 60 ára (p<0,05). Mynd 6 sýnir breytingar sem orðið hafa í skiptingu innlagna milli starfssviða sjúkrahússins á Figure 3. Average duration (days) of ventilator treatment of Intensive Care Unit patients. Figure 4. Mortality (proportion of admissions) during Intensive Care Unitpatients stay. 0-10 11-20 21-30 31-40 41-50 51-60 61-70 71-80 <81 ___________________________________________________________________Age (years) Figure 5. Age distribution 1985-1999. tímabilinu. Frá 1980 sést vaxandi hlutfall skurð- lækningasviðs eða úr 60% í 72% innlagna í lok tímabilsins og á sama tíma minnkandi hlutfall lyflækningasviðs. Ef innlagnir frá skurð- lækningasviði eru sundurliðaðaðar sést að hlutfall bæklunarlækningadeildar (7% af heildarfjölda innlagna) og háls-, nef- og eyrnadeildar (3% af Læknablaðið 2000/86 751
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.