Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2000, Síða 31

Læknablaðið - 15.11.2000, Síða 31
FRÆÐIGREINAR / LYFJAFRÆÐI II. Aspirín og önnur salílyf 1900-1970 Árið 1946 var staðfest, að um tveimur klukkustundum frá inntöku hefur öll acetýl- salicýlsýra umbrotnað í salicýlsýru. Þessir höfundar töldu þó, að verkjadeyfandi verkun acetýlsalicýlsýru væri vegna acetýlsalicýlsýru óumbreyttrar (17). Á árunum 1950-1970 voru gerðar margar saman- burðartilraunir á aspiríni og salicýlsýru, er sýndu að aspirín er umtalsvert virkara verkjadeyfandi lyf en salicýlsýra. Með tilliti til hitastillandi verkunar og bólgueyðandi verkunar er aspirín yfirleitt virkara lyf en salícýlsýra, þótt munurinn sé ekki alltaf mikill (18). Því er augljóst, að acetýlsalicýlsýra er sjálf virk, enda þótt salicýlsýra, sem myndast í líkamanum eftir töku acetýlsalicýlsýru, hljóti að eiga hlut í lyf- hrifunum og þá sennilega einkum í bólgueyðandi verkun. Rannsóknir á aspiríni tóku kipp er fram komu ný lyf, sem töldust skyld því að gerð (lífrænar sýrur), en einkum verkunum. Fyrsta lyfið meðal þessara yngri lyfja er fékk nokkuð fastan sess, er indómetacín frá 1963. Þannig var það ekki fyrr en 1967 (19), að endanlega varð ljóst, að stóra skammta af aspiríni (5- 6 g á sólarhring) þurfti til þess að draga úr liðbólgum við iktsýki. Hins vegar var vitað, að litlir skammtar (1-3 g á sólarhring) nægðu yfirleitt til verkjadeyfingar eða til þess að lækka sótthita. Svipað er uppi á teningnum með verkanir nýrri lyfja með aspirínlíka verkun. Með tilliti til forsögunnar þykir við hæfi að kenna aspirínlík lyf við hið latneska heiti víðis og kalla þau salflyf. í töflu II eru dregin saman helstu atriði um upphafleg lyfhrif (verkanir) aspiríns og annarra salílyfja. Enda þótt Dreser teldi, að acetýlsalicýlsýra hefði litla ertandi verkun í maga miðað við salicýlsýru, varð þó smám saman ljóst, að meltingaróþægindi eru algengustu hjáverkanir eftir acetýlsalicýlsýru og önnur salflyf (nema paracetamól) og acetýlsalicýlsýra er einna líklegust til þess allra salflyfja að valda alvarlegum meltingaróþægindum. Meltingaróþægindum (dyspepsia) geta fylgt blæðing, fleiður eða sár í slímhúð í maga eða þörmum. Ekkert öruggt samhengi er samt milli kvartana sjúklinga og blæðinga eða skemmda í slímhúð. Slímhúðarskemmdir geta einkum orðið alvarlegt vandamál í fólki, sem þarf að taka salflyf til lengdar í stórum skömmtum til bólgueyðingar (20). Fyrst á sjötta tugi aldarinnar, en einkum þó síðar, varð ljóst, að enginn virkur skammtur af aspiríni er án hættu á meltingaróþægindum, enda þótt hættan sé meiri eftir stóra skammta en litla og sé meiri í gömlum en ungum. Til þess að draga úr meltingaróþægindum af völdum aspiríns var snemma reynt að gefa aspirín (í dufti eða töflum) með basa, sem nægði til þess að Tafla I. Forsaga aspiríns og tilurð. 1. Hippókrates, 460-377 f.Kr., notaði seyði af víðiberki til lækninga. 2. Dioscorides og Galen, læknar í Róm á fyrstu og annarri öld e.Kr., þekktu verkjadeyfandi verkun víðis. 3. Lækningamáttur vtðis var þekktur t læknaskólum á miðöldum, en hvarf smám saman úr þekkingargrunni lærðra lækna. Þessi þekking hélst meðal leikmanna vtða um heim, til dæmis meðal Hottintotta. 4. Stone (1763) lýsti notagildi vtðibarkar til þess að lækka sótthita. 5. Salicín var einangrað og hreinunnið úr víðiberki 1828-1829. 6. Salicýlsýra var unnin úr salicíni 1838. 7. Kolbe samtengdi (bjó til) salicýlsýru 1859 og endurbætti, ásamt öðrum, framleiðsluaðferðina 1874. Var auðfengin eftir það. 8. Salicín, en einkum salicýlsýra, voru notuð við lækningar, meðal annars við gigtsótt, frá 1875. 9. Hoffmann samtengdi (bjó til) acetýlsalicýlsýru út frá salicýlsýru 1897. 10. Aspirin® var sett á markað 1899, fyrstu greinar um aspirín 1899-1900. 11. Eftir 1900 leysti aspirtn salicýlsýru að mestu af hólmi; er í töfluformi og þótti erta minna í maga og hálsi. Tafla II. Upphafleg lyfhrif aspiríns. Salílyf.___________________________________ 1. Meginlyfhrif aspiríns eru upphaflega: verkjadeyfandi verkun, hitastillandi verkun og bólgueyðandi verkun eða sömu lyfhrif og salicýlsýra hefur. 2. Acetýlsalicýlsýra: verkar einkum óbreytt án þess að breytast í salicýlsýru, en að nokkru sem salicýlsýra. 3. Acetýlsalicýlsýra: er hið dæmigerða lyf meðal lyfja með sömu eða svipuö lyfhrif. Þau má nefna salílyf með skírskotun til forsögu lyfjanna. 4. Helstu önnur saltlyf eru: indómetactn, tbúprófen, dtklófenak, naproxen, píroxíkam og flúnixín (einungis notað við dýralækningar). Paracetamól hefur sérstöðu. 5. Öll salílyf: verka verkjadeyfandi og hitastillandi í tiltölulega litlum skömmtum, en til þess að fá fram bólgueyðandi verkun, þarf stærri skammta. upphefja sýruvirkni acetýlsalicýlsýru. Með þessu móti má draga úr bráðaóþægindum án þess nokkurn tíma hafi tekist að sýna fram á nokkur varnandi áhrif gegn slímhúðarskemmdum eða blæðingum. Árið 1913 setti danskur apótekari, Wphlk að nafni, á markað í þessu skyni þá lyfjablöndu (acetýlsalicýl- sýru með magnesía), sem við þekkjum í dag með nafninu magnýl (21,22) (mynd 2). í dag er sú skoðun ríkjandi, að sýrur á borð við salicýlsýru og acetýlsalicýlsýru eða önnur salflyf geti valdið bráðum meltingaróþægindum og yfirborðs- kenndri áverkun á slímhúð í maga og þörmum vegna Læknablaðið 2000/86 757
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.