Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2000, Page 34

Læknablaðið - 15.11.2000, Page 34
r FRÆÐIGREINAR / LYFJAFRÆÐI Öll eða næstum öll salílyf hafa til þessa verið blandaðir COX1/COX 2 blokkarar (hemlar). Acetýl- salicýlsýra er sennilega það salflyf, sem mest blokkar COX 1 miðað við COX 2. Pað kemur einnig heim og saman við þá staðreynd, að acetýlsalicýlsýra er meðal þeirra sahlyfja, er mest skemmir slímhúð í maga og hamlar mest klumpun blóðflagna. Þetta hefur svo leitt til þess, að önnur salflyf með blandaðri blokkandi verkun á COX 1 og COX 2 (til dæmis naproxen og díklófenak) eru fremur notuð með tilliti til bólgueyð- andi verkunar þar, sem þarf að gefa hlutfallslega stærri skammta en til verkjadeyfingar eða hitastill- ingar. Aspirín hefur samt sem áður áberandi verkja- deyfandi verkun, hitastillandi verkun og bólgueyð- andi verkun. Hér skiptir án efa máli, að acetýl- salicýlsýra er eina salflyfið með ríkjandi óendurræka verkun á cýklóoxígenasa (það er, blokkar enzým- virknina viðvarandi, uns nýtt enzým hefur myndast). Öll hin lyfin hafa meira eða minni endurræka verkun (það er, verkunin er tímabundin og enzýmið verður virkt á ný) (24,33). Einnig gæti acetýlsalicýlsýra (ásamt salicýlsýru) haft sértæka bólgueyðandi verkun (sjá kafla IV). Nýlega hafa komið á markað lyf með sem næst hreina hamlandi verkun á COX 2. Þekktust þessara lyfja eru celekoxíb (Celebrex®) og rófekoxíb (Vioxx®). Þessi lyf og önnur svipuð virðast ekki hafa meiri bólgueyðandi verkun, verkjadeyfandi eða hitastillandi verkun en eldri salflyf. Meira að segja gæti verkjadeyfandi og hitastillandi verkun þeirra verið öllu minni. Hingað til hafa alvarlegar slímhúðarskemmdir í maga og þörmum eftir þessi salflyf verið litlar og fremur fátíðar. Bráð meltingaróþægindi koma hins vegar fyrir í all- nokkrum fjölda sjúklinga. Meginábending á þessi lyf gæti samt einkum verið að nota þau í stað eldri salflyfja, þegar þau eldri þolast ekki til lengdar vegna áverkunar á slímhúð maga (33,35). A síðustu árum hafa birst faraldsfræðilegar rannsóknir, sem benda til þess, að taka salflyfja dragi úr líkum á því að fá ristilkrabbamein og seinki uppkQmu eða dragi úr einkennum um Alzheimers- sjúkdóm. Mikill áhugi er því að reyna lyf á borð við celekoxíb við Alzheimerssjúkdóm og ristilkrabba- mein (33). Við Alzheimerssjúkdóm (og ýmsa aðra hrörnunarsjúkdóma í miðtaugakerfi) er bólgusvörun til staðar í heilanum og gæti COX 2 því myndast þar af þeim sökum, og COX 2 eykst marktækt við uppkomu krabbameins í ristli eins og áður er nefnt. Rottutil- raunir hafa sýnt, að celekoxíb tekur öllum eldri salflyfjum fram í að seinka uppkomu ristilkrabba- meins af völdum krabbameinsvaldandi efnis. Þar að auki getur celekoxíb heft nýmyndun æða, er truflað gæti festingu á fylgju í legi og græðslu sára, en einmitt þessi verkun gæti komið að haldi varnandi til þess að hamla útbreiðslu krabbameina (35). Enda þótt sérhæfir COX 2 blokkarar hafi í tilraunum miklu meiri hömlun á nýmyndun æða en blandaðir COX 1/COX 2 blokkarar, er samt engan veginn útilokað, að hömlun salflyfja á nýmyndun æða sé að meira eða minna leyti óháð blokkun á cýklóoxígenasa (36,37). Þess skal hér getið, að nýjustu rannsóknir benda fastlega til þess, að taka salflyfja geti varnað eða seinkað uppkomu Alzheimerssjúkdóms (þó ekki aspirín í litlum skömmtum), en taka prednisóns geri það ekki (38,39). Salflyf, sem blokka sérhæft COX 2, gætu haft ýmsar hjáverkanir í meira mæli en eldri salflyf með blandaða hamlandi verkun á COX 1/COX 2. Eftir rófekoxíb (Vioxx®), sem skráð var hér á landi í janúar síðastliðnum, hefur þannig verið lýst kláða, útbrotum, bjúg og hækkuðum blóðþrýstingi í mark- tækum fjölda sjúklinga (40), og nýlega hefur verið lýst sjö tilfellum af bráðri nýrnabilun, sem tengdust töku rófekoxíbs. I sex þessara tilfella var nýrnastarfsemi léleg fyrir (41). Þá er hugsanlegt, að skemmdir gætu orðið í þarmaslímhúð (vegna mikils magns af COX 2 þar) eða truflun á frjósemi (33,35). Mjög nýjar rannsóknir (42,43) benda til þess, að skýra megi þá staðreynd, að COX 2 blokkarar eru ekki virkari bólgueyðandi lyf en eldri blandaðir COX 1/COX 2 blokkarar að nokkru með því, að COX 2 eða afurðir enzýmsins hafi einnig bólguhamlandi verkun eða til sé enn eitt COX enzým (COX 3?), sem framleiði afurðir með bólguhamlandi verkun. Fræðin um COX enzýmin gæti því enn verið sem næst á byrjunarreit! Að lokum skal þess getið, að með því að breyta sameind aspiríns hefur mátt fá fram afbrigði af aspiríni, sem hemur COX 2 sérhæft og óendurrækt og hefur í dýratilraunum 15-20 sinnum meiri bólgueyð- andi verkun en aspirín og skemmir ekki slímhúð maga (35). Er hér á ferðinni „súperaspirín"? B. Aspirín verður hjartalyf: Hér á undan er þess getið, að 150 mg af aspiríni gefið einu sinni nægði til þess að hamla marktækt klumpun blóðflagna og verkunin stæði í marga daga. Þetta var árið 1968 (18). Um líkt leyti fengu menn í Englandi þá hugmynd, að nota mætti segavamandi verkun aspiríns til lækninga og ekki síst, þar eð skammtar voru svo litlir. Allmörgum árum áður hafði þó bandarískur læknir, Craven að nafni, notað aspirín (250-750 mg á sólarhring) til þess að varna hjartadrepi með árangri (1). Það var þó ekki fyrr en á níunda áratugi aldarinnar og síðar (44-46), að birtust niðurstöður veigamikilla og vel skipulagðra rannsókna, er tóku af öll tvímæli um notagildi aspiríns við hjarta- og æðasjúkdóma. Blóðflögur em mjög sérhæfðar frumur. Þær „fæðast“ með COX 1, en geta ekki endurnýjað hann. Aspirín blokkar COX 1 óendurrækt. Ef aspirín nær að hamla COX1 í blóðflögum, er enzýmið þess vegna 760 Læknablaðið 2000/86
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.