Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 37
FRÆÐIGREINAR / LYFJAFRÆÐI í áratugi hefur tíðkast að gefa kódein (veikt morfínlyf, sem umbrotnar í morfín) með acetýlsalicýlsýru (kódímagnýl) eða síðar með para- cetamóli (parkódín) til þess að fá fram aukna verkjadeyfandi verkun, þegar verkjadeyfandi verkun salflyfja ein sér er ekki nægjanleg. Klínísk reynsla af þessum lyfjum bendir til þess, að þau hafi sam- verkandi verkun og fyrrgreindar rannsóknir styðja einnig að svo sé. Engar rannsóknir eru þó fyrir hendi, er taka af öll tvímæli um ágæti þess að gefa saman morfínlyf eða salflyf, né heldur hverjir skammtar séu heppilegastir (56). Petta er í hæsta máta bagalegt, svo að ekki sé meira sagt. Aspirín hefur verið notað við mígreniverk frá árinu 1900. Það er þó einungis á síðustu árum, sem verkun aspiríns á mígreniverk hefur verið rannsökuð kerfisbundið. Við mígreni er nú einkum notað lýsýlaspirín í stað aspiríns. Er það vatnsleysanlegt salt acetýlsalicýlsýru. Er Iýsýlaspirín oftast notað með metóklópramíði til þess að tryggja sem best aðgengi eftir inntöku, en það er oft minnkað við mígreni. Þessi lyfjablanda er tiltölulega virk og er nýlega skráð hér á landi með sérlyfjaheitinu Migpriv®. Hjáverk- anir hafa sýnt sig að vera tiltölulega vægar (60,61). D. Hitastillandi verkun endurmetin: Aspirín og önnur salflyf hafa (sótt)hitastillandi (sótthitalækk- andi) verkun, en lækka ekki eðlilegan líkamshita, né heldur að marki hækkaðan líkamshita vegna áreynslu eða hás lofthita. Samstaða er um, að hita- stýringarstöðvar líkamans eða hitastillar séu í undir- stúku (hypothalamus) og að minnsta kosti að nokkru í námunda við þriðja heilahólf. Hitastýringarstöðvar þessar stýra hitastigi líkamans meðal annars með því að hafa áhrif á blóðflæði og svitamyndun þannig, að líkamshitinn er við venjulegar aðstæður sem næst 37°. Við sótthita eða hita af völdum niðurbrots prótína (bólgusvörun, höfnun ígrædds líffæris, mein- vörp og fleira) hækkar þetta hitastig, en taka salflyfja getur stillt hitastigið aftur í eðlilegt far (18,24). Endótoxín og exótoxín baktería eru einhverjar öflugustu tandurkveikjur, öðru nafni pýrógenar (pýrógen = það, sem skapar eld; tandur = eldur), sem þekkjast, það er að segja eru einhver öflugustu sótthitakveikjandi efni, sem kunn eru (64). Aðrir sýklar, ekki síst veirur, geta myndað tandurkveikjur, sem eru annars eðlis. Þá geta prótín eða peptíð, sem myndast við niðurbrot prótína í líkamanum, verið tandurkveikjur eins og áður er nefnt. Sameiginlegt öllum tandurkveikjum er, að þær losa úr (eða auka myndun í) gleypifrumum (makrófögum) eða öðrum bólgufrumum bólguvaka á borð við IL-1 (interlevkín 1), interferón (alfa, beta) og TNFa (tumor necrosis factor a. Bólguvakar þessir auka svo tjáningu ýmissa gena í þá veru að auka samtengingu á prótínum, er stuðla að bólgusvörun (cýklóoxígenasar, lípóoxígenasar og fleiri) svo og virkja frumur svarkerfisins (ónæmiskerfisins; B og T lymfufrumur) auk margs annars. IL-1 og TNFoc hafa samverkandi verkun og verka einnig samverkandi við önnur lífefni, sem eru bólguvakar. Vitað er, að IL-1 og TNFa valda hitahækkun, syfju eða svefni svo og lystarleysi - og fleiri þeirra einkenna, sóttkenna, sem gerir það að verkum, að menn skynja sig sjúka eða veika (24,64). Eftir að Vane birti niðurstöður tímamótarann- sókna sinna á verkunarhætti salflyfja, þótti einsýnt að tengja hitastillandi verkun þessara lyfja við hömlun á prostaglandínmyndun (einkum PGE^) í undirstúku. Það styður þessa ályktun, að PGE^, sem komið er í þriðja heilahólf eða beint í undirstúkuna, hefur hitahækkandi verkun og salflyf koma í veg fyrir hitahækkandi verkun af völdum IL-1 eða TNFa (24). Hvemig þetta gerist hefur hins vegar verið óljóst til þessa. Nýlegar rannsóknir varpa nokkru ljósi á þetta fyrirbæri. I framvegg þriðja heilahólfs alveg upp að undir- stúkunni framanvert og ofanvert er eins konar gluggi á heila-blóð þröskuldi þar, sem boðberar hækkaðs líkamshita (signals that increase body temperature) eru fluttir frá blóðbraut og til heilans. Þessi staður eða líffæri heitir organum vasculosum laminae terminalis og þar virðist vera greiður aðgangur fyrir bæði bólguvaka og sahlyf að hitastýringarstöðvum líkamans í undirstúku (65). Þetta líffæri skiptir einnig meginmáli fyrir möguleika stöðva í undirstúku að stýra og viðhalda jónajafnvægi í líkamanum. Þessir höfundar gáfu toxín úr klasakokkum (stafýlókokkum) í fyrrgreindan stað í kanínum og fundu, að miklu mun minna magn þurfti til þess að fá fram hitahækkun í tilraundýrunum þannig en eftir gjöf toxínsins í æð. Ef dýrunum var áður gefið salflyf (eða efni, sem hömluðu samtengingu prótína), mátti marktækt draga úr hitahækkuninni. Aður höfðu þeir og félagar þeirra jafnframt sýnt fram á, að IL-1 eða endótoxín (lípópólýsakkaríð) gefið á sama stað yllu einnig hitahækkun, sem draga mætti sömuleiðis úr með forgjöf salflyfja. Af þessum sökum var því ályktað, að losun á prostaglandínum í undirstúku væri sameiginlegt atriði í verkun allra þessara tandur- kveikja. Rannsóknir þessar benda þó eindregið til þess, að einnig önnur lífefni komi við sögu hita- hækkunar af völdum tandurkveikja og þá fyrst og fremst níturoxíð. Mjög nýlegar rannsóknir benda enn fremur til þess, að bólguvakar á borð við TNFa, sem virðast komast nokkuð greiðlega inn í miðtaugakerfið gegnum fyrrnefndan glugga í heila-blóð þröskuldi, geti haft áhrif á starfsemi taugafrumna vegna áverk- unar á G viðtæki í frumunum (66). Er þá væntanlega komin skýring á öðrum sóttkennum af völdum þessara efna en sótthita. Prostaglandín gætu þó Læknablaðið 2000/86 763
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.