Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2000, Side 39

Læknablaðið - 15.11.2000, Side 39
FRÆÐIGREINAR / LYFJAFRÆÐI CEIX STOPS D CELL H16RATES ANO FIATTENS ACTIVATED INTEGRINS ENDOTNEllAL ŒLLS RESTING ACTIWED DISTRESS SIGNALS ÍNFECTION OR INJURY B I CEa ROLLS CELL ADHERES WHITE BLOOD CEU <" SUEHIN RECEPTOR INACTIVE INTEGRIN Mynd 6. Tilþess að hvítfrumur komist á þá staðiþar, sem áreiting/bólgusvörun á sér stað, verða þœr að tengjast innþeli œða. Aðlíming (adhesive reactions) verður fyrir tilstilliprótína, er nefnast selektín (A). Þessi tengsli eru laus og hvítfrumurnar „rúlla" eftir yfirborði innþelsfrumnanna (B). Ef bólgusvörun helst, virkjast svokölluð integrín, sem á yfirborði hvítfrumna eru alltaf af tegundinni P2 og stundum einnig P, og líma frumurnar við ICAM (intercellular adhesion molecules), en það eru prótín skyld ónœmisglóbúlínum. Við þetta festast hvítfrumurnar, fletjast út og þrýstast út um œðavegginn, sem hefur gisnað fyrir tilstilli bólguvaka (histamíns eða annarra) (C). Frumurnar flytjast því nœst á sjálfan bólgustaðinn fyrir tilstilli svipaðra eða sams konar aðlímingarprótína (D). Efþéttni salílyfja er mikil (meirí en þarftil þess aðfáfram verkjadeyfandi eða hitastillandi verkun), geta þau langflest eða ö!l hamlað aðlímingu livítfrumna á innþelsfrumur sennilega með verkun á integrin. íþessari þéttni draga sum salílyf en ekki öll, einnig úr virkjun hvítfrumna (hamla myndun og/eða losun O-f' eða annarra súrefnisfríhópa, sem vinna eiga á áreitinu). Myndin er tekin úr: Horwitz AF. Integrins and health. Scientific American 1997; 276:46-53. Birt hér með góðfúslegu leyfi ritstjórnar. magni en svo, að það valdi einnig æðavíkkun eða breyti blóðþrýstingi í háræðum (73). Sami höfundur bendir á, að það magn prostacyklíns sem notað var, sé svo lítið, svokallað lágskammta prostacyklín, að það gæti sem hægast verið á borð við það magn prostacyklíns sem virkt er í æðaþeli við eðlilegar aðstæður. Petta rennir stoðum undir þá kenningu, að við bjúg eða bólgusvörun kunni að vera of lítið af prostacyklíni og hlutfallslega of mikið af tromboxani. Pað verður svo að teljast styrkja þessa kenningu, að prostacyklín og níturoxíð höfðu samverkandi (addi- tíf) verkun í þessa veru (73). Að minnka bjúg, draga úr aðlímingu hvítfrumna og hamla gegnferð þeirra úr blóðrásinni og í nær- liggjandi vefi eru aðalsmerki bólgueyðandi verkunar. Ef lágskammta meðferð með prostacyklíni hefur þessa verkun við klínískar aðstæður eins og sýnt hefur verið fram á (73), ættu þá ekki stórir skammtar af salílyfjum að hafa svipaða eða sams konar verkun og prostacyklín eða PGE^? Sitthvað bendir til þess að svo sé, þar eð í stórum skömmtum (jafngilda stórum lækningalegum skömmtum eða stærri) geta salílyf hamlað aðlímingu neutrófílla hvítfrumna við aðlímingarprótín af gerðinni ICAM. Verkunin kann þó raunar fremur að vera fólgin í því að aftengja þessi prótín frá innri boðefnum eða milliefnum f frumunum þannig, að hvítfrumur komist ekki út úr blóðrásinni og í vefinn þar, sem áreitingin á sér stað (74). Petta ferli er nánar sýnt í mynd 6. Sum salílyf geta einnig hamlað bindingu lymfufrumna við selektín (75) (mynd 6). Þá geta sum salílyf að minnsta kosti dregið úr virkjun neutrófílla hvítfrumna og þannig hamlað myndun O^’ eða annarra súrefnisfrí- hópa, sem eiga að vinna á áreitinu (74). Allar þessar verkanir eru óháðar blokkun á cýklóoxígenösum, en hliðstæðar við verkanir sykurstera (dexametason og fleiri) í bólgueyðandi skömmtum (74). Eins og staða mála er í dag verður að telja líklegt, að kenningar Cronsteins og Weissmanns (74) um bólgueyðandi verkun salílyfja séu að verulegu leyti réttar. Samfara fyrrgreindum verkunum salílyfja verður vissulega mjög mikil blokkun á cýklóoxí- genasa, - en hve miklu máli skiptir hún? Súrefnisfríhópar á borð við O^' (súperoxíðan- jónfríhóp) myndast úr hófi við fjölda sjúkdóma og tilraunalegar aðstæður, meðal annars við virkjun á hvítfrumum við bólgusvörun. Við karragenanbjúg (bjúgur í rottufæti eftir innspýtingu karragenlausnar í ilina), en það er ein þekktasta aðferðin til þess að framkalla bólgusvörun í tilraunadýrum, myndast Læknablaðið 2000/86 765
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.