Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2000, Page 40

Læknablaðið - 15.11.2000, Page 40
FRÆÐIGREINAR / LYFJAFRÆÐI Tafla III. Verkunarháttur aspiríns og annarra salílyfja.__________________________ Rannsóknir á tengslum salílyfja við prostaglandín og skyld efni hafa aukið mjög þekkingu á lyfhrifum þeirra. 1. Segavarnandi verkun: Er vegna hömlunar á myndun tromboxans. Kjörlyfið er aspirín sjálft. 2. Verkjadeyfandi verkun: Er vegna hömlunar á myndun prostaglandína í miðtaugakerfi og á bólgustað. Lyf í fyrstu röð eru aspirín, paracetamól eða íbúprófen. 3. Hitastillandi verkun: Er vegna hömlunar á myndun prostaglandína í undirstúku (eða víðar í heila) af völdum tandurkveikja. Lyf í fyrstu röö er oftast paracetamól. 4. Bólgueyðandi verkun: Er sennilega einkum vegna hömlunar á bólgufyrirbærum, án tilstillis cýklóoxígenasa, I eða við æðaveggi, en hömlun á myndun prostaglandína skiptir einnig máli. Lyf í fyrstu röð eru oftast díklófenak, íbúprófen eða naproxen. 5. Salílyf: Hafa yfirleitt verið blandaðir COX 1/COX 2 hemlar til þessa. Ný salílyf með hreina COX 2 hamlandi verkun eiga eftir að sýna ágæti sitt umfram eldri lyfin. ýmsir bólguvakar (PGE^, TNFa, IL-1 og fleiri) samfara aðlímingu hvítfrumna á innþel æða og íferð í vefi. Ef rotturnar eru einnig meðhöndlaðar með tilraunalegu efni, sem eyðir -O^' (efni með súper- oxíðdismútasavirkni), dregur úr bjúgmyndun, að- límingu hvítfrumna á æðaveggi og íferð í umliggjandi vefi. Við það að eyða -O^' minnkar einnig magn TNFa og IL-1 í vefnum, þótt óljóst sé með hverjum hætti það verður, en magn PGE^ helst óbreytt. Ef virkni PGE^ er hins vegar hamlað með einstofna mótefni, má einnig hamla bólgusvörun í bólgu- fætinum (76). Öll fyrrgreind fyrirbæri eru greinilega mjög flókin. Samt virðist mega álykta á grundvelli þeirra tilraunaniðurstaðna, er fyrir liggja, að hömlun á myndun -O^' og/eða bólguvaka á borð við TNFa og IL-1 skipti meginmáli við bólgueyðandi meðferð, þar eð með því mátti hamla bólgunni án þess, að dregið yrði samtímis úr magni PGEo. Hömlun á PGE^ skiptir þó greinilega einnig máli. Hvernig öll þessi fyrirbæri kunna svo að vera samtengd er enn óvíst (76). Þar eð salílyf geta að minnsta kosti í sumum líffærum aukið á myndun aðlímingarprótína í æðaveggjum af völdum IL-1 eða TNFa og við bólgusvörun í stærri skömmtum jafnframt hamlað aðlímingu hvítfrumna á þau og það samfara því, að hömlun á PGE^ skiptir máli fyrir bólgueyðandi verkun, væri óneitanlega fýsilegt að fá fram lyf, er gæti í senn hamlað cýklóoxígenasa og myndun IL-1 eða TNFa. Slíkt lyf hefur raunar verið framleitt. Pað nefnist tenídap. Þetta lyf er greinilega mjög virkt við iktsýki (77) svo og við liðbólgum í tilraunum með hunda (78), en hefur of miklar hjáverkanir (einkum frá nýrum) til þess að vera notað í fullum mæli til lækninga (71). Lyf með slíkan verkunarhátt eru hins vegar ótvírætt mjög áhugaverð og gætu orðið meiriháttar lyf við meðferð á iktsýki og mörgum fleiri bólgusjúkdómum. Fyrsta lyfið, sem ætlað er að vinna sértækt á TNFa (kímert mótefni), er nýlega komið á markað og ætlað til nota gegn Crohnssjúkdómi (79). Lyf sem hamla súperoxíðdismútasavirkni (sjá á undan), ef til væru, myndu sömuleiðis án efa gagnast við bólgusjúkdóma. I töflu III eru á grundvelli núverandi þekkingar dregin saman helstu atriði um verkunarhátt aspiríns og annarra salílyfja. IV. Staða aspiríns og annarra salílyfja Enginn vafi er á því, að segavarnandi verkun acetýlsalicýlsýru og annarra salílyfja er vegna hömlunar á myndun tromboxans. Nýjar rannsóknir benda til þess, að verkunin sé miklu minni við háan blóðþrýsting en lágan. Ef þetta er rétt, verður að taka tillit til þess við segavarnandi meðferð. Freistandi er að ætla, að við háþrýsting geti verið ofmagn tromboxans eða vöntun á prostacyklíni eins og Moncada og félagar bentu á (30). Verkjadeyfandi verkun þessara lyfja er greinilega mun meira tengd blokkun á cýklóoxígenasa (COX 1 /COX 2) í miðtaugakerfinu en áður hefur verið talið, og allar líkur eru á því, að morfínlyf og salílyf hafi þar samverkandi verkjadeyfandi verkun. í þessu sam- bandi er sérlega áhugavert, að við bólgusvörun myndast morfínviðtæki á endum sársaukaflytjandi taugunga og endorfín eða önnur morfínpeptíð (opíóíðpeptíð) myndast jafnframt í ýmsum bólgu- frumum (58). Þar er því möguleiki á samverkun þessara lyfja eins og er í miðtaugakerfinu. Með skírskotun til þessa og eins hins, að acetýlsalicýlsýra og kódein eða paracetamól og kódein eru feiknalega mikið notaðar lyfjablöndur, er knýjandi nauðsynlegt að rannsaka nánar samverkun þessara lyfja. Þá er nauðsynlegt að kanna betur verkunarhátt paraceta- móls og finna ný lyf með verkjastillandi og hitastill- andi verkun, en án bólgueyðandi eða segavarnandi verkunar. Athyglisverðar eru þær rannsóknir sem sýna, hve gluggi í heila-blóð þröskuldi í undirstúku er mikil- vægur fyrir áverkun tandurkveikja og hitastillandi verkun salílyfja. í þessu sambandi er aftur nauðsyn- legt að kanna lyfhrif paracetamóls betur og finna lyf með tiltölulega sérhæfða verkun á sótthita og önnur sóttkenni. Við endurmat á bólgueyðandi verkun salílyfja er ljóst, að þau lyfhrif tengjast mun minna hömlun á COX 1 eða COX 2 en þau þrenn lyfhrif sem á undan ræðir. Ef kenningar Cronsteins og Weissmanns (74) eru réttar, er líklegt að hömlun á aðlímingu hvít- frumna á æðaveggi, hömlun á gegnferð þeirra út fyrir 766 Læknablaðið 2000/86
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.