Læknablaðið - 15.11.2000, Síða 47
FRÆÐIGREINAR / ERFÐARÁÐGJÖF
brjóstakrabbamein í fyrsta ættlið, sem mældust með
miðlungsótta (mældur sem ágengar hugsanir á IES
kvarða), voru líklegri til að fara í erfðapróf en konur
sem óttuðust sjúkdóminn mikið eða lítið.
En hver er áhugi íslenskra kvenna á að fara í
erfðapróf á bijóstakrabbameini og hvaða þættir
tengjast þeim áhuga? Er munur á afstöðu kvenna sem
hafa sögu um bijóstakrabbamein í ætt og annarra
kvenna? Þetta voru meginspurningar sem leitað var
svara við í þessari rannsókn.
Efnividur og aðferðir
Eitt þúsund konur á Stór-Reykjavíkursvæðinu, á
aldrinum 40 til 69 ára, voru valdar af handahófi úr
boðunarskrám leitarstöðvar Krabbameinsfélags
íslands, og þeim sendur spurningalisti í pósti. Með
samkeyrslu úrtakslista við Krabbameinsskrá höfðu
áður verið teknar burt konur sem greinst höfðu með
brjóstakrabbamein. Til að tryggja hátt hlutfall kvenna
með sögu um brjóstakrabbamein hjá ættingja/um í
fyrsta ættlið (móður/systur/dóttur) var hópurinn
þannig samsettur, að tryggt var að um 40% þeirra
hefðu ættarsögu. Þetta var gert með samkeyrslu við
ættarskrá Krabbameinsskrárinnar. Rannsakendur
fengu ekki vitneskju um hvaða þátttakendur höfðu
ættarsögu og var unnið með gögnin eftir þeim
upplýsingum sem konurnar sjálfar gáfu upp.
Rannsóknin fór fram á árinu 1998 og er hluti af stærri
rannsókn, þar sem meðal annars voru könnuð áhrif
fjölda persónubundinna þátta og viðhorfa til
brjóstamyndatöku og erfðaprófa á brjóstakrabba-
meini.
Rannsóknin var samþykkt af Tölvunefnd og
vísindaráði Krabbameinsfélags íslands.
Mœlitœki: Þrjú mælitæki voru lögð fyrir
þátttakendur. í fyrsta lagi var spurt um lýðfræðilega
þætti (aldur, hjúskaparstöðu, menntun og
barnafjölda) og einnig um fjölda ættingja sem fengið
höfðu brjóstakrabbamein og ættartengsl þeirra við
þátttakendur (objective risk). í öðru lagi voru átta
staðlaðar spurningar varðandi ákvörðun um að fara í
erfðapróf (fimm svarmöguleikar) og var formáli um
erfðaefni brjóstakrabbameins hafður að spurning-
unum; ein spurning var um áhuga á að mæta í
erfðapróf (fjórir svarmöguleikar); ein spurning um
það hversu líklegt viðkomandi taldi að hún væri með
bijóstakrabbameinserfðaefni (perceived risk) (opinn
svarmöguleiki frá 0% (alls ekki líklegt) til 100%
(öruggt)); þrjár fullyrðingar um kosti erfðaprófa og
þijár um ókosti erfðaprófa (svarmöguleikar frá 1
(mjög sammála) til 5 (mjög ósammála)). Til grund-
vallar þessum spurningum lágu erlendar rannsóknir
um sama efni (16,29). Þá voru lagðar fyrir tvær opnar
spurningar um hvern þátttakendur töldu vera helsta
kost og helsta ókost erfðaprófa.
í þriðja lagi voru lagðar fyrir sjö spumingar sem
mátu sértækan ótta við krabbamein (mældur sem
ágengar hugsanir um bijóstakrabbamein á undirþætti
kvarðans Impact of Event Scale, IES) (30). Spurt var
hversu oft hugsanir um bijóstakrabbamein hefðu
leitað á viðkomandi undanfarnar þrjár vikur.
(svarmöguleikar frá 0 (alls ekki) til 5 (oft)).
Areiðanleiki (coefficient alpha) kvarðans í þessari
rannsókn var .81, sem er í góðu samræmi við það sem
fram hefur komið í bandarískum rannsóknum
(28,30).
Staðtöluleg úrvinnsla gagna: Við úrvinnslu gagna
var notaður kí-kvaðrat(x2) og fervikagreining
(Anova)(F) með Newmans Keul samanburðarprófi
til að kanna mun milli hópa. Miðað var við
marktektarmörk p<0,05.
Niðurstöður
Alls tóku 534 konur afstöðu til þeirra atriða sem hér
eru til umfjöllunar, en 654 konur tóku þátt í
heildarrannsókninni. Af þeim áttu 197 (37%) einn
eða fleiri ættingja í fyrsta ættlið sem greinst hafði með
brjóstakrabbamein. Meðalaldur þátttakenda var 53,8
ár (staðalfrávik 8,5), 411 (77,1%) þeirra voru giftar/í
sambúð, 64 (12%) voru fráskildar/slitið sambúð, 30
(5,6%) voru ekkjur og 28 (5,3%) einhleypar.
Konurnar áttu að meðaltali 2,9 börn. Menntun þeirra
var sem hér segir: barna-/grunnskóli 52 konur
(11,2%), gagnfræðapróf/stutt starfsnám 135 (28,8%),
verklegt framhaldsnám 57 (12,2%), bóklegt
framhaldsnám 140 (29,9%) og háskólapróf 84 konur
(17,9%).
Áhugi á erfðaprófi: Ein spurning mældi áhuga
kvenna á að fara í erfðapróf á brjóstakrabbameini. I
ljós kom að áhugi á erfðaprófi var mikill, en 395
konur (73,9%) vildu örugglega eða líklega fara í próf.
Ahugi á að fara í erfðapróf var sem hér segir: 201
(37,6%) kona vildi örugglega fara í erfðapróf, 194
(36,3%) vildu líklega fara, 113 (21,2%) vildu líklega
ekki fara og 26 (4,9%) konur vildu örugglega ekki
fara í erfðapróf. Þar sem fáar konur höfðu engan
áhuga á að fara í erfðapróf var ákveðið að setja þær í
hóp með konum sem vildu liklega ekki fara í
erfðapróf. Við útreikninga hér á eftir verður konum
því skipt í þrjá hópa eftir áhuga, í fyrsta lagi þær sem
vilja örugglega fara (n=201), í öðru lagi þær sem vilja
líklega fara (n=194) og í þriðja lagi þær sem vilja
líklega ekki/örugglega ekki fara (n=139).
Áhugi á erfðaprófi eftir lýðfrœðilegum þáttum:
Kannað var hvort áhugi á erfðaprófi væri breytilegur
eftir lýðfræðilegum þáttum. Ekki var munur á áhuga
á að fara í erfðapróf eftir menntun (p<0,27),
hjúskaparstöðu (p<0,60) eða fjölda barna sem konur
áttu (p<0,61). Hins vegar voru konur sem vildu
örugglega (meðalaldur 52,44; staðalfrávik 8,13) eða
líklega (meðalaldur 53,46; staðalfrávik 8,13) fara í
erfðapróf líklegri til að vera yngri en þær sem vildu
Læknablaðið 2000/86 773