Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2000, Page 49

Læknablaðið - 15.11.2000, Page 49
FRÆÐIGREINAR / ERFÐARÁÐG JÖF Tafla II. Samband áhuga á erfðaprófi og kosta og galla slíkra prófa. Áhugi Örugglega Líklega Líklega ekki/ örugglega ekki (%) Kostir 1,98b 2,64b (76,4) Erfðapróf myndi hjálpa mér M 1,35a að vita hvort börn mfn vaeru í SD 070 0,78 1,13 aukinni áhættu F(2,514)=90,48, p<0,0001 n 196 189 132 Vitneskja um að ég hefði M 1,34A 1,85B 2,530 (79,8) genið myndi hjálpa mér að SD 0,79 0,95 1,23 ákveða hvort ég færi oftar í brjóstamyndatöku F(2,531)=61,38, p<0,0001. n 201 194 139 Jafnvel þó ég hefði brjósta- M 1,31A 2,16B 3.130 (68,0) krabbameinsgen, væri léttir SD 0,65 1,00 1,32 að vita vissu sína F(2,531)=139,33, p<0,0001 Ókostir n 201 194 139 Ég hefði áhyggiur af þvf að M 4,15A 3,72B 3,72B (14,6) niðurstöður úr erfðarannsókn SD 1,20 1,10 1,27 yrðu ekki meðhöndlaðar sem trúnaðarmál F(2,531)=7,61, p<0,001 n 201 194 139 Ef ég færi í erfðarannsókn M 4,60A 4,25B 4.32B (5,0) leiddi það til vandamála SD 0,93 0,88 0,93 gagnvart vinnuveitanda mínum F(2,531), 7,72, p<0,0001 n 201 194 139 Ef ég færi í erfðarannsókn M 4.67A 4,38B 4,38B (4,5) gæti það leitt til fjölskyldu- SD 0,81 0,81 0,96 vandamála F(2,531)=7,07, p<0,001 n 201 194 139 M = meóaltal. SD = staöalfrávik (standard deviation). n = fjöldi í hverjum hópi. F = marktektarpróf fyrir fervikagreiningu. p = marktektarstuóull. % = hlutfall þeirra sem eru mjög eða frekar sammála fullyrðingunni. Mælt á stiku sem nær frá 1 (mjög sammála) til 5 (mjög ósammála). Mismunandi bókstafir vió meðaltöl gefa til kynna tölfræöilega marktaskan mun milli hópa. Rannsóknin sýndi að því líklegra sem konur töldu að þær hefðu bijóstakrabbameinserfðaefni þeim mun áhugasamari voru þær að mæta í erfðapróf, eins og fram kemur í erlendum rannsóknum á konum með sögu um brjóstakrabbamein í fyrsta ættlið (19,23,29). Það sem vekur hins vegar athygli er hversu íslenskar konur ofmeta almennt líkur á að þær séu með brjóstakrabbameinserfðaefni. Rúmlega 37% þeirra töldu helmings líkur eða meira á að þær væru arfberar. í raun eru mjög litlar líkur á að konur sem þátt tóku í rannsókninni séu með erfðaefni, þar sem aðeins örfáar þeirra áttu fleiri en einn ættingja í fyrsta ættlið sem fengið hafði sjúkdóminn. Sambærilegar niðurstöður er að finna í nýlegum bandarískum rannsóknum (21,31). Flest tilfelli brjóstakrabbameins eiga sér stað hjá konum sem ekki hafa erfðafræðilega stökkbreytingu og í raun er BRCAl stökkbreyting talin orsaka aðeins um 5% allra bijóstakrabbameina (32). Það er því mjög mikilvægt að upplýsa konur um raunverulegar líkur þeirra á að stökkbreyting sé til staðar. Jafnvel þarf að upplýsa konur að brjóstakrabbamein getur þróast þó stökkbreyting sé ekki til staðar og að þær þurfi áfram að huga að forvörnum (til dæmis að mæta reglulega í brjóstamyndatöku). Hitt ber þó að hafa í huga að greining á BRCAl stökkbreytingu varðar stóran hóp kvenna, þar sem brjóstakrabbamein er algengur sjúkdómur og ein af hverri 200 til 400 konum eru taldar hafa sjúkdómsvaldandi stökkbreytingu (33,34). Konur sem fundur fyrir ótta við brjóstakrabba- mein (mældur sem ágengari hugsanir á IES) höfðu meiri áhuga á að fara í erfðapróf, eins og erlendar rannsóknir hafa staðfest (18,20,23). Ekki reyndist þó vera um sveiglínufylgni ágengra hugsana um sjúkdóminn og áhuga á erfðaprófi að ræða, eins og leitt hefur verið líkum að áður (28). Þó nokkur ótti við brjóstakrabbamein kom fram í rannsókninni, en rúmlega 37% kvenna fundu fyrir einhverjum ótta, þar af nokkrar fyrir miklum ótta. Niðurstöður erlendra rannsókna benda til þess að ótti við brjóstakrabbamein geti haft áhrif á gagnsemi Læknablaðið 2000/86 775
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.