Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 67

Læknablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 67
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HELSINKIYFIRLÝSINGIN líkamlega ástand, sem kemur í veg fyrir að upplýsta samþykkisins verði aflað, sé nauðsynlegt sérkenni rannsóknarþýðisins. I rannsóknarreglunum, sem lagðar eru fyrir siðfræðilegu nefndina til umfjöllunar og samþykktar, skal greina frá þeim sértæku ástæðum, sem ráða því, að til þátttöku í vísindarannsókn skuli valdir þeir, sem búa við heilsufarsástand, sem gerir það að verkum, að þeir eru ófærir um að veita upplýst samþykki. í rannsóknarreglunum skal fram tekið, að samþykkis fyrir áframhaldandi þátttöku ætti að afla svo fljótt sem kostur er frá einstaklingnum eða lögráðamanni hans. 27. Bæði höfundar og útgefendur eru siðfræðilega skuldbundnir. Pegar niðurstöður vísindarannsókna eru birtar, ber könnuðum skylda til að vernda nákvæmni niðurstaðnanna. Neikvæðar jafnt og jákvæðar niðurstöður skal birta eða þær gerðar almenningi aðgengilegar á annan hátt. I útgefnu verki skal greina frá uppsprettum fjármögnunar, tengslum við stofnanir og öllum hugsanlegum hagsmunaárekstrum. Skýrslur um tilraunir, sem ekki eru í samræmi við meginreglurnar, sem settar eru fram í yfirlýsingu þessari, ætti ekki að taka til birtingar. C. Viðbótarmeginreglur fyrir læknisfræðilegar vísindarannsóknir í tengslum við læknisfræðilega umönnun 28. Læknirinn getur aðeins tengt læknisfræðilega vísindarannsókn læknisfræðilegri umönnun að því marki, sem rannsóknin er réttlætt af hugsanlegu gildi hennar fyrir forvarnir, greiningu eða lækningar. Þegar læknisfræðileg vísindarannsókn er í tengslum við læknisfræðilega umönnun, gilda viðbótarstaðlar um verndun sjúklinga, sem eru þátttakendur í vísindarannsókninni. 29. Hagsbæturnar, áhættuna, byrðarnar og árang- urinn af nýrri aðferð ætti að prófa á móti beztu forvarna-, greiningar- og lækningaaðferðum, sem eru í notkun á hverjum tíma. Þetta útilokar hvorki notkun lyfleysu né það, að engri meðferð sé beitt í könnunum, þar sem engin sönnuð forvarna-, greiningar- eða lækningaaðferð er til. 30. Þegar könnuninni er lokið, ætti að tryggja hverjum sjúklingi, sem gengur inn í könnunina, aðgengi að beztu sönnuðu forvarna-, greiningar- og lækningaaðferðum, sem könnunin leiðir í ljós. 31. Læknirinn ætti að upplýsa sjúklinginn um það, hvaða þáttur umönnunarinnar er í tengslum við vísindarannsóknina. Neiti sjúklingur að taka þátt í könnun, má það aldrei hindra samband sjúklings og læknis. 32. Ef ekki eru til sannaðar forvarna-, greiningar- og lækningaaðferðir eða hafi aðferðirnar reynzt óvirkar í meðferð sjúklings, verður lækninum, að fengnu upplýstu samþykki sjúklings, að vera frjálst að nota ósönnuð eða ný forvarna-, greiningar- og lækningaúrræði, ef þau, að mati læknisins, gefa vonir um að lífi sjúklingsins verði bjargað, að hann komist til heilsu á ný eða að þjáning verði linuð. Þegar kostur er, ætti að gera þessi úrræði að viðfangsefni í vísindarannsókn, sem ætlað væri að meta öryggi þeirra og virkni. í öllum tilvikum ætti að skrá nýjar upplýsingar og þar sem við á, birta þær. Fara ætti eftir hinum leiðbeiningunum í yfirlýsingu þessari, sem koma málinu við. Íslensk þýðing: Örn Bjarnason læknir © Örn Bjarnason 2000 Læknaskortur áfram fyrirsjáanlegur samkvæmt úttekt SNAPS Vinnuhópur norrænna læknafélaga, SNAPS (Samnordisk atbetsgrupp for prognos og specialistutbildningsfrágor), sendi nýverið frá skýrslu er varðar framboð og eftirspurn á læknum á næstu árum (1999-2020). Sveinn Magnússon er fulltrúi íslands í hópnum. í skýrslunni eru spár frá árinu 1997 endurskoðaðar en í meginatriðum eru niðurstöðurnar samhljóða skýrslu er kom út á síðasta ári og var kynnt í 1. tbl. Læknablaðsins 1999. Útreikningar á eftirspurn eftir læknum eru miðaðir við tvenns konar forsendur. Annars vegar (A) er búist við að eftirspurn í heilbrigðiskerfinu haldi áfram að vaxa um 1,5% á ári allt tímabilið í samræmi við þá þenslu sem hefur verið í kerfinu. Hins vegar (B) er miðað að eftirspum aukist aðeins sem nemur fólksfjölgun og þá er gert ráð fyrir aukningu upp á 0,5% á ári. Þær breytingar hafa orðið á útreikningum SNAPS frá síðasta ári að ekki ert gert ráð fyrir að alvarlegs læknaskorts fari að gæta eins fljótt og þá var talið ef miðað er við forsendur A og áframhaldandi þenslu í heilbrigðiskerfinu. Fyrri spá gerði ráð fyrir að þegar á þessu ári (2000) vantaði 10 lækna hér á landi upp á þörfina en í endurskoðaðri spá er búist við því að þessi staða komi ekki upp fyrr en um 2005. Sé miðað við forsendur B (fólksfjölgun en ekki aukna þjónustu) er offramboð á læknum fyrri hluta tímabilsins minna en gert var ráð fyrir r skýrslu síðasta árs, um 10 á þessu ári en fyrri spá gerði ráð fyrir að 20 læknar útskrifuðust umfram þörf. íslenskir læknar erlendis eru nú um 450 talsins en það er svipað og á seinasta ári, þó örlítil fækkun. Til samanburðar má geta þess að starfandi læknar á íslandi undir sjötugu eru 950. Eitt af því sem gerir það nokkuð erfitt að spá fyrir um framboð og eftirspurn á læknum á komandi árum er að óvissa er talin ríkja um eftirspurn eftir íslenskum læknum á alþjóðlegum markaði. Annað sem skekkir myndina nokkuð eru vinnutímatilskipanir Evrópusambandsins en áhrif þeirra á íslandi eru enn óljósar. Ljóst er að endurskoðunin bendir eftir sem áður til þess að með óbreyttu ástandi verði læknaskortur hér landi á næstu árum eins og Læknaþing árið 2000 ályktaði um. Læknablaðið 2000/86 791
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.