Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2000, Qupperneq 77

Læknablaðið - 15.11.2000, Qupperneq 77
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SJÚKLINGATRYGGING Réttarbót fyrir sjúklinga Lítil breyting fyrir lækna Rætt við Vilborgu Þ. Hauksdóttur í SÍÐASTA TÖLUBLAÐI LÆKNABLAÐSINS hófst umfjöllun um ný lög um sjúklingatryggingu. í framhaldi umfjöllunarinnar er í þessu blaði meðal annars rætt við Vilborgu P. Hauksdóttur lögfræðing í Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, en hún kom að undirbúningi frumvarpsins sem varð að lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu. Vilborg var fyrst spurð um aðdraganda þess að lög um sjúklingatryggingu voru sett: „Arið 1989 voru samþykkt á Alþingi lög (nr. 74/1989) sem nefnd hafa verið Karvelslög, eftir Karvel Pálmasyni þingmanni og verkalýðsforingja. Lögin veittu sjúklingum sem voru til meðferðar á sjúkrastofnunum rétt til bóta ef heilsutjón eða örorka varð vegna læknisaðgerða eða mistaka starfsfólks sem starfaði á þessum stofnunum. Karvel beitti sér fyrir setningu laganna eftir að hafa sjálfur orðið fyrir heilsutjóni eftir skurðaðgerð. Ekki var um sérlög að ræða heldur voru ákvæði sett í slysatryggingakafla almannatryggingalaganna og voru ákvæðin hugsuð sem bráðabirgðaúrræði þar sem síðar átti að setja sérstök sjúklingatryggingalög. Arnljótur Björnsson hæstaréttardómari, þáverandi prófessor við lagadeild Háskóla íslands, var fenginn til að semja lagafrumvarp sem sniðið var eftir dönsku frumvarpi til laga um sjúklingatryggingu. Þetta frumvarp var lagt fram á Alþingi 1990-1991 en náði ekki fram að ganga. Danir samþykktu sín lög hins vegar árið 1992 og voru þar með þriðja Norðurlandaþjóðin sem setti sérlög um sjúklingatryggingu. Island er fjórða Norðurlandaþjóðin sem setur sérlög en Norðmenn hafa haft reglur um sjúklingatryggingu sem byggja á samkomulagi. Þannig voru það Svíar sem riðu á vaðið með löggjöf árið 1975, síðan Finnar árið 1987, Norðmenn settu reglur 1988 og Danir lög árið 1992. Þetta mál var aftur tekið upp að frumkvæði núverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra en hún hafði áhuga á að koma málinu í gegn með hagsmuni sjúklinga í huga. Ráðherra vissi af fyrra frumvarpi og setti fljótlega af stað vinnu við að smíða nýtt frumvarp á grunni þess. Um 20 aðilar fengu frumvarpið til umsagnar á vinnslustigi, þar á meðal Læknafélag fslands. Þær umsagnir leiddu til þess að frumvarpinu var breytt nokkuð. Flestar umsagnirnar voru reyndar mjög jákvæðar. Meðal nýrra ákvæða var að Tryggingastofnun ríkisins sæi um sjúklinga- tryggingu fyrir þá sem bera tjón í eigin áhættu og eru ekki skyldugir til að kaupa vátryggingu.“ Til hverra ná lögin? Getur þú skýrt það aðeins nánar? Til hverra ná lögin um sjúklingatryggingu og hverjir eru undanskildir? „Lögin veita sjúklingum rétt til bóta ef þeir verða fýrir líkamlegu eða geðrænu tjóni hér á landi í tengslum við rannsókn eða sjúkdómsmeðferð á sjúkrahúsi, heilsugæslustöð eða annarri heilbrigðis- stofnun, í sjúkraflutningum eða hjá heilbrigðisstarfs- manni sem starfar sjálfstætt og hlotið hefur löggildingu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra til starfans. Einnig eiga sjúklingar, sem brýn nauðsyn er að vista á erlendu sjúkrahúsi eða á annarri heilbrigðisstofnun erlendis og verða fyrir líkamlegu eða geðrænu tjóni í tenglsum við rannsókn eða sjúkdómsmeðferð á viðkomandi stofnun, rétt á bótum að frádregnum bótum sem þeir kunna að eiga rétt á í hinu erlenda ríki. Þeir sem gangast undir læknisfræðilega tilraun sem ekki er liður í sjúkdóms- greiningu eða meðferð á sjúkdómi eiga sama rétt og sjúklingar og það sama gildir um þá sem gefa vef, líffæri, blóð eða annan líkamsvökva. Bótaskyldir aðilar eru taldir upp í 9. grein laganna. Það eru allir sem veita heilbrigðisþjónustu, hvort sem er innan stofnana eða utan. Þeir eru heilsugæslustöðvar, sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir, heilbrigðisstarfsmenn sem starfa sjálfstætt og hafa hlotið löggildingu heilbrigðis- og tryggingamálráðherra til starfans, Tryggingastofnun nkisins vegna svokallaðra „siglinganefndarmála“ og aðilar sem annast sjúkraflutninga. Allir þessir aðilar eru vátryggingarskyldir en með þeim undantekningum sem taldar eru upp í 11. gr. laganna. Heilsugæslustöðvar, sjúkrahús og aðrar stofnanir sem ríkið á í heild eða að hluta geta borið tjón í eigin áhættu og þurfa ekki að kaupa vátryggingu. Lækni, sem vinnur ferliverk samkvæmt samningi við sjúkrahús í eigu ríkisins, er skylt að hafa í gildi vátryggingu (sjúklingatryggingu) nema kveðið sé á um ábyrgð sjúkrahúss í samningi starfsmannsins við sjúkrahúsið. Lögin hafa þar af leiðandi ekki áhrif á þá samninga um ferliverk sem þegar eru í gildi. Þeir sem sjá um sjúkraflutninga á vegum ríkisins bera einnig tjón í eigin áhættu. Þetta er í raun sama framkvæmd og fram að þessu hefur gilt hjá ríkinu að tjón eru borin í eigin áhættu og tryggingar ekki keyptar. Hins vegar er þessum aðilum heimilt að kaupa tryggingu samkvæmt 10. grein ef þeir kjósa Læknablaðið 2000/86 799
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.