Læknablaðið - 15.11.2000, Síða 89
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BRÉF TIL BLAÐSINS
Hjartaflutningar, athugasemd
Auðólfur
Gunnarsson
Höfundur er yfirlæknir
skurðlækningasviðs
kvennadeildar Landspítala
Hringbraut.
Vegna klausu sem birtist í októberhefti Lækna-
blaðsins Framtíðin björt í hjartaflutningum, leyfi ég
mér að koma á framfæri eftirfarandi leiðréttingum.
í viðtalinu, sem tekið er upp úr blaði Norsku
læknasamtakanna og byggist á viðtali við
Normann E. Shumway, er því haldið fram, að hann
hafi gert undirbúningsrannsóknir sínar við
Stanford Háskólasjúkrahúsið í Kaliforníu.
Hið rétta er, að þessi undirbúningsvinna fór
fram við Háskólasjúkrahúsið í Minneapolis í
Minnesota undir yfirumsjón Owens Wangensten
og dr. Waltons C. Lillehei. Prófessor Owen
Wangensten var forstöðulæknir skurðdeildar Há-
skólasjúkrahússins í Minnesota í mörg ár og var
frumkvöðull í heiminum í því að byggja nýjungar í
skurðlækningum á vísindalegum rannsóknum og
tilraunum á dýrum. Undir hans yfirumsjón voru
því gerðar margar merkar uppgötvanir og
nýjungar á sviði skurðlækninga. Walton C. Lillehei
var einn af frumkvöðlum opinna hjartaskurð-
lækninga, en þeir Norman E. Shumway og
Christian Barnard voru báðir í sérnámi í
Minnesota á þessum árum.
Rétt er, að Shumway mun hafa lagt grunninn
að tækninni, sem Christian Barnard síðan notaði,
er hann framkvæmdi fyrsta hjartaflutninginn í
mönnum, þegar hann sneri aftur til Suður-Afríku
og sannaði þannig, að þessi aðgerð væri
réttlætanleg á fólki.
Á þessum tíma hafði Shumway flutt sig um set
og var nú farinn að starfa við Stanford
Háskólasjúkrahúsið í Kaliforníu og tók síðan upp
þráðinn og varð einn aðalfrumkvöðull þessara
aðgerða í Bandaríkjunum.
Ég átti því láni að fagna að starfa við
rannsóknir og tilraunir í líffæraflutningum á sömu
rannsóknastofu og þeir fóstbræður Barnard og
Shumway höfðu starfað á nokkrum árum áður.
Þeim sem vilja fræðast frekar um þessa sögu og
aðrar rannsóknir og tilraunir sem gerðar voru við
Háskólasjúkrahúsið í Minnesota til þess að gera
opnar hjartaaðgerðir og síðan hjartaflutninga
mögulega, skal bent á bækurnar King of heart, sem
segir sögu Walton Lillehei, og ævisögu Christian
Barnard Eitt líf.
Seretide Diskus
Glaxo Wellcome, R 03 AK 06 R,B
Innúöaduft (duft í afmældum skömmtum til innúöunar meö Diskus-tæki). Hver
afmældurskammtur inniheldur: Salmeterolum INN, xinafóat 72,5 míkróg samsvarandi
Salmeterolum INN 50 míkróg og Fluticasonum INN, própíónat 100 míkróg, 250 míkróg
eöa 500 mikróg. Ábendingar: Seretide er ætlaö til samfelldrar meöferöar gegn teppu
í öndunarvegi, sem getur gengiö til baka, þ.m.t. astma hjá börnum og fullorðnum, þar
sem samsett meöferö (berkjuvíkkandi lyfs og barkstera til innöndunar) á viö s.s.: Hjá
sjúklingum sem svara viðhaldsmeðferð meö langvirkandi berkjuvikkandi lyfjum og
barksterum til innöndunar. Hjá sjúklingum sem hafa einkenni þrátt fyrir aö nota
barkstera til innöndunar. Hjá sjúklingum á berkjuvikkandi meöferö, sem þurfa barkstera
til innöndunar. Skammtar og lyfjagjöf: Lyfiö er eingöngu ætlaö til innöndunar um
munn. Ráölagöirskammtar fyrir fulloröna og böm eldri en 12 ára: Einn skammtur (50
mikróg+100 mikróg, 50 mikróg+250 mikróg eða 50 mikróg+500 míkróg) tvisvar á
dag. Sérstakir sjúklingahópar. Ekki þarf aö breyta skömmtum hjá öldruðum eða
sjúklingum meö skerta nýrna- eöa lifrarstarfsemi. SkammtastœrOir handa börnum 4
ára og eldri: Einn skammtur (50 mikróg salmeteról og 100 míkróg flútikasónprópíónat)
tvisvar á dag. Ekki eru til upplýsingar um notkun lyfsins hjá börnum yngri en 4 ára.
Frábendingar: Þekktofnæmi gegn einhverjum af innihaldsefnum lyfsins. Varnaöarorö
og varúðarreglur: Meöferö á teppu i öndunarvegi, sem getur gengiö til baka, ætti
venjulega að fylgja áfangaáætlun og svörun sjúklings ætti aö meta út frá klinískum
einkennum og lungnaprófum. Lyfiö erekki ætlaö til meöhöndlunará bráöum einkennum.
í slikum tilfellum ætti aö nota stuttverkandi berkjuvíkkandi lyf (t.d. salbútamól) sem
sjúklingar ættu ávallt aö hafa viö höndina. Milliverkanir: Jafnvel þótt lítiö finnist af
lyfinu i blóði er ekki hægt aö útiloka milliverkanir viö önnur efni sem bindast CYP
3A4. Foröast ber notkun bæöi sérhæfðra og ósérhæföra betablokka hjá sjúklingum
meö teppu í öndunarvegi, sem getur gengiö til baka, nema aö þörfin fyrir þá sé mjög
brýn. Meðganga og brjóstagjöf: Notkun lyfja hjá þunguöum konum og hjá konum
meö barn á brjósti ætti einungis aö íhuga þegar væntanlegur hagur fyrir móöur er
meiri en hugsanleg áhætta fyrir fóstur eða barn. Þaö er takmörkuö reynsla af notkun
á salmeterólxinafóati og flútíkasónprópiónati á meögöngu og viö brjóstagjöf hjá
konum. Við notkun hjá þunguöum konum skal ávallt nota minnsta virka skammt.
Aukaverkanir: Þar sem lyfiö inniheldur salmeteról og flútikasónprópiónat má búast
viö aukaverkunum af sömu gerö og vægi og af hvoru lyfinu fyrir sig. Ekki eru nein
tilfelli frekari aukaverkana þegar lyfin eru gefin samtímis. Hæsi/raddtruflun, erting i
hálsi, höfuöverkur, sveppasýking í munni og hálsi og hjartsláttarónot sáust hjá 1-2%
sjúklinga viö klínískar rannsóknir. Eftirtaldar aukaverkanir hafa verið tengdar notkun
salmeteróls eöa flútíkasón- própíónats: Salmeteról: Lyfjafræöilegar aukaverkanir beta-
2-örvandi efna, svo sem skjálfti, hjartsláttarónot og höfuöverkur hafa komiö fram,
en hafa yfirleitt veriö tímabundnar og minnkaö viö áframhaldandi meöferð. Algengar
(>1%): Hjarta- og œOakerfi: Hjartsláttarónot, hraötaktur. MiOtaugakerfí: Höfuöverkjur.
StoOkerfí: Skjálfti, vöövakrampi. Sjaldgæfar(<0,1%): Almennar:Ofnæmisviöbrögö,
þ.m.t., bjúgur og ofsabjúgur (angioedema). Hjarta-og œöakerfí: Hjartsláttaróregla t.d.
gáttatif (atrial fibrillation), gáttahraðtaktur og aukaslög. HúO: Ofsakláöi, útbrot.
Efnaskifti: KaIiumskortur i blóöi. Síoökerf/: Liöverkjir, vöðvaþrautir. Flútikasónprópíónat
Algengar(>1%): Almennar. Hæsi og sveppasýking í munni og hálsi. Sjaldgæfar(<0,1 %):
HúO: Ofnæmisviöbrögöum i húö. Öndunarvegur. Berkjukrampi. Hægt er aö minnka
líkurnar á hæsi og sveppasýkingum meö því aö skola munninn meö vatni eftir notkun
lyfsins. Einkenni sveppasýkingar er hægt aö meðhöndla meö staðbundinni
sveppalyfjameöferö samtimis notkun innöndunarlyfsins. Eins og hjá öörum
innöndunarlyfjum getur óvæntur berkjusamdráttur átt sér staö meö skyndilega auknu
surgi eftir innöndun lyfsins. Þetta þarf aö meðhöndla strax meö skjót- og stuttverkandi
berkjuvíkkandi lyfi til innöndunar. Hætta veröur notkun strax, ástand sjúklings skal
metiö og hefja aöra meöferö, ef þörf krefur. Pakkningar og verö: Diskus - tæki.
Innúðaduft 50 míkróg + 100 míkróg/skammt: 60 skammtar x 1, 60 skammtar x 3.
Innúöaduft 50 mikróg + 250 míkróg/skammt: 60 skammtar x 1, 60 skammtar x 3.
Innúðaduft 50 míkróg + 500 míkróg/skammt: 60 skammtar x 1, 60 skammtar x 3.
Seretide 50/100:6.008 krónur, Seretide 50/250:7.532 krónur, Seretide 50/500:10.045
krónur. 25.09.00
Tilvitnun 1: KR Chapman, N Ringdal Et al. Can. Respir. J. 1999; 6 (1): 45-51.
Tilvitnun 2: G Shapiro Et al., Am. J, Respir. Crit.Care Med. 2000; 161: 527-534.
GlaxoWellcome
Þverholti 14 • 105 Reykjavik • Simi 561 6930
www.glaxowellcome.is
Læknablaðið 2000/86 809