Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2001, Page 35

Læknablaðið - 15.11.2001, Page 35
FRÆÐIGREINAR / TÍÐNI KRANSÆÐASJÚKDÓMA sjúkrahús, svo að heildardánarhlutfall karla og kvenna innan 28 daga var mjög svipað. Sérstakur samanburður sem gerður var á dánartíðni vegna kransæðastíflu í átta MONICA stöðvum á Norðurlöndum og í Litháen 1985-1987 sýndi að dánarhlutfall var lægst á íslandi bæði meðal karla (36,5%) og kvenna (32,4%) (16). Kransæðasjúkdómar á íslandi hafa verið á undan- haldi síðastliðna tvo áratugi. Lækkunin á nýgengi hefur verið mest í yngstu aldursflokkunum. Sömu- leiðis hefur dánartíðni og dánarhlutfall lækkað mest meðal þeirra. Lækkunin á dánartíðni stafar fyrst og fremst af lækkun á nýgengi og dánarhlutfalli meðal yngri aldurshópa en lækkun á endurteknum tilfellum hjá eldra fólki. I samanburði við aðrar Norðurlandaþjóðir, Bret- land, Bandaríkin og Pólland var nýgengi kransæða- stíflu lágt á íslandi árin frá því um 1985 til um 1995 (17) (mynd 5). Dánarhlutfall utan sjúkrahúsa var mjög lágt en at- hyglivert er að verulegur munur var á körlum og kon- um í þessu tilliti. Fleiri konur en karlar með krans- æðastíflu virðast komast á sjúkrahús og er ekki ljóst af hverju sá munur stafar. Nauðsynlegt er að rann- saka þetta nánar því ef unnt væri að hækka það hlut- fall sjúklinga sem kemst á sjúkrahús má ætla að dán- arhlutfallið muni lækka enn frekar. Vert er þó að benda á að dánarhlutfall kvenna sem vistaðar eru á sjúkrahúsum er yfirleitt hærra en karla (miðgildi 22% meðal karla en 27% meðal kvenna í MONICA rannsókninni). Er unnt að lækka tíðni kransæðasjúkdóma enn frekar hér á landi? Líklegt er að svarið við þeirri spurningu sé játandi. Þrátt fyrir mikla lækkun á tíðni kransæðastíflu undanfarna tvo áratugi var kransæða- stífla önnur algengasta dánarorsök okkar íslendinga 1996. Það ár dóu alls 1879 einstaklingar, úr kransæða- stíflu 436 (undanskildir aðrir hjarta- og æðasjúk- dómar) en úr krabbameini 543. Lækkun nýgengis kransæðastíflu hefur verið nokkuð jöfn um 3% á ári meðal karla og 2% meðal kvenna síðastliðin 18 ár. Nú eru tíðnitölur á íslandi svipaðar og var 1965-1970. Þróun áhættuþátta kransæðasjúkdóms á Islandi verður gerð skil síðar. Forvarnaraðgerðir af ýmsu tagi geta vafalítið lækkað nýgengið. í því sambandi má benda á áhættuþætti eins og reykingar og offitu. Dánarhlutfall hefur lækkað, en þó minna meðal kvenna en karla. Sérstaklega er dánarhlutfall kvenna sem vistaðar eru á sjúkrahúsum mun hærra en karla og líklegt að úr þessu megi bæta. Mikilvægt er að vekja athygli almennings á einkennum kransæða- sjúkdóms og sérstaklega einkennum kransæðastíflu. Lyfjameðferð sjúklinga með kransæðastíflu til að hindra endurtekningu kransæðastíflu má bæta hér- lendis (18). MONICA-rannsóknin á íslandi hefur skilað niður- stöðum sem mikilvægar eru fyrir skipulag heilbrigðis- þjónustu með tilliti til kransæðasjúkdóma. Nauðsyn- lceland Sweden (Northern S) USA (Stanford) United Kingdom (Glasgow) Finland (Turku/Loimaa) Denmark (Glostrup) Poland (Warsaw) Women Men Figure 4. Age standardized casefatality in acute myocardial infarction in selectedpopula- tions 1985-1990. Age 35-64 years. WHO MONICA Project 1985-1990. Adapted from (15). USA (Stanford) lceland Sweden (Northern S) Denmark (Glostrup) Finland (Turku/Loimaa) Poland (Warsaw) United Kingdom (Glasgow) -i-----1------1-----1------1-----1------1-----1 0 100 200 300 400 500 600 700 800 Incidence rate legt er að framhald verði á þessari rannsókn hérlendis svo sem fyrirhugað er. Heimildir 1. Hagskinna. Sögulegar hagtölur um Island. lcelandic Historical Statistics. Reykjavík: Hagstofa íslands; 1997. 2. Pjóðleifsson B. Dauðsföll af völdum kransæðasjúkdóma á íslandi 1951-1976. Læknablaðið 1978; 64: 55-63. 3. Rafnsson V. Manndauði úr kransæðasjúkdómum meðal ís- lenskra karla á tímabilinu 1951 til 1985. Læknablaðið 1989; 75: 51-5. 4. WHO MONICA Project, prepared by Tunstall-Pedoe H. Tlie World Health Organization MONICA Project (Monitoring trends and determinants in cardio-vascular disease): a major international collaboration. J Clin Epidemiol, 1988; 41:105-13. 5. World Health Organization's Proposal for the multinational monitoring of trends and determinants in cardiovascular dis- ease and protocol (MONICA Project). Geneva: WHO/MNC/ 1983; 82:1. 6. Rose GA, Blackburn H. Cardiovascular survey methods. World Health Organization Monograph Series No 56. Geneva: WHO; 1968. 7. Tunstall-Pedoe H, Kuulasmaa K, Amouyel P, Arveiler D, Rajakangas A-M, Pajak A. Myocardial Infarction and Coronary Death in the World Health Organization MONICA Project. Registration Procedures, Event Rates, and Case- Fatality Rates in 18 Populations from 21 Countries in Four Continents. The WHO MONICA Project. Circulation: 1994: 90: 583-612. Figure 5. Age- standardized incidence rate of myocardial infarction in selected populations from the mid- 1980s to mid-1990s. Age 35-64 years. WHO MONICA Project. Adapted from (17). Læknablaðið 2001/87 895

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.