Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2001, Síða 35

Læknablaðið - 15.11.2001, Síða 35
FRÆÐIGREINAR / TÍÐNI KRANSÆÐASJÚKDÓMA sjúkrahús, svo að heildardánarhlutfall karla og kvenna innan 28 daga var mjög svipað. Sérstakur samanburður sem gerður var á dánartíðni vegna kransæðastíflu í átta MONICA stöðvum á Norðurlöndum og í Litháen 1985-1987 sýndi að dánarhlutfall var lægst á íslandi bæði meðal karla (36,5%) og kvenna (32,4%) (16). Kransæðasjúkdómar á íslandi hafa verið á undan- haldi síðastliðna tvo áratugi. Lækkunin á nýgengi hefur verið mest í yngstu aldursflokkunum. Sömu- leiðis hefur dánartíðni og dánarhlutfall lækkað mest meðal þeirra. Lækkunin á dánartíðni stafar fyrst og fremst af lækkun á nýgengi og dánarhlutfalli meðal yngri aldurshópa en lækkun á endurteknum tilfellum hjá eldra fólki. I samanburði við aðrar Norðurlandaþjóðir, Bret- land, Bandaríkin og Pólland var nýgengi kransæða- stíflu lágt á íslandi árin frá því um 1985 til um 1995 (17) (mynd 5). Dánarhlutfall utan sjúkrahúsa var mjög lágt en at- hyglivert er að verulegur munur var á körlum og kon- um í þessu tilliti. Fleiri konur en karlar með krans- æðastíflu virðast komast á sjúkrahús og er ekki ljóst af hverju sá munur stafar. Nauðsynlegt er að rann- saka þetta nánar því ef unnt væri að hækka það hlut- fall sjúklinga sem kemst á sjúkrahús má ætla að dán- arhlutfallið muni lækka enn frekar. Vert er þó að benda á að dánarhlutfall kvenna sem vistaðar eru á sjúkrahúsum er yfirleitt hærra en karla (miðgildi 22% meðal karla en 27% meðal kvenna í MONICA rannsókninni). Er unnt að lækka tíðni kransæðasjúkdóma enn frekar hér á landi? Líklegt er að svarið við þeirri spurningu sé játandi. Þrátt fyrir mikla lækkun á tíðni kransæðastíflu undanfarna tvo áratugi var kransæða- stífla önnur algengasta dánarorsök okkar íslendinga 1996. Það ár dóu alls 1879 einstaklingar, úr kransæða- stíflu 436 (undanskildir aðrir hjarta- og æðasjúk- dómar) en úr krabbameini 543. Lækkun nýgengis kransæðastíflu hefur verið nokkuð jöfn um 3% á ári meðal karla og 2% meðal kvenna síðastliðin 18 ár. Nú eru tíðnitölur á íslandi svipaðar og var 1965-1970. Þróun áhættuþátta kransæðasjúkdóms á Islandi verður gerð skil síðar. Forvarnaraðgerðir af ýmsu tagi geta vafalítið lækkað nýgengið. í því sambandi má benda á áhættuþætti eins og reykingar og offitu. Dánarhlutfall hefur lækkað, en þó minna meðal kvenna en karla. Sérstaklega er dánarhlutfall kvenna sem vistaðar eru á sjúkrahúsum mun hærra en karla og líklegt að úr þessu megi bæta. Mikilvægt er að vekja athygli almennings á einkennum kransæða- sjúkdóms og sérstaklega einkennum kransæðastíflu. Lyfjameðferð sjúklinga með kransæðastíflu til að hindra endurtekningu kransæðastíflu má bæta hér- lendis (18). MONICA-rannsóknin á íslandi hefur skilað niður- stöðum sem mikilvægar eru fyrir skipulag heilbrigðis- þjónustu með tilliti til kransæðasjúkdóma. Nauðsyn- lceland Sweden (Northern S) USA (Stanford) United Kingdom (Glasgow) Finland (Turku/Loimaa) Denmark (Glostrup) Poland (Warsaw) Women Men Figure 4. Age standardized casefatality in acute myocardial infarction in selectedpopula- tions 1985-1990. Age 35-64 years. WHO MONICA Project 1985-1990. Adapted from (15). USA (Stanford) lceland Sweden (Northern S) Denmark (Glostrup) Finland (Turku/Loimaa) Poland (Warsaw) United Kingdom (Glasgow) -i-----1------1-----1------1-----1------1-----1 0 100 200 300 400 500 600 700 800 Incidence rate legt er að framhald verði á þessari rannsókn hérlendis svo sem fyrirhugað er. Heimildir 1. Hagskinna. Sögulegar hagtölur um Island. lcelandic Historical Statistics. Reykjavík: Hagstofa íslands; 1997. 2. Pjóðleifsson B. Dauðsföll af völdum kransæðasjúkdóma á íslandi 1951-1976. Læknablaðið 1978; 64: 55-63. 3. Rafnsson V. Manndauði úr kransæðasjúkdómum meðal ís- lenskra karla á tímabilinu 1951 til 1985. Læknablaðið 1989; 75: 51-5. 4. WHO MONICA Project, prepared by Tunstall-Pedoe H. Tlie World Health Organization MONICA Project (Monitoring trends and determinants in cardio-vascular disease): a major international collaboration. J Clin Epidemiol, 1988; 41:105-13. 5. World Health Organization's Proposal for the multinational monitoring of trends and determinants in cardiovascular dis- ease and protocol (MONICA Project). Geneva: WHO/MNC/ 1983; 82:1. 6. Rose GA, Blackburn H. Cardiovascular survey methods. World Health Organization Monograph Series No 56. Geneva: WHO; 1968. 7. Tunstall-Pedoe H, Kuulasmaa K, Amouyel P, Arveiler D, Rajakangas A-M, Pajak A. Myocardial Infarction and Coronary Death in the World Health Organization MONICA Project. Registration Procedures, Event Rates, and Case- Fatality Rates in 18 Populations from 21 Countries in Four Continents. The WHO MONICA Project. Circulation: 1994: 90: 583-612. Figure 5. Age- standardized incidence rate of myocardial infarction in selected populations from the mid- 1980s to mid-1990s. Age 35-64 years. WHO MONICA Project. Adapted from (17). Læknablaðið 2001/87 895
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.