Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2001, Page 38

Læknablaðið - 15.11.2001, Page 38
FRÆÐIGREINAR / MYND MÁNAÐARINS Sleglahraðtaktur snarlega stöðvaður af rafstuði frá ígræddu hjartarafstuðstæki Davíð O. Arnar1,2, Guðrún Reimarsdóttir1, Bjarni Torfason3 ‘Lyflækningadeild, 2bráðamót- taka og 3skurðlækningadeild Landspítala Hringbraut. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Davíð O. Arnar lyflækninga- deild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími: 560 1000; bréfasími: 560 1287; netfang: davidar@landspitali.is Lykilorð: sleglahrciðtaktur, hjartarafstuðstœki. Meðfylgjandi útprentun frá ígræddu hjartarafstuðs- tæki (implantable cardioverter defibrillator, ICD) sýnir hvernig rafstuð frá slíku tæki stöðvar slegla- hraðtakt snarlega. í hverjum þriggja strimlanna (A- C) sem eru sýndir eru þrjú línurit, frá hægri gátt (efsta línurit (1)) frá vinstri slegli (miðlínurit (2)) og neðsta rit (3) hvers strimils er frá skautinu sem gefur rafstuð- ið. Á efsta strimlinum (A) sést hvar sjúklingurinn er í sínustakti en fær mjög tíð aukaslög frá sleglum. Lengst til hægri á efsta strimlinum fær hann síðan sleglahraðtakt með hraða nálægt 300 slögum á mín- útu sem sést vel á miðstrimlinum (B). Tækið hlerar takttruflunina og undirbýr gjöf á 31 Joule raflosti sem síðan sést lengst til vinstri á neðsta strimlinum (C). Eftir stutta hrinu af aukaslögum frá sleglum tekur við hægur sínustaktur og þá tekur gangráður tækisins við, tímabundið þar til hægatakturinn jafnar sig. Þessi útprentun er gott dæmi um hvernig ígrædd hjartaraf- stuðstæki geta brugðist við mögulega lífshættulegri takttruflun eins og sýnd er hér. Klínísk mynd þessa 56 ára gamla karlmanns er nokkuð dæmigerð fyrir þann hóp sjúklinga sem eru í hvað mestri áhættu á að fá sleglahraðtakt. Sjúklingur hefur kransæðasjúkdóm og fékk hjartadrep í fram- vegg fyrir sjö árum. Fráfallsbrot vinstri slegils er veru- lega skert, metið um 30%. Sjúklingur hefur fyrri sögu um sleglahraðtakt og raflífeðlisfræðileg rannsókn sem gerð var fyrir ígræðslu raflostsgangráðsins sýndi auðveldlega útleystan sleglahraðtakt. Megingreiningarskilmerki tækisins er hjartsláttar- hraði og eru mörk hjartsláttarhraðans hjá þessum sjúklingi 180 slög á mínútu. Venjulega þýðir þetta að tækið metur allan takt með hraða yfir 180 slög á mín- útu sem sleglahraðtakt, en þar sem sjúklingur hefur jafnframt tíð köst af gáttatifi var ákvörðun tekin um að setja inn hjá honum tvíhólfa hjartarafstuðstæki. Hlerun takts í gátt og slegli auðveldar tækinu að greina á milli þessara tveggja takttruflana á þann hátt að ef sleglahraði er meiri eða jafn gáttahraða metur tækið það sem takttruflun með uppruna í sleglum en ef gáttahraði er meiri en sleglahraði túlkar tækið það sem ofansleglahraðtakt. Ef sjúklingur með ígrætt hjartarafstuðstæki fær tíð raflost eða hefur aðrar takttruflanir eins og gáttatif getur oft þurft að beita lyfjameðferð til viðbótar. Þannig tekur sjúklingurinn sem hér er fjallað um amíódarón og beta blokka, auk hefðbundinna lyfja við blóðþurrðarsjúkdómi og skerlu fráfallsbroti vinstri slegils. Notkun ígræddra hjartarafstuðstækja hefur farið vaxandi hérlendis undanfarin ár og nú hafa um 40 íslendingar slfkt tæki. 10 IHTIV'S -fr>----- h 1 1 1 lm -A*—v- ! I H 1 L H r \ 1 1 J J I v V 530 405 . v í AS) 7SÓ 615 PVC VF -------- -- 270 VT VPl’ 325 475S18 295 PVP-. PVP-. 273 22521318S Epid »VPí>VP*»VfPVP-. Suddn 898 Læknablaðið 2001/87

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.