Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 38
FRÆÐIGREINAR / MYND MÁNAÐARINS Sleglahraðtaktur snarlega stöðvaður af rafstuði frá ígræddu hjartarafstuðstæki Davíð O. Arnar1,2, Guðrún Reimarsdóttir1, Bjarni Torfason3 ‘Lyflækningadeild, 2bráðamót- taka og 3skurðlækningadeild Landspítala Hringbraut. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Davíð O. Arnar lyflækninga- deild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími: 560 1000; bréfasími: 560 1287; netfang: davidar@landspitali.is Lykilorð: sleglahrciðtaktur, hjartarafstuðstœki. Meðfylgjandi útprentun frá ígræddu hjartarafstuðs- tæki (implantable cardioverter defibrillator, ICD) sýnir hvernig rafstuð frá slíku tæki stöðvar slegla- hraðtakt snarlega. í hverjum þriggja strimlanna (A- C) sem eru sýndir eru þrjú línurit, frá hægri gátt (efsta línurit (1)) frá vinstri slegli (miðlínurit (2)) og neðsta rit (3) hvers strimils er frá skautinu sem gefur rafstuð- ið. Á efsta strimlinum (A) sést hvar sjúklingurinn er í sínustakti en fær mjög tíð aukaslög frá sleglum. Lengst til hægri á efsta strimlinum fær hann síðan sleglahraðtakt með hraða nálægt 300 slögum á mín- útu sem sést vel á miðstrimlinum (B). Tækið hlerar takttruflunina og undirbýr gjöf á 31 Joule raflosti sem síðan sést lengst til vinstri á neðsta strimlinum (C). Eftir stutta hrinu af aukaslögum frá sleglum tekur við hægur sínustaktur og þá tekur gangráður tækisins við, tímabundið þar til hægatakturinn jafnar sig. Þessi útprentun er gott dæmi um hvernig ígrædd hjartaraf- stuðstæki geta brugðist við mögulega lífshættulegri takttruflun eins og sýnd er hér. Klínísk mynd þessa 56 ára gamla karlmanns er nokkuð dæmigerð fyrir þann hóp sjúklinga sem eru í hvað mestri áhættu á að fá sleglahraðtakt. Sjúklingur hefur kransæðasjúkdóm og fékk hjartadrep í fram- vegg fyrir sjö árum. Fráfallsbrot vinstri slegils er veru- lega skert, metið um 30%. Sjúklingur hefur fyrri sögu um sleglahraðtakt og raflífeðlisfræðileg rannsókn sem gerð var fyrir ígræðslu raflostsgangráðsins sýndi auðveldlega útleystan sleglahraðtakt. Megingreiningarskilmerki tækisins er hjartsláttar- hraði og eru mörk hjartsláttarhraðans hjá þessum sjúklingi 180 slög á mínútu. Venjulega þýðir þetta að tækið metur allan takt með hraða yfir 180 slög á mín- útu sem sleglahraðtakt, en þar sem sjúklingur hefur jafnframt tíð köst af gáttatifi var ákvörðun tekin um að setja inn hjá honum tvíhólfa hjartarafstuðstæki. Hlerun takts í gátt og slegli auðveldar tækinu að greina á milli þessara tveggja takttruflana á þann hátt að ef sleglahraði er meiri eða jafn gáttahraða metur tækið það sem takttruflun með uppruna í sleglum en ef gáttahraði er meiri en sleglahraði túlkar tækið það sem ofansleglahraðtakt. Ef sjúklingur með ígrætt hjartarafstuðstæki fær tíð raflost eða hefur aðrar takttruflanir eins og gáttatif getur oft þurft að beita lyfjameðferð til viðbótar. Þannig tekur sjúklingurinn sem hér er fjallað um amíódarón og beta blokka, auk hefðbundinna lyfja við blóðþurrðarsjúkdómi og skerlu fráfallsbroti vinstri slegils. Notkun ígræddra hjartarafstuðstækja hefur farið vaxandi hérlendis undanfarin ár og nú hafa um 40 íslendingar slfkt tæki. 10 IHTIV'S -fr>----- h 1 1 1 lm -A*—v- ! I H 1 L H r \ 1 1 J J I v V 530 405 . v í AS) 7SÓ 615 PVC VF -------- -- 270 VT VPl’ 325 475S18 295 PVP-. PVP-. 273 22521318S Epid »VPí>VP*»VfPVP-. Suddn 898 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.