Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2001, Síða 65

Læknablaðið - 15.11.2001, Síða 65
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MÁLÞING Á AÐALFUNDI LÍ Sem hlutfall af landsframleiðslunni jukust útgjöld til heilbrigðismála frá rúmlega 3% árið 1970 upp í rúm- lega 7% árið 1990 en hafa haldist í kringum 7% síð- asta áratuginn. Það er þó ekki endilega til marks um að böndum hafi verið komið á útgjöldin heldur óx hagkerfið mikið á seinni hluta síðasta áratugar. Út- gjöld til heilbrigðismála jukust að krónutölu um 6% á ári að meðaltali árin 1994-1998. Tryggvi Þór vitnaði til fjárlagafrumvarpsins þar sem því er spáð að útgjöld til heilbrigðismála muni vaxa um 2,2% á ári næstu fjögur árin og spáði því að sá vöxtur myndi haldast óbreyttur næstu áratugina. Á sama tíma vaxi íslenska hagkerfið um 1,5% á ári að meðaltali. Þetta þýði að hlutfall útgjalda til heilbrigð- ismála af landsframleiðslu muni aukast úr 6,9% á árunum 1994-1998 í 9% á árunum 2020-2050. Samkvæmt þessu mun innbyrðisskipting útgjald- anna breytast verulega. Árið 1998 var hlutur 67 ára fslendinga og eldri 38% af heildarútgjöldum til heil- brigðismála en hlutur þeirra verður kominn í 58% árið 2050 gangi spár Tryggva Þórs eftir. Niðurstaða Tryggva Þórs var sú að hann taldi lík- legt „að mikill þrýstingur verði á fjármál hins opin- bera í framtíðinni vegna heilbrigðismála. Ekki ein- ungis mun kostnaður við heilbrigðiskerfið aukast vegna breyttrar aldurssamsetningar heldur munu skattstofnar minnka þegar hlutfallslega fleiri verða á eftirlaunaaldri en nú er.“ Spurningin sem hann varp- aði fram en lét ósvarað var sú hvernig við þessum þrýstingi yrði brugðist, hvort ríkissjóður tæki þessa aukningu á sig eða hvort aukin útgjöld myndu fyrst og fremst verða hjá einstaklingunum sem tækju auk- inn þátt í kostnaði við heilsugæslu og heilbrigðismál. Samskipti háskóla og sjúkrahúss Töluverðar umræður urðu um erindi Tryggva Þórs og það sama má segja um erindi Hákonar Hákonarson- ar barnalæknis sem fjallaði um samstarf heilbrigðis- þjónustunnar við Háskóla íslands. Hann minnti í upphafi á umræður sem urðu á aðalfundi LÍ í fyrra um nauðsyn þess að við sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík í eitt háskólasjúkrahús yrðu reglur um starfssvið og framgang lækna við Háskólann endur- skoðaðar. Hákon benti á að læknar væru oft í takmörkuðum tengslum við Háskóla íslands þótt þeir sinntu kennslu við læknadeild og stunduðu rannsóknir. Ástæðan er fyrst og fremst sú að það eru of fáar kennslustöður í boði fyrir lækna sem þó uppfylla öll skilyrði sem sett eru fyrir akademískum stöðuveitingum. Hann nefndi sem dæmi að á barnadeild Landspítala starfar nú á þriðja tug sérfræðinga en í læknadeild eru einungis þrjár kennarastöður í bamalækningum. Það er hins vegar mikilvægt fyrir lækna að hafa akademíska stöðu, ekki síst ef þeir leggja stund á rannsóknir eða eiga samskipti við erlend háskóla- sjúkrahús eða rannsóknarstofnanir. Núverandi staða takmarkar möguleika lækna á að sækja um erlenda rannsóknarstyrki eða sækjast eftir stjórnunar- og áhrifastöðum í tengslum við vísindaþing, faglega vinnuhópa og fleira. Síðast en ekki síst drægi núver- andi kerfi verulega úr möguleikum íslendinga til að gegna forystuhlutverki í alþjóðlegu vísindasamfélagi en til þess hefðu þeir alla burði ef rétt væri að málum staðið. Helsta ástæðan fyrir þessu misræmi er fólgin í launakerfinu því læknar sem stunda kennslu fá greitt fyrir hana aukalega ofan á venjuleg laun fyrir sjúkra- hússtörf. Háskólinn greiðir þessi kennslulaun en þar eru takmörkuð fjárráð og því er stöðugildunum haldið í lágmarki. Á erlendum háskólasjúkrahúsum er meginreglan sú að launagreiðslur fyrir kennslu- og vísindastörf eru hluti af föstum launum lækna. Aka- demískri stöðu þarf að fylgja reglulegt mat á framlagi lækna í starfi. Það þarf að fara fram eigi sjaldnar en á tveggja ára fresti og útkoman úr því látin ráða fram- gangi lækna innan Háskólans. Læknar á þremur brautum Hákon sagði að víða erlendis væri háskólahluti sjúkrahúsanna þannig skipulagður að læknum stæði til boða að starfa á mismunandi brautum. Hann nefndi sem dæmi kerfi sem hefur rutt sér til rúms í Bandaríkjunum en þar geta læknar sótt um stöður á þremur mismunandi brautum: klínískri braut, klín- ískri kennslubraut og rannsóknarbraut. Á klínískri braut hafa læknar fyrst og fremst skyldur við sjúk- linga en hafa ekki formlega kennsluskyldu. Þeim er þó ætlað að taka þátt í klínískri kennslu læknanema og aðstoðarlækna en vísindastarfsemi er þeim frjálst að stunda á eigin vegum. Á klínískri kennslubraut hafa menn skyldur við sjúklinga en einnig formlega kennslu- og rannsóknarskyldu. Á rannsóknarbraut eru að jafnaði prófessorar sem hafa litlar skyldur við sjúklinga en sinna fyrst og fremst rannsóknum, kennslu og stjórnun. í umræðum að erindi Hákonar loknu kom fram að nýleg lög um Háskólann gerðu læknadeild kleift að breyta sér í sjálfstæðan skóla innan Háskólans en við það ykist sjálfstæði hennar og svigrúm til að gera breytingar eins og þær sem Hákon nefndi. Reynir Tómas Geirsson prófessor og yfirlæknir kvenna- deildar Landspítala upplýsti að nú væri verið að leggja grunn að svona skipulagi en á þeirri vegferð þyrfti að stíga yfir ýmsa þröskulda, bæði innan sjúkrahússins og Háskólans. Þeirra á meðal er upp- bygging launakerfisins sem þyrfti að breyta í samráði við félög starfsmanna í báðum stofnunum. Loks minntu heimilislæknar á að ekki mætti gleyma heilsu- gæslunni í svona breytingum því þar færu fram bæði rannsóknir og kennsla. I desemberblaðinu verður fjallað um erindi Steins Jónssonar og fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins. -ÞH Læknablaðið 2001/87 925
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.