Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2002, Síða 13

Læknablaðið - 15.02.2002, Síða 13
FRÆÐIGREINAR / BEINÞYNNING Forvarnir og meðferð beinþynningar af völdum sykurstera Klínískar leiðbeiningar Aðalsteinn Guðmundsson1'2, Sigurður Helgason23, Björn Guðbjörnsson4 'Öldrunarsvið, 2Landspítali - Hrafnistu, ’Landlæknis- embættið, 4Rannsóknarstofa í gigtsjúkdómum. Fyrirspurnir: Björn Guðbjörnsson; netfang: bjorngu@landspitali.is Grein þessi er afrakstur starfshóps um klínískar leiðbeiningar á vegum Landlæknisembættisins. Lykilorð: sykursterar, beinþéttni, beinþynning, bisfosfónöt, D-vítamín, kalk, karlhormón, kvenhormón. Beinþynning er algeng og alvarleg hjáverkun lang- tímameðferðar með sykursterum. Með virkri forvörn og/eða sértækri meðferð gegn beinþynningu er unnt að draga úr þeim heilsufarsvanda og samfélagskostn- aði sem hlýst af beinþynningu af völdum sykurstera- meðferðar. Leiðbeiningar þessar eru settar fram samkvæmt góðri og skynsamlegri ákvarðanatöku (evidence based) og eru ætlaðar læknum sem bera ábyrgð á meðferð sjúklinga á langtíma sykurstera- meðferð. í daglegu starfi getur verið erfitt að fylgja þessum leiðbeiningum, til dæmis eru beinþéttni- mælingar eingöngu framkvæmdar í Reykjavík og á Akureyri. Inngangur Sykursterar eru algeng meðferð við mörgum bólgu- og bandvefssjúkdómum og þeir eru einnig notaðir til ónæmisbælingar, til dæmis eftir líffæraígræðslur. Samkvæmt nýlegri íslenskri rannsókn má gera ráð fyrir því að rúmlega 2000 einstaklingar séu á sam- felldri sykursterameðferð hér á landi á hverjum tíma. Helstu ábendingar eru langvinnir gigtarsjúkdómar (43%), lungnasjúkdómar (33%) eða bólgusjúkdóm- arígörn (8%) (1). Sykursterar eru algengasti lyfjaflokkurinn sem orsakar beinþynningu, að minnsta kosti meðal yngra fólks (2). Afleiðingar beinþynningar á heilsufar og lífsgæði einstaklinga sem nota sykurstera eru umtals- verðar. Fimmtán prósent þeirra sem fá langtímameð- ferð með sykursterum verða fyrir samfallsbroti í hrygg á fyrsta meðferðarárinu og þriðjungur bein- brotnar á fyrstu fimm árum meðferðar (3). Þótt ekki sé að fullu ljóst hvernig sykursterar valda beinþynn- ingu er um að ræða samverkan af hægari beinný- myndun og aukinni beineyðingu meðan á meðferð stendur (4). Langflestir þeirra sem nota sykurstera til lengri tíma tapa umtalsverðri beinþéttni sem síðan veldur aukinni hættu á beinbrotum. Beintap þetta er hlut- fallslega hraðast fyrstu meðferðarmánuðina. Faralds- fræðilegar rannsóknir hafa sýnt að hætta á beinbrot- um, þá sérstaklega í hrygg og mjöðm, eykst í réttu hlutfalli við skammtastærð og tímalengd meðferðar- innar (5). Kannanir hérlendis og erlendis hafa sýnt að mjög stór hluti þeirra sjúklinga sem nota sykurstera fær ófullnægjandi forvörn gegn beinþynningu (1, 6-8). ENGLISH SUMMARY Guðmundsson A, Helgason S, Guðbjörnsson B Prevention and treatment of corticosteroid induced osteoporosis. Clinical Guidelines Læknablaðið 2002; 88: 101-7 Osteoporosis is a common and serious side effect of long- term corticosteroid therapy. The risk of osteoporosis resulting from corticosteroid use can be reduced if appropriate preventive and therapeutic steps are taken. These guidelines are evidence based and are intended for clinicians who are responsible for the treatment of patients on long-term corticosteroid therapy. Many clinicians may have to modify their adherence to these guidelines, for example due to lack of access to bone densitometry. Key words: bisphosphonates, bone density, calcium, estrogen, glucocorticoids osteoporosis, vitamin D, testosterone. Correspondence: Björn Guðbjörnsson. E-mail: bjorngu@landspitali.is Tafla I. Beinþynning af völdum sykurstera. • Meira beintap í frauöbeini (hrygg) en beinskel (mjööm). • Mest beintap fyrstu þrjá til sex mánuöi meðferöar. • Áhætta á samfallsbrotum í hrygg er þre- til fimm- föld. • Áhætta á mjaðmarbrotum er tvö- til þreföld. • Aðrir áhættuþættir geta veriö samverkandi, til dæmis tíðahvörf. Þessar rannsóknir sýna að einstaklingar sem hafa þekkta beinþynningu (jafnvel með beinbrotum) í upphafi sykursterameðferðar njóta ekki þeirrar með- ferðar sem völ er á í dag. Á undanförnum árum hafa opnast nýir möguleikar til greiningar beinþynningu og ekki síður varðandi forvörn og meðferð við bein- þynningu af völdum sykurstera. Sérgreinafélög í nokkrum löndum hafa gefið út leiðbeiningar um for- varnir og meðferð við sykursteratengdri beinþynn- ingu (9-11). í leiðbeiningum sem hér verða kynntar var stuðst við þessar erlendu leiðbeiningar, þær aðlagaðar ís- lenskum aðstæðum og endurskoðaðar í ljósi nýrrar vitneskju. Leiðbeiningarnar eru tillögur að forvörn Læknablaðið 2002/88 101
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.