Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2002, Side 19

Læknablaðið - 15.02.2002, Side 19
FRÆÐIGREINAR / BEINÞYNNING Beinþynning af völdum sykurstera Ráðleggingar um forvarnir og meðferð Flestir sem taka sykurstera í lengri tíma tapa umtalsverðri beinþéttni og það veldur aukinni hættu á beinbrotum. Beintap er háð lengd meðferðar og skammtastærð og er hlutfallslega hraðast fyrstu mánuði meðferðar. Auk þess hafa sykursterar neikvæð áhrif á innri uppbyggingu beina, þannig að hættan á beinbrotum er meiri en beinþéttni segir til um. Skilgreining Alþjóðaheilbrigðisniálastofnunarinnar (WHO) á beinþvnningu: Beingisnun (osteopenia): T-gildi -1,0 - -2,5 * Beinþynning (osteoporosis): T-gildi < -2,5 * Sykursteratcngd beinþynning: T-gildi < -1,5 * Við tiltekið T-gildi eru tvöfalt meiri líkur á beinbrotum hjá einstaklingum í langtíma sykursterameðferð en hjá þeim sem ekki hafa notað sykurstera. Ráðlagt er að meðhöndla einstaklinga í langtíma sykursterameðferð eins og um beinþynningu væri að ræða, ef beinþéttnistuðull (T-gildi) er lægri en -H,5. * T-gildi er staðalfrávik og miðast við hámarks beinþéttni ungra einstaklinga Ábcndingur fyrir beinþéttnimælingu • í upphafi meðferðar þar sem skammturinn verður > 7,5 mg prednisólón og áætluð meðferð > þrjá mánuði. • Sjúklingar sem þegar eru á sykursterum og hafa annan þekktan áhættuþátt eða sögu um beinþynningarbrot. • Endurteknar mælingar (eftir 1-3 ár eða jafnvel 1/2 til 1 ár) eru nauðsynlegar í völdum tilvikum. • Ef endurtekin beinþéttnimæling sýnir > 3% beintap á ári þarf að endurmeta meðferð. Beiiiþynning af völduin sykurstera - almenn ráð til allra seni nota sykurstera: Notið minnsta mögulegan skammt sykurstera í sem skemmstan tíma og íhugið staðbundna steragjöf (t.d. í liði eða innúðalyf). Tryggja inntöku D-vítamíns; 800 a.e. daglega (tvær fjölvítamíntöflur eða ein barnaskeið þorskalýsis eða ein teskeið ufsalýsis). Tryggja daglega inntöku kalks, t.d. með neyslu mjólkurafurða eða með kalktöflum (1000-1500 mg á sólarhring). Stunda reglulega líkamsþjálfun. Rétt líkamsbeiting. Forðast byltur. Forðast reykingar og neyta áfengis aðeins í hófi. Sértæk lyfjameðferð: Bisfosfónöt eru best rannsökuðu lyfin bæði sem meðferð og forvörn gegn sykursteraorsakaðri beinþynningu. Þau hafa jákvæð áhrif á beinþéttni og sýnt hefur verið fram á að þau draga úr nýgengi samfallsbrota í hrygg. Hormónameðferð (estrógen, testósterón). Östrógen meðferð kemur sterklega til greina sem fyrsta meðferð eða forvörn gegn beinþynningu hjá konum eftir tíðahvörf, er þurfa á lágum eða meðalstórum skömmtum af sykursterum að halda. A sama hátt kemur testósterón til greina hjá körlum sem fyrsta meðferð eða forvörn gegn beinþynningu í langtíma sykurstera- notkun, sérstaklega þegar um einkenni andrógenskorts er að ræða eða frítt testósteróngildi mælist lækkað í blóði. Raloxifen og tíbólón draga úr beinþynningarbrotum hjá konum eftir tíðahvörf. Hins vegar eru ekki til rannsóknir sem sýna fram á gagnsemi þeirra gegn beinþynningu af völdum sykurstera. Faraldsfræðilegar og stýrðar rannsóknir hafa sýnt að tíazíð auka beinþéttni og eru góður valkostur sem viðbótarmeðferð þegar einstaklingar eru á sykursterum eða þeir sem hafa beinþynningu eru með háþrýsting eða bjúgsöfnun sem þarf að meðhöndla. Kalsítónín dregur úr beintapi í hrygg samfara sykursteranotkun en áhrifin eru minni en bisfosfónata. Kalsítónín virðist ekki hafa áhrif á beinþéttni í mjöðm og dregur ekki úr nýgengi brota. Ábendingar fyrir bisfosfónat - sértœk lyfjameðferð: • Allir sem þurfa langtíma sykursterameðferð (7,5 mg eða meira af prednisólón á dag) eiga að njóta fullrar beinverndar, sbr. almenn ráð hér að framan og íhuga ætti sértæka lyfjameðferð. • Þeir sem þurfa háskammtameðferð (> 15 mg prednisólón á dag) þurfa einnig sértæka lyfjameðferð í upphafi sykurstera- meðferðar. • Sjúklingar sem þegar eru á langtímameðferð með sykursterum, en hafa mælst með beinþéttnistuðul (T-gildi) lægri en •7*1,5 samkvæmt DEXA-mælingu eða hafa sögu um beinþynningarbrot. Læknablaðið 2002/88 107

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.