Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2002, Qupperneq 19

Læknablaðið - 15.02.2002, Qupperneq 19
FRÆÐIGREINAR / BEINÞYNNING Beinþynning af völdum sykurstera Ráðleggingar um forvarnir og meðferð Flestir sem taka sykurstera í lengri tíma tapa umtalsverðri beinþéttni og það veldur aukinni hættu á beinbrotum. Beintap er háð lengd meðferðar og skammtastærð og er hlutfallslega hraðast fyrstu mánuði meðferðar. Auk þess hafa sykursterar neikvæð áhrif á innri uppbyggingu beina, þannig að hættan á beinbrotum er meiri en beinþéttni segir til um. Skilgreining Alþjóðaheilbrigðisniálastofnunarinnar (WHO) á beinþvnningu: Beingisnun (osteopenia): T-gildi -1,0 - -2,5 * Beinþynning (osteoporosis): T-gildi < -2,5 * Sykursteratcngd beinþynning: T-gildi < -1,5 * Við tiltekið T-gildi eru tvöfalt meiri líkur á beinbrotum hjá einstaklingum í langtíma sykursterameðferð en hjá þeim sem ekki hafa notað sykurstera. Ráðlagt er að meðhöndla einstaklinga í langtíma sykursterameðferð eins og um beinþynningu væri að ræða, ef beinþéttnistuðull (T-gildi) er lægri en -H,5. * T-gildi er staðalfrávik og miðast við hámarks beinþéttni ungra einstaklinga Ábcndingur fyrir beinþéttnimælingu • í upphafi meðferðar þar sem skammturinn verður > 7,5 mg prednisólón og áætluð meðferð > þrjá mánuði. • Sjúklingar sem þegar eru á sykursterum og hafa annan þekktan áhættuþátt eða sögu um beinþynningarbrot. • Endurteknar mælingar (eftir 1-3 ár eða jafnvel 1/2 til 1 ár) eru nauðsynlegar í völdum tilvikum. • Ef endurtekin beinþéttnimæling sýnir > 3% beintap á ári þarf að endurmeta meðferð. Beiiiþynning af völduin sykurstera - almenn ráð til allra seni nota sykurstera: Notið minnsta mögulegan skammt sykurstera í sem skemmstan tíma og íhugið staðbundna steragjöf (t.d. í liði eða innúðalyf). Tryggja inntöku D-vítamíns; 800 a.e. daglega (tvær fjölvítamíntöflur eða ein barnaskeið þorskalýsis eða ein teskeið ufsalýsis). Tryggja daglega inntöku kalks, t.d. með neyslu mjólkurafurða eða með kalktöflum (1000-1500 mg á sólarhring). Stunda reglulega líkamsþjálfun. Rétt líkamsbeiting. Forðast byltur. Forðast reykingar og neyta áfengis aðeins í hófi. Sértæk lyfjameðferð: Bisfosfónöt eru best rannsökuðu lyfin bæði sem meðferð og forvörn gegn sykursteraorsakaðri beinþynningu. Þau hafa jákvæð áhrif á beinþéttni og sýnt hefur verið fram á að þau draga úr nýgengi samfallsbrota í hrygg. Hormónameðferð (estrógen, testósterón). Östrógen meðferð kemur sterklega til greina sem fyrsta meðferð eða forvörn gegn beinþynningu hjá konum eftir tíðahvörf, er þurfa á lágum eða meðalstórum skömmtum af sykursterum að halda. A sama hátt kemur testósterón til greina hjá körlum sem fyrsta meðferð eða forvörn gegn beinþynningu í langtíma sykurstera- notkun, sérstaklega þegar um einkenni andrógenskorts er að ræða eða frítt testósteróngildi mælist lækkað í blóði. Raloxifen og tíbólón draga úr beinþynningarbrotum hjá konum eftir tíðahvörf. Hins vegar eru ekki til rannsóknir sem sýna fram á gagnsemi þeirra gegn beinþynningu af völdum sykurstera. Faraldsfræðilegar og stýrðar rannsóknir hafa sýnt að tíazíð auka beinþéttni og eru góður valkostur sem viðbótarmeðferð þegar einstaklingar eru á sykursterum eða þeir sem hafa beinþynningu eru með háþrýsting eða bjúgsöfnun sem þarf að meðhöndla. Kalsítónín dregur úr beintapi í hrygg samfara sykursteranotkun en áhrifin eru minni en bisfosfónata. Kalsítónín virðist ekki hafa áhrif á beinþéttni í mjöðm og dregur ekki úr nýgengi brota. Ábendingar fyrir bisfosfónat - sértœk lyfjameðferð: • Allir sem þurfa langtíma sykursterameðferð (7,5 mg eða meira af prednisólón á dag) eiga að njóta fullrar beinverndar, sbr. almenn ráð hér að framan og íhuga ætti sértæka lyfjameðferð. • Þeir sem þurfa háskammtameðferð (> 15 mg prednisólón á dag) þurfa einnig sértæka lyfjameðferð í upphafi sykurstera- meðferðar. • Sjúklingar sem þegar eru á langtímameðferð með sykursterum, en hafa mælst með beinþéttnistuðul (T-gildi) lægri en •7*1,5 samkvæmt DEXA-mælingu eða hafa sögu um beinþynningarbrot. Læknablaðið 2002/88 107
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.