Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2002, Qupperneq 25

Læknablaðið - 15.02.2002, Qupperneq 25
FRÆÐIGREINAR / KRABBAMEIN í ENDAÞARMI lega tíðni endurvakningar. Skýringuna er fyrst og fremst að finna í fyrirkomulagi á eftirliti eftir skurð- aðgerð sem gerir það að verkum að upplýsingar í sjúkraskrá spítalans eru ekki nægilega áreiðanlegar hvað varðar skráningu á endurvakningu. I sænskri rannsókn fengu 30% sjúklinga staðbundið endur- vakið krabbamein, eða 5-10% við krabbamein á stigi A, 25-40% á stigi B og 30-70% á stigi C (5). Á sér- deildum fyrir endaþarmskrabbamein hefur tekist að lækka þetta hlutfall í 5% með skurðaðgerð eingöngu (9-12). Lykillinn að bættum árangri er svokölluð TME-aðgerð (total mesorectal excision) kennd við breska skurðlækninn Heald (35). Fleiri skurðlæknar hafa lýst sambærilegum árangri en rannsóknirnar hafa verið gagnrýndar á þeim forsendum að um hag- stætt val á sjúklingum sé að ræða (4). Endaþarms- högg að hætti Heald hefur verið tekið upp kerfis- bundið í Svíþjóð á síðustu 10 árum, og á stærri há- skólasjúkrahúsum þar sem margir skurðlæknar koma við sögu hefur tekist að lækka tíðni endurvakins krabbameins þótt árangur sé langt frá því að vera jafn góður og á stórum sérdeildum (4). Síðustu áratugi hefur athyglin beinst að geisla- meðferð, bæði fyrir og eftir skurðgerð, til að lækka tíðni endurvakins sjúkdóms (8, 13-18). Geislameð- ferð fyrir skurðaðgerð er talin áhrifaríkari og er betur rannsökuð (36,37). í sænsku SRCT (Swedish Rectal Cancer Trial) rannsókninni tókst ekki aðeins að sýna fram á umtalsverða lækkun endurvakins sjúkdóms úr 27% í 11% með geislameðferð fyrir aðgerð, heldur jukust fimm ára lífshorfur einnig úr 48% í 58% (21% relative survival benefit) (8). Innan skamms er niður- staðna að vænta í stórri hollenskri rannsókn þar sem sjúklingarnir eru slembaðir í TME-endaþarmshögg með eða án geislameðferðar fyrir aðgerð og getur þessi rannsókn sennilega varpað betra ljósi á ábend- ingar geislameðferðar í þessum hópi sjúklinga (42). Átta sjúklingar fengu geislameðferð eftir skurð- aðgerð en aðeins einn fyrir skurðaðgerð. I dag er í auknum mæli farið að beita geislameðferð fyrir að- gerð á Landspítala. Fjórir sjúklingar fengu krabba- meinslyfjameðferð en þeir höfðu ólæknandi sjúk- dóm. Gera má ráð fyrir að krabbameinslyfjameðferð með 5-fluorouracil (Flurablastin, Pharmacia) og Leukovorin (Wyeth Lederle Nordiska) eigi eftir að ryðja sér rúms sem viðbótarmeðferð (adjuvant) hjá sjúklingum með endaþarmskrabbamein á stigi C, líkt og gert er í sívaxandi mæli fyrir ristilkrabbamein á stigi C. Hingað til hefur hins vegar ekki tekist að sýna nógu sannfærandi fram á bættar lífshorfur við slíka viðbótarmeðferð, sérstaklega fyrir endaþarms- krabbamein á stigi B (4,44). Fimm ára lífshorfur í rannsókn okkar voru 30%. Þetta eru sambærilegar lifunartölur og í eldri rann- sóknum erlendis og sambærilegar við Borgarspítala- rannsóknina (28%) (2, 24, 38-41). Stigun æxlanna er ennfremur sambærileg í þessum rannsóknum. Lífs- horfur eru þó ekki eins góðar og í nýrri rannsóknum eins og sænsku SRCT rannsókninni þar sem fimm ára lífshorfur voru 58% hjá þeim sem fengu geisla- meðferð fyrir skurðaðgerð sem langoftast var enda- þarmshögg að hætti Heald (8). Árangur skurðaðgerðanna verður þó að teljast góður. Skurðdauði var 0% eins og áður var getið og aðeins greindust tveir garnatengingarlekar í 17 fremri endaþarmshöggaðgerðum (12%) sem er við- unandi hlutfall (33). Sýkingar og blæðingar voru sömuleiðis fátíðar. Rannsóknir sýna ótvírætt að árangur er breytileg- ur eftir skurðlæknum og stofnunum (3,45,46). Þetta á sérstaklega við um skurðlækna og stofnanir sem framkvæma fáar aðgerðir. Skurðaðgerðum við enda- þarmskrabbameini hefur því víða verið komið á færri hendur, til dæmis í Svíþjóð og Hollandi, en í báðum þessum löndum eru lífshorfur sjúklinga með enda- þarmskrabbamein með því besta sem þekkist (48). Hér á landi hefur svipuð þróun átt sér stað undan- farin ár og aðgerðir vegna ristil- og endaþarms- krabbameina í höndum fárra skurðlækna og þrír ristilskurðlæknar sinna nú flestum tilfellum á land- inu. Til samanburðar má nefna að sjö skurðlæknar í þessari rannsókn framkvæmdu 41 aðgerð á 16 árum. Lokaorð Nýjar áherslur í skurð- og geislameðferð hafa gert það að verkum að árangur meðferðar endaþarms- krabbameina hefur stórbatnað á síðustu tveimur áratugum. Til þess að jafn góður árangur náist hér á landi og á sérdeildum erlendis er mikilvægt að halda áfram þeirri þróun sem þegar er hafin hérlendis í meðferð þessara sjúklinga. í þessu sambandi má nefna aukna sérhæfingu tiltölulega fárra skurðlækna í samvinnu við krabbameinslækna sem stýra geisla- meðferð þar sem sú meðferð á við. Hafin er framsýn skráning á öllum sjúklingum sem greinast með enda- þarmskrabbamein hér á landi en slík rannsókn er mikilvægt tæki til að kanna árangur meðferðar og sjá hvort við séum á réttri Ieið. Heimildir 1. Skýrsla 2000. Ársskýrsla Krabbameinsfélags íslands lögð fram á aðalfundi 6. maí 2000. Krabbameinsfélag íslands. Reykjavík, 2000. 2. Berge T, Ekelund G. Mellner C, Pihl B, Wenckert A. Carci- noma of the colon and rectum in a defined population. An epidemiological, clinical and postmortem investigation of colorectal carcinoma and coexisting benign polyps in Malmo, Sweden. Acta Chir Scand Suppl. 1973; 438:1-86. 3. Ruato FE, Marks G. Changing site distribution patterns of colorectal cancer at Thomas Jefferson University Hospital. Dis Col Rectum 1981; 24: 93. 4. Páhlman L, Glimelius B. Kombinerad strálning och kirurgi bást mot rectalcancer. Lákartidningen 1998; 95: 4216-20. 5. Páhlman L. Rectal carcinoma, an evaluation of the local recurrence rate, surgery for cure, staging and perioperative radiotherapy. Uppsala; Departments of surgery and oncology, 1985 (Thesis). 6. Schlichting E, Carlsen E. Introduction of a new surgical technique in rectal cancer. Tidsskr Nor Laegforen 1998; 118: 1846-9. Læknablaðið 2002/88 113
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.