Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2002, Qupperneq 29

Læknablaðið - 15.02.2002, Qupperneq 29
FRÆÐIGREINAR / ÁHRIF LÝSIS / ÍKOMUSTAÐUR SÝKINGAR Verndandi áhrif lýsisríks fæðis eftir sýkingar eru óháð íkomustað bakteríanna Valtýr Stefánsson Thors', Auður Þórisdóttir', Helga Erlendsdóttir2, Ingibjörg Harðardóttir', Ingólfur Einarsson’, Jón Reynir Sigurðsson3, Sigurður Guðmundsson3, Eggert Gunnarsson5, Ásgeir Haraldsson1,3 'Háskóli íslands, læknadeild, 2Sýklafræðideild Landspítala, ’Barnaspítali Hringsins, Landspítala Hringbraut, 4Landlæknisembættið, 'Rannsóknarstöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum. Fyrirspurnir: Ásgeir Haraldsson prófessor Bamaspítala Hringsins, Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími: 5601050; netfang: asgeir@landspitali.is Lykilorð: lýsi, io-3 fitusýrur, lungnabólga, tilraunadýr, Klebsiella pneumoniae. Ágrip Markmið: Lýsisríkt fæði hefur verndandi áhrif á til- raunadýr sem sýkt eru í vöðva með Klebsiella pneumoniae og hefur einnig áhrif í ýmsum sjúkdóm- um, þar á meðal sjálfnæmissjúkdómum. Ekki er ljóst á hvern hátt lýsið virkar þó líklegt sé að virknin teng- ist áhrifum lýsis á ónæmissvar dýranna við sýkingun- um og öðru áreiti. Rannsóknarhópurinn hefur áður birt niðurstöður sem sýna verndandi áhrif lýsisneyslu í sýkingum með Klebsiella pneumoniae þegar bakteríunni er sprautað í vöðva. Ef verndandi áhrif lýsis í sýkingum tengjast almennt ónæmissvari líkamans ættu þau að koma fram óháð íkomustað sýkingarinnar. í tilraunum okkar nú var því kannað hvort lýsið hefði sömu verndandi áhrif á tilraunadýr sem sýkt voru í lungu í stað vöðva eins og það gerði í fyrri tilraunum. Efniviður og aðferðir: Sextíu NMRI mýs voru aldar í sex vikur á fæði bættu með lýsi (30 mýs) eða fæði bættu með kornolíu (30 mýs). Eftir það voru mýsnar sýktar í lungu með Klebsiella pneumoniae og fylgst með lifun. Tilraunin var síðan endurtekin á ná- kvæmlega sama hátt. Niðurstöðurnar voru bornar saman við fyrri tilraunir hópsins þar sem sýkt var í læri. Niðurstöður: Lifun músa sem fengið höfðu lýsis- bætt fæði var marktækt betri í báðum tilraununum samanborið við mýs sem aldar voru á kornolíubættu fæði (p=0,0001 og p=0,0013). Niðurstöðurnar eru sambærilegar fyrri niðurstöðum þegar sýkt var í vöðva. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til að jákvæð áhrif lýsisneyslu komi fram óháð íkomustað bakterí- anna. Niðurstöðurnar eru því í samræmi við þá kenningu að lýsisneyslan hafi áhrif á ónæmissvar líkamans fremur en afmarkaða staðbundna þætti. Inngangur Lýsisríkt fæði hefur vemdandi áhrif á tilraunadýr sem sýkt eru í vöðva með Klebsiella pneumoniae (1- 3). Lýsisrikt fæði hefur einnig áhrif í mörgum sjúk- dómum, þar á meðal sjálfnæmissjúkdómum (4-8). Ekki er að fullu ljóst á hvern hátt lýsið virkar í þess- um tilvikum. Líklegt er þó talið að virknin tengist áhrifum lýsis á ónæmissvar dýranna við sýkingunum og öðru áreiti. Rannsóknarhópurinn hefur birt niðurstöður sem sýna að lýsi hefur verndandi áhrif í sýkingum með Klebsiella pneumoniae þegar bakteríunni er sprautað ENBLISH SUMMARY Thors VS, Þórisdóttir A, Erlendsdóttir H, Harðardóttir I, Einarsson I, Sigurðsson JR, Guðmundsson S, Gunnarsson E, Haraldsson Á Beneficial effect of dietary fish-oil is independent of the infection site Læknablaðið 2002; 88: 117-9 Objective: Fish-oil enriched diet has a protective effect on experimental animals infected intramuscularly with Klebsiella pneumoniae. It also has beneficial effect in several other diseases, including autoimmune disorders. The pathophysiological effects of dietary fish-oil have still not been revealed although it is expected to influence the immune response. We have previously shown that dietary fish-oil has beneficial effect in mice infected intramuscularly with Klebsiella pneumoniae. If the beneficial effect of dietary fish-oil is due to influence on the immune response it should be independent of the infection site. We therefore investigated whether dietary fish-oil has beneficial effect in intrapulmonary infection with Klebsiella pneumoniae as it has on intramuscular infection with the same bacteria. Materials and methods: Sixty NMRI mice were fed diets enriched with fish-oil (30 mice) or corn-oil (30 mice) for six weeks. The mice were then infected in the lungs with Klebsiella pneumoniae and the survival was monitored. The experiment was performed twice. The results were compared to our earlier results with intramuscular infections. Results: The survival of the mice fed the fish-oil enriched diet and infected in the lungs with Klebsiella pneumoniae was significantly better compared to the survival of mice fed the corn-oil enriched diet in both experiments (p=0.0001 and p=0.0013). These results are similarto our earlier findings when the mice were infected intramuscularly. Conclusions: These results indicate that the beneficial effect of dietary fish-oil on infection is independent of the site of infection. These results are in accordance with the hypothesis that dietary fish-oil influences the immune response. Key words: fish-oil, omega-3 fatty acids, experimental penumonia, animal study, Klebsiella pneumoniae. Correspondence: Ásgeir Haraldsson. E-mail: asgeir@landspitali.is í vöðva (1). Sambærilegum niðurstöðum hefur verið lýst af öðrum (2, 9-11) þó ekki séu niðurstöður allra slíkra rannsókna á einn veg (12,13). Við höfum fært rök fyrir þeirri hugmynd að lýsisríkt fæði virki vægt Læknablaðið 2002/88 117
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.