Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2002, Síða 44

Læknablaðið - 15.02.2002, Síða 44
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BREYTINGAR í LÆKNADEILD Læknadeild Háskóla íslands: Numerus Clausus lagður níður - Nýtt inntökupróf verður tekið upp í vor Á SÍÐASTLIÐNU ÁRI VAR ÁKVEÐIÐ AÐ BREYTA REGLUM um inntöku nýnema í læknadeild Háskóla íslands og taka upp inntökupróf að sumri í stað þess að beita Numerus Clausus á miðju fyrsta ári námsins eins og verið hefur. Petta hefur vakið upp ýmis viðbrögð og mótmæli hjá ákveðnum hópi stúdenta en deildin ætl- ar að halda sínu striki og halda fyrsta inntökuprófið að áliðnum júnímánuði næstkomandi. Að sögn Stefáns B. Sigurðssonar prófessors í líf- eðlisfræði og formanns kennsluráðs hefur aðferðin sem kennd er við Numerus Clausus alltaf verið unt- deild. Hún hefur meðal annars verið gagnrýnd á þeim forsendum að þeir sem ráða ferðinni í lækna- deild eigi ekki að hafa vald til þess að ákveða hversu margir læri til læknis. „Aðalástæðan fyrir þessurn fjöldatakmörkunum hefur alltaf verið sú að það er ekki hægt að bjóða nema takmörkuðum fjölda læknanema upp á viðun- andi kennslu,“ sagði Stefán í viðtali við Læknablaðið. Lengi vel voru 36 nemar teknir inn á hverju ári en fyrir nokkrum árum var hægt að fjölga þeim í 40. „Með breytingum á starfsemi sjúkrahúsanna hefur aðstaðan batnað enn frekar og stjórn deildarinnar Úr reglugerð um inntökupróf Einhvers misskilnings virðist gæta urn þær reglur sem læknadeild hefur sam- þykkt um inntökupróf í deildina. Hér birtist hluti 5. greinar þar sem kveðið er á um viðmiðun sent notuð verður í prófinu á sumri komanda (feitletruðu áfangarnir eru þeir sem stuðst verður við í vor, hinir bætast við síðar); í fyrsta sinn (árið 2002) verður cinkum miðuð við þau náinskcið scni cru í kjörnuni mála-, náttúrufræði- og fclagsniálabrauta. Áherslur einstakra greina úr ráðlögðum undirbúningsnámskeiðum geta síðar orðið mismunandi frá einu ári til annars. Þeir áfangar sem lagðir eru til grundvallar fyrir prófið eru eftirfarandi: 1. Eðlisfræði, EÐL 103, 203, 303 2. Efnafræði, EFN 103, 203, 303, 313 3. Enska, ENS 103, 203,303,403 4. Félagsfræði, FÉL 103,203 5. íslenska, ÍSL 102,202, 212, 303,403,503 6. Náttúruvísindi, NÁT 103,113,123, LÍF 103 7. Saga, SAG 103,203 8. Stærðfræði, STÆ 103,203,303, 403, 503 9. Tölfræði, STÆ 313, 413 10. Tölvufræði, TÖL 103,113, 203 11. Sálarfræði, SÁL 103, 203 hefur þrýst á að fá að fjölga nemurn upp í 48. Þetta hefur verið samþykkt og er til umfjöllunar í Háskóla- ráði og ráðuneytinu," sagði Stefán. Verði þessu vel tekið fá 48 nemar inngöngu í deildina næsta haust og rætt er um að fjölga þeim enn meira á næstu árum. „Meðal þess sem þrýstir á fjölgun nemenda er breytingin sem orðið hefur á kynjasamsetningu lækna- nema. Konum hefur fjölgað verulega og eru nú um helmingur nemenda og í sumum árgöngum talsvert fleiri en karlar. Margir segja að þetta kalli á fleiri lækna nteðal annars vegna þess að konur sætti sig ekki við hinn langa vinnutíma sem læknar hafa unnið.“ Miðað við námskrá framhaldsskóla Stefán segir ýmsar ástæður fyrir því að Numerus Clausus hafi gengið sér til húðar. Námsefnið sem notað er þar hefur verið óbreytt lengi og er það af- markað að erfitt er að finna stöðugt nýjar spurningar úr því til að prófa nemendur. Þegar deildinni var svo gert að birta eldri próf á netinu fyrir tveimur árum hafi þetta orðið enn erfiðara. „Einnig hefur það sætt vaxandi gagnrýni að hafa prófið á miðjum vetri. Þeir sem ekki fá inngöngu eiga þá erfitt með að skipta um fag og hjá flestum er árið því ónýtt. Margir reyna aftur og aftur eins og sést á því að nýstúdentar eru yfirleitt ekki nema urn það bil þriðjungur þeirra sem fá inngöngu. Hinir eru að reyna í annað, þriðja eða allt upp í sjöunda sinn og því má segja að fyrir þá sé búið að lengja læknanámið um tvö til þrjú ár. Þetta er líka rnjög vafasamt í ljósi þess mikla andlega álags sem nemendur eru undir í prófunum samfara því að margir góðir námsmenn fá ekki inn- göngu þrátt fyrir gífurlega vinnu og að þeir nái prýðisárangri. Nú um áramótin var síðasti maður inn með 8,24 í meðaleinkunn. Við höfum verið spurðir af hverju ekki sé valið inn eftir einkunnum á stúdentsprófi. Við höfum svarað með því að benda á þann mikla mun sem er á milli framhaldsskóla og hversu breytilegt námsefni er að baki hverjum áfanga stúdentsprófsins. Nú er hins vegar búið að setja framhaldsskólunum nýja nám- skrá sem verður komin til framkvæmda að fullu árið 2004. Þar verða námsáfangarnir samræmdir og þar af leiðandi sambærilegir. Við ákváðum því að taka upp inntökupróf sem tekur við nýstúdentum og raðar þeim. Prófið grund- vallast að sjö tíundu á því sem kennt hefur verið í framhaldsskólunum síðustu ár þó án þess að beinlín- 132 Læknablaðið 2002/88
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.