Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2002, Side 48

Læknablaðið - 15.02.2002, Side 48
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÁRSHÁTÍÐ L R Fjömennasta árshátíð LR trá upphafi ÁRSHÁTÍÐ LÆKNAFÉLAGS REYKJAVÍKUR VAR HALDIN laugardaginn 19. janúar á Broadway-Hótel Island í lok Læknadaga. Þátltaka var mjög góð og komu 645 gestir en það er besta þátttaka á árshátíð í sögu fé- lagsins. Hátíðin hófst með því að Ólafur Þór Ævars- son formaður Læknafélags Reykjavíkur bauð gesti velkomna. Þá söng heimilislæknakórinn lagið „You don't own me“ og tileinkaði það Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra sem var heiðursgestur ásamt frú Margréti Einarsdóttur. Jóhannes Kristjánsson eftir- herma og grínisti fór á kostum og Sigrún Hjálmtýs- dóttir og Ólafur Kjartan Sigurðarson sungu sig inn í hjörtu viðstaddra. Ánægjulegt var hve margir ung- læknar tóku þátt í hátíðinni. Einnig komu margir læknar af eldri kynslóðinni sem ekki höfðu verið á árshátíð LR í mörg ár. Þeir elstu héldu upp á 50 ára útskriftarafmæli sitt. Margir læknar af landsbyggð- inni voru mættir og vitað er að nokkrir læknar komu erlendis frá til að hitta gamla vini og skólafélaga. Sú ánægjulega hefð að út- skriftarárgangar lækna hittist á árshá- tíð LR er nú aftur að festast í sessi. Höfðu margir orð á því að það væri góður endir á Læknadögum, eftir að hafa hlýtt á fagleg fræðsluerindi og vandaða umræðu uni læknisfræðileg málefni, að endurnýja gamlan vinskap og mynda ný tengsl. Árshátíðin var hin glæsilegasta í alla staði og læknum til sóma. Við birtum hér nokkrar myndir sem Jón Svavarsson tók á hátíðinni. Elínborg Bárðardótlir var veislustjóri. Unglœkttar vortt áberandi ntargir á árshátíðinni. Ólafur Pór Ævarsson formaður LR setur ársitátiðina. Maturinn þótti ekki slœmur. Á myndinni hér til vinstri sést háborðið þar sem stjórn LR sat með gestum sinum, frá vinstri: Margrét Georgsdóttir, Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra, Sigríður Snœbjörns- dóttir eiginkona Sigurðar Guðmundssonar landlœknis, hann sjálfur, Margrél Einarsdóttir eiginkona ráðherra, Ólafur Pór Ævarsson formaður LR og eiginkona Itans, Marta Lárusdóttir. k 136 Læknablaðið 2002/88

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.