Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2002, Side 58

Læknablaðið - 15.02.2002, Side 58
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÁ LÆKNADÖGUM Þrúgur reiðinnar Katrín Fjeldsted Höfundur er læknir og alþing- ismaður. Greinin er að stofni til erindi sem höfundur flutti á Læknadögum í janúar 2002. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Nafn pessarar greinar, þrúgur reiðinnar, er bókmenntaleg skírskotun. Ég ætla að fjalla um reið- ina í samskiptum fólks, ekki sízt reiði sem komið get- ur upp í samskiptum læknis og sjúklings, og minnast á mikilvægi bókmennta fyrir önnum kafna lækna. Til er margs konar reiði og hægt að flokka hana eftir magni og gæðum: Nefna mætti réttláta reiði og óréttláta reiði, heilaga reiði, óstjórnlega reiði, gagn- lega reiði, reiði sem skapgerðareinkenni, og svo reiði sem stafar af erfiðum kringumstæðum í einkalífi, vinnu eða þjóðfélagsaðstæðum. Bandaríski rithöfundurinn John Steinbeck skrifaði frægustu bók sína Prúgur reiðinnar (The Grapes of Wrath) árið 1939 og fékk Nóbelsverðlaunin 1962. Bókin kom út í íslenzkri þýðingu Stefáns Bjarman árið 1943 (1). Nafn hennar mun vera fengið úr biblíunni, nánar tiltekið úr Opinberunarbókinni en það tengist einnig þekktu bandarísku kvæði, Baráttusöng lýðveld- isins (The Battle Song of the Republic), en þar segir: Mine eyes have seen the glory and the coming ofthe Lord, He is trampling out the vintage where the grapes of wrath are stored; He hath loosed thefateful lightning ofHis terrible swift sword; His truth is marching on. (í lauslegri þýðingu: Augu mín hafa litið dýrðina og komu Drottins, hann er að troða á uppskerunni sem varðveitt var afþrúgum reiðinnar; hann hefur leyst úr lœðingi örlagaþrungið Ijósleiftur síns snögga sverðs, sannleikur hans mun lifa.) Baksvið bókarinnar er kreppan í Bandaríkjunum á fyrri hluta 20. aldar þegar heil bændasamfélög flosnuðu upp, ótal fjölskyldur brugðu búi og lögðu upp í óvissuför til fyrirheitna landsins í vestri, Kali- forníu. Höfundur bregður upp mynd af kúgun og hatri, mannlegri eymd og reiði, hugrekki og ást í skrautlegu mannlífi þess tíma. Lífskjör fólksins urðu frjór jarðvegur fyrir þrúgur reiðinnar: Fólkið kom út úr húsunum og fann hið heita, ramma loft, og tók óðar fyrir vitin. Og börnin komu út úr hús- unum, en þau hlupu ekki um né hrópuðu, eins og þau voru vön að gera eftir regn. Mennirnir stóðu úti við girðingarnar og horfðu á hinn eyðilagða maís, sem visnaði óðfluga: það grisjaði rétt á einstaka stað í græna bletti gegnum rykskánina. Mennirnir voru þögl- ir og þeir hreyfðu sig varla. Og konurnar komu út úr húsunum til að standa við hlið manna sinna - til að vita hvort þeir létu ekki hugfallast. Börnin stóðu skammt frá og teiknuðu myndir í rykið með berum tánum, og þau beittu allri skerpu til að skynja, hvort pabbi og mamma mundu gefast upp. Og börnin gutu augunum til pabba og mömmu og páruðu í rykið með tánum. Hestarnir komu heim að vatnsrennunni og snudduðu með flipunum í vatnið til að hreinsa ryklagið af vatns- fletinum. Eftir dálítinn tíma hvarf hið dáleiðslukennda ráðleysi af andlitum mannanna, og þeir urðu harðir, reiðir og þrjóskir á svip. Þá vissu konurnar að þeim var borgið og þeir mundu ekki láta hugfallast. (Bls. 11.) Segja má að hér sé komin lýsing á gagnlegri reiði sem stuðlar að því að fólk lifi af við erfiðar aðstæður. Að umgangast fólk Frásögn af búferlaflutningum til fyrirheitins lands lætur hugann hvarfla til þeirra íslendinga sem fluttu vestur um haf á sínum tíma og hefur þeim verið lýst á litrikan hátt í bókum Böðvars Guðmundssonar, Híbýli vindanna og Lífsins tré (2, 3). Reiði sjúklingurinn og reiði læknirinn eru við- fangsefni mitt í þessari grein. Sjálf hef ég alla tíð haft tilhneigingu til að koma mér hjá aðstæðum þar sem reiði er ríkjandi og hef þurft að taka á því í lífi og starfi eins og gengur. Helzt vil ég umgangast fólk sem getur stillt skap sitt og rætt mál af skynsemi og í jafn- vægi. Það er því broslegt að hafa valið sér læknisfræði og stjórnmál að viðfangsefni! Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur. Sem heimilislæknir er ekki hægt að velja sér við- mælendur þar sem sjúklingar velja sér lækni. Þess vegna verður maður að læra að umgangast fólk, sjálfs sín og annarra vegna. Mennirnir eru eins misjafnir og þeir eru margir. Miklu skiptir að sjúklingur geti skipt um lækni komi þeim ekki saman en jafnframt að lækni sé gert kleift að segja upp sjúklingi. Bezt er þó að geta tekið á málum þannig að til þess þurfi ekki að koma en víða á landinu þar sem ekki er hægt að velja milli lækna hefur enginn neitt val. Ekki heldur lækn- irinn. Allir kannast við sjúklinga sem koma sér út úr húsi hjá hverjum lækninum á fætur öðrunt án þess að einn viti af öðrum og nokkurn tímann sé tekið á vandanum. 146 Læknablaðið 2002/88

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.