Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 13
FRÆÐIGREINAR / EITILÆXL I BRISI Eitilfrumuæxli í briskirtli sem orsök stíflugulu Sjúkratilfelli Ingi Þór Hauksson' Tómas Guðbjartsson1'2 Jón Hrafnkelsson3 Friðbjörn Sigurðsson3 Jónas Magnússon14 'Handlækningadeild Landspítala Hringbraut, ^skurðdeild Brigham Harvard sjúkrahússins í Boston, ’krabbameinslækningadeild Landspítala Hringbraut, 4læknadeild Háskóla íslands. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Ingi Þór Hauksson, handlækningadeild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík, ingithor@li.is og Tómas Guðbjartsson, tomas- gudbjartsson@hotmail.com Lykilorð: Eitilfrumuœxli í bris- kirtli, stíflugula, ERCP, PTC. Ágrip Eitilfrumukrabbamein (lymphoma) upprunnið í briskirtli er afar sjaldgæft krabbamein. Líkt og kirtil- krabbamein í briskirtilhöfði getur það orsakað stíflu- gulu og kviðverki. Horfur eitilfrumuæxlanna eru hins vegar miklu betri þar sem þau svara yfirleitt vel með- ferð með frumudrepandi lyfjum og geislun. Lýst er fyrsta tilfellinu sem greinst hefur hér á landi. Tilfellið sýnir hversu mikilvægt er að fá gott vefsýni fyrir rétta greiningu. Sjúkratilfelli 71 árs gamall karlmaður var lagður inn á handlækn- ingadeild Landspítala í júlí 1999 vegna mánaðar langrar sögu unt gulu og versnandi kviðverki. Hann var hraustur áður en hafði haft háþrýsting og vægt hækkaða blóðfitu. Þremur mánuðum fyrir innlögn var hann á ferða- lagi á Spáni og veiktist þá af niðurgangi sem rakinn var til matareitrunar og veikindin gengu yfir með vökvameðferð. Hann leitaði einnig til læknis tveimur vikum fyrir innlögn vegna takverks, hita og kvið- verkja. Vegna gruns um lungnabólgu var hafin breið- virk sýklalyfjameðferð. Viku síðar voru kviðverkir orðnir meira áberandi auk þess sem ógleði gerði vart við sig. Matarlyst hélst þó góð og þyngd var óbreytt. Um svipað leyti tók eiginkona hans eftir gulum húðlit og gulum augnhvít- um. Síðar gerðu rauðleit útbrot á bol og útlimum vart við sig sem fylgdi mikill kláði. Hægðir urðu jafnframt áberandi ljósar og fljótandi og þvag dökkleitt. A bráðamóttöku sýndi skoðun hraustlegan mann í eðlilegum holdum sem ekki var illa haldinn af verkj- um eða meðtekinn. Lífsmörk voru eðlileg en hiti 37,9°C. Húð og augnhvítur voru áberandi gular og dreifð eymsli um ofanverðan kvið án teikna um líf- himnubólgu eða líffærastækkanir. Blóðrannsóknir við komu sýndu eðlilegan blóð- hag og deilitalningu en C-reaktívt prótein (CRP) var vægt hækkað (30). Lifrarpróf sýndu hækkun sem samrýndist stíflugulu auk þess sem bæði amylasi og lípasi voru verulega hækkaðir. Maðurinn var lagður inn til frekari rannsókna. Vinnugreining var briskirtilbólga í kjölfar gallganga- stíflu af völdum gallsteina. Gerð var ómskoðun af gallvegum og briskirtli. Ekki var hægt að sjá gall- steina en gallvegir reyndust áberandi víðir í lifur (mesta vídd 1,4 cm) og þétt fyrirferð sást í briskirtils- ENGLISH SUMMARY Hauksson IÞ, Guöbjartsson T, Hrafnkelsson J, Sigurðsson F, Magnússon J Primary pancreatic lymphoma causing obstructive jaundice in a 71 year old man. A case report and review of the literature. Læknablaöiö 2002; 88: 189-92 Primary lymphoma of the pancreas is a very rare disease. They are difficult to diagnose and have good prognosis, due to their sensitivity to chemotherapy and radiation. As compared to the more common pancreatic adenocarci- nomas which usually have bad prognosis. Histological diagnosis relies on good biopsy. We report a case of primary pancreatic non-Hodgkin's lymphoma diagnosed in a 71 year old icteric man. Chemotherapy and radiation therapy was started after relieving the jaundice with a PTC-introduced stent through the pancreatic part of the choledochus. This is the first reported case of pancreatic lymphoma in lceland. Key words: pancreatic lymphoma, obstructive jaundice, ERCP, PTC. Correspondance: Ingi Þór Hauksson, ingithor@li.is and Tómas Guðbjartsson, tomasgudbjartsson@hotmail.com höfði. Við sneiðmyndir af efri hluta kviðarhols kom í Ijós 7,4 x 9,3 cm æxli í brishöfði með vöxt umhverfis a. mesenterica superior og þrýsti æxlið á skeifugörn (myndir 1 og 2). Ekki sáust aðrar líffæra- eða eitil- stækkanir né teikn um meinvörp í kviðarholi. Fyrirhugað var að gera skeifugarnarspeglun til að meta orsök og staðsetja stfflu og létta um leið á gul- unni með því að koma á rennsli milli gallgangs og skeifugarnar með stoðlegg (stent) upp í gallgang (endoscopic retrograde choledochography (ERC)). Vegna þrengingar í öðrum hluta skeifugarnar reynd- ist ekki unnt að komast að gallgangaopinu en í stað- inn voru tekin sýni gegnum skeifugarnarvegginn við fyrirferðina. Smásjárskoðun sýndi að ekki var um kirtilfrumu- krabbamein að ræða heldur eitilfrumuæxli af Non- Hodgkin (NHL) af stórfrumugerð og dreift vaxandi. Yfirborðslægar eitlastækkanir þreifuðust ekki. Stigun sjúkdómsins með sneiðmyndatöku af brjóst- holssvæði og kviðarholi sýndi ekki frekari meinsemd- ir. Beinmergur (aspirat) reyndist eðlilegur ef frá er Læknablaðið 2002/88 189
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.