Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 73

Læknablaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 73
UMRÆÐA & FRETTIR / FARALDSFRÆÐI 16 Faraldsfræði í dag Rangflokkun María Heimisdóttir mariah@decode.is í ÖLLUM FARALDSFRÆÐILEGUM RANNSÓKNUM ER EIN- hver hætta á að upplýsingar um áreiti eða útkomu séu rangar. Slíkar villur geta orðið til við upphaflega mælingu eða söfnun gagna, við tölvufærslu upplýs- inga eða við meðhöndlun þeirra síðar. Villurnar geta haft áhrif á flokkun þátttakenda með tilliti til áreitis eða úlkomu þannig að einstaklingur sem í raun til- heyrir tilteknum hópi er flokkaður með öðrum ólík- um hópi. Slíkt er kallað rangflokkun (misclassifica- tion). Telja verður nær ógerlegt að útrýma algerlega villum í gagnasöfnun eða -meðferð og er því senni- lega í flestum rannsóknum um einhverja rangflokkun að ræða. Ef hún er aðeins til staðar í litlum mæli hef- ur hún mjög takmörkuð áhrif á niðurstöðurnar en ef um verulega rangflokkun er að ræða getur hún haft afgerandi áhrif og jafnvel snúið við niðurstöðum rannsóknarinnar. Talað er um kerfisbundna rangflokkun ef hlutfall einstaklinga sem eru rangflokkaðir er mismunandi í hópunum sem bera á saman. Pannig er um kerfis- bundna rangflokkun að ræða ef flokkun sjúklinga með tilliti til áreitis er háð því hvort sjúkdómur er til staðar eða ef flokkun á sjúkdómsástandi (það er flokkun þátttakenda í sjúkdóms- eða samanburðar- tilfelli) er háð áreitinu. Til dæmis verður kerfisbundin misflokkun til ef meiri líkur eru á að tilteknar fæðu- venjur séu flokkaðar sem ofneysla meðal of þungra einstaklinga en meðal þeirra sem hafa kjörþyngd. Kerfisbundin rangflokkun leiðir almennt til kerfis- bundinnar skekkju (bias) en umfang hennar og eðli fer eftir aðstæðum hverju sinni. Oft er mjög erfitt að átta sig á áhrifum kerfisbundinnar rangflokkunar á niðurstöðu rannsóknar, til dæmis hlutfallslega áhættu. Þetta stafar af því að kerfisbundin rangflokk- un hinna ýmsu þátta getur haft mismunandi, jafnvel algerlega gagnstæð, áhrif á það sem verið er að mæla eða meta í rannsókninni. Samofin áhrif margra rang- flokkaðra þátta geta leitt til brenglaðrar niðurstöðu en geta líka vegið hvern annan upp þannig að loka- niðurstaðan verði nokkum veginn sú sama og ef rangflokkun hefði ekki verið til staðar. Slembin rangflokkun (random misclassification) er hins vegar til staðar ef hlutfall einstaklinga sem eru rangflokkaðir er hið sama í hópunum sem bera á saman. Slembin rangflokkun vísar þannig til þess að villur í flokkun einstaklinga með tilliti til annars áss rannsóknar (til dæmis áreitis) eru óháðar flokkun með tilliti til hins ássins (til dæmis sjúkdóms). Oftast leiðir slík rangflokkun einfaldlega til „útþynningar“ á hinu raunverulega sambandi áreitis og útkomu þannig að það sýnist veikara en það er í raun og veru. Þannig getur slembin rangflokkun til dæmis á áhættuþætti leitt til þess að reiknuð hlutfallsleg áhætta er lægri en ella. Því hefur verið fleygt að slembin rangflokkun sé aldrei eins alvarleg og kerfisbundin systir hennar, þar sem sú slembna þynnir niðurstöðurnar út eða veikir þær (lækkar til dæmis hlutfallslega áhættu) en sú kerfisbundna getur breytt niðurstöðunum í hvora átt- ina sem er. Það er vissulega rétt að niðurstöður sem hafa orðið fyrir áhrifum af slembinni rangflokkun mega teljast varlega áætlaðar en sá böggull fylgir skammrifi að slík rangflokkun getur beinlínis falið áhugaverð en tölulega smá tengsl milli áreitis og út- komu og haft þannig veruleg áhrif á túlkun og notk- un niðurstaðna og frekari rannsóknir. Segjum sem svo að „sönn“ hlutfallsleg áhætta af tilteknum þætti sé 1,4, það er að einstaklingar sem hafa þennan áhættuþátt séu 40% líklegri til að fá sjúkdóminn en þeir sem ekki hafa áhættuþáttinn. Ef slembin rang- flokkun verður til þess að helminga metna áhættu (í 1,2) og draga úr tölfræðilegum stöðugleika er ekki ólíklegt að litið verði fram hjá þessari niðurstöðu og henni ekki frekari gaumur gefinn, hvorki til forvarna né frekari rannsókna. Vegna þessa er sjálfsagt að hafa slembna rangflokkun alltaf í huga þegar rann- sóknarniðurstöður benda til veiks eða einskis sam- bands milli áreitis og útkomu. Eins og áður sagði getur rangflokkun orðið til við söfnun gagna og meðhöndlun. Mestar líkur eru á kerfisbundinni rangflokkun þegar söfnun og flokkun gagna getur á einhvern hátt litast af upplifun eða reynslu þátttakenda af áreitinu eða útkomunni. í samanburðarrannsóknum á sjúklingum (case-control studies) er þannig ákveðin hætta á að það hvort ein- staklingur hefur sjúkdóminn eða ekki hafi áhrif á hve nákvæmlega hann man eftir áreitinu eða hve ná- kvæmlega hann skýrir frá því. Mun minni hætta er á kerfisbundinni rangflokkun ef upplýsingar um áreit- ið eru fengnar úr skrám eða skýrslum sem haldnar voru áður en útkoman eða sjúkdómurinn kom í ljós. Vissulega geta slík gögn verið ófullkomin og inni- haldið rangfærslur en mestar líkur eru á að slíkir gall- ar séu með slembnum hætti. L Læknablaðið 2002/88 249
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.