Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 68

Læknablaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 68
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAMEINING SJÚKRAHÚSDEILDA bráðamóttaka er þess eðlis að aðsókn og vinnuálag er afar sveiflukennt en markmiðið með breytingunum er að reyna að jafna þessar sveiflur út og dreifa álaginu jafnar á daga vikunnar. Slysadeildir eru stuðpúði Mikilvægi þessa hluta sjúkrahússins vefst kannski ekki fyrir neinum en um bráðadeildirnar tvær fóru um 70.000 manns í fyrra, þar af 54.000 í Fossvogi. Þá eru aðeins taldir með þeir sem þurftu á þjónustu að halda en ekki aðstandendur eða aðrir fylgdarmenn. Þessi fjöldi skiptist þannig að um 40.000 komu vegna slysa en um 30.000 vegna veikinda. Sama þróun er í gangi hér á landi og í nágranna- löndum okkar að fjöldi þeirra sem slasast helst lítið breyttur en hlutfall veikra hækkar. Mesta fjölgunin er hjá mikið veiku fólki og öldruðu sem endurspeglar breytingar sem eru að verða á samsetningu þjóðar- innar. Að sögn starfsmanna er sú mynd sem blasir við í nágrannalöndum okkar af yfirfullum slysamóttök- um að verða að veruleika hér á landi. Við þessu er lítið hægt að gera þar sem aðrar úrlausnir eru annað- hvort ekki til eða fullnýttar. Slysadeildir eru eins og stuðpúði milli heilbrigðis- kerfisins og þjóðfélagsins og þær líða fyrir skort á aðstöðu fyrir þá sem eru of veikir til þess að fara heim en ekki nógu veikir til þess að leggjast inn á sjúkra- hús. Sjúkrahótel myndi leysa þennan vanda að veru- legu leyti en þau þyrftu þá að vera sem næst bráða- deildinni, helst þannig að innangengt sé á milli. En á meðan þetta ástand varir virðist lausnin vera sú að leggja æ meiri byrðar á fjölskylduna sem þarf að sinna veikara fólki en áður. Þegar blaðamaður hitti stjórnendur deildarinnar að máli bárust byggingaráætlanir sjúkrahússins að sjálfsögðu í tal. Greinilegt var að deildin býr sig undir að bíða lengi eftir nýju húsnæði, 10 eða jafnvel 20 ár. í því sambandi benda þau á að núverandi húsnæði Slysadeildar í Fossvogi hafi verið reist til bráða- birgða. Síðan er liðið 21 ár og engin teikn á lofti um að deildin sé á förum úr því í bráð. -ÞH Um miðjan marsmánuð hefst á Akureyri fyrsta námskeiðið í nýrri námskeiðaröð sem endurmennt- unardeild Háskólans á Akureyri heldur fyrir heil- brigðisstarfsfólk á landsbyggðinni í samvinnu við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og heilbrigðisdeild háskólans. Námskeiðið stendur frá morgni föstudags- ins 15. mars og fram að hádegi daginn eftir og fjallar um myndgreiningu. Að sögn Þorvaldar Ingvarssonar læknis er þetta samstarf sprottið upp úr umræðum sem orðið hafa um dreifbýlislækningar á undanförnum árum. Með tilkomu fjarfundabúnaðar sem nefndur er Byggðabrúin hefur allri fræðslu sem fram fer á FSA verið varpað út um landsbyggðina og geta læknar víða um land fylgst með henni. I framhaldi af þessu vaknaði hugmynd um að halda námskeið fyrir lækna og annað starfsfólk í heilbrigðisþjón- ustu dreifbýlisins. Eins og áður segir verður fjallað um mynd- greiningu á fyrsta námskeiðinu. Þar verður farið yfir ýmis tækniatriði, bæði á sviði myndatöku, framköllun og eftirvinnslu mynda og einnig lækn- isfræðilega þætti, svo sem túlkun mynda og mögu- leika í fjargreiningu röntgenmynda. A næsta nám- skeiði sem haldið verður 19. og 20. apríl verður fjallað um bráðalækningar barna. Farið verður yfir atriði á borð við andnauð, lost, áverka, bráða smit- sjúkdóma og endurlífgun svo fátt eitt sé nefnt. Haldnir verða fyrirlestrar, rætt um sjúkratilfelli og haldnar verklegar æfingar. Fyrirlesarar koma flest- ir frá FSA, Halldór Benediktsson yfirlæknir hefur umsjón með fyrra námskeiðinu en Björn Gunn- arsson barnalæknir með því síðarnefnda. Þorvaldur segir að ætlunin sé að halda tvö nám- skeið á hverju misseri og hefur þegar verið ákveð- ið að fjalla um slysalækningar og lyflækningar á námskeiðum haustsins. Námskeiðin eru þverfag- leg og geta því nýst hjúkrunarfræðingum og öðrum starfsmönnum heilbrigðiskerfisins til jafns við lækna. Ákveðið var að varpa þessum námskeiðum ekki út á Byggðabrúna heldur fá menn til þess að koma til Akureyrar og eiga þar góða helgi, skreppa í fjallið og j afnvel í leikhúsið að námskeiði loknu. Dagsetning fyrsta námskeiðsins var valin með það í huga að 15. mars er stór dagur í heil- brigðismálum dreifbýlisins því þá hefst rekstur sjúkraflugvélar sem staðsett verður á Akureyri og mönnuð læknum af FSA. -ÞH 244 Læknablaðið 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.