Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRAMTÍÐ LANDSPÍTALA - HÁSKÓLASJÚKRAFUJSS en samkvæmt henni er einhver starfsemi flutt í hverj- um mánuði. Petta þýðir að við munum búa við mikil þrengsli þar til barnaspítalinn kemst í gagnið í haust. Við treystum á að sú tímasetning standist svo hægt verði að aflétta sem fyrst þeim tímabundnu þrengsl- um sem starfsfólk þarf að leggja á sig.“ - Hvernig hefur starfsfólkið tekið því að verið sé að færa það til? „Auðvitað gerist svona lagað ekki átakalaust. En ég held að listin í þessu ferli sé sú að leita ráða hjá starfsmönnum og gera þá að þátttakendum. Lang- flestir starfsmenn eru virkir í breytingaferlinu og mér sýnist þeim vegna best sem verið hafa virkastir þátt- takendur í því. Þeir sem lengst eru komnir í þessu ferli eru farnir að velta því fyrir sér hvaða tækifæri gefist að sameiningu lokinni. Þá koma tvö sjónarmið til sögunnar. Annars vegar hvort við stöndum faglega betur að vígi með því að sameina deildirnar og því held ég að óhætt sé að svara játandi. Hins vegar eru stjórnendur spítalans orðnir sér meðvitaðri um að þeir bera ábyrgð á rekstri og stjómun spítalans. Spít- alinn hefur reynt að leggja sitt af mörkum til þess með því að bjóða upp á fræðslu og aðstoða menn við þetta verkefni." Starfsmenn hafa málfrelsi - En er spítalinn að verða ein heild? „Ef við lítum á reksturinn þá er hann orðinn að einni heild. Við veltum því ekki lengur fyrir okkur hvaða húsum peningarnir tengjast heldur til hvaða starfsemi þeim er varið. Starfsfólk og sjúklingar fara meira á milli en áður var en að sjálfsögðu halda margir starfsmenn meiri tryggð við eitt húsið fremur en annað. Það er ofur eðlilegt.“ Það er ekki einfalt að stýra breytingum eins og sameiningu tveggja spítala. Fá sjónarmið starfs- manna að njóta sín og er tekið tillit til þeirra? Hafa menn málfrelsi til að segja álit sitt á framtíð, skipulagi og stjómun spítalans? „Það er ágætt að þú spyrð að þessu. Eg hef heyrt það að sumum þyki ákvarðanir koma ofanfrá og að knappur tími sé til þess að ræða niðurstöður við stjórnendur og starfsmenn. Auðvitað mega starfs- menn hafa skoðun á þessu eins og öðru og láta hana í ljósi. Eg er sannfærður um að álit starfsmanna spítal- ans vegur mjög þungt í skoðanamyndun um heil- brigðisþjónustuna í landinu og um hlutverk spítalans sérstaklega. Eg treysti því að þessar skoðanir komi fram í fjölmiðlum, á fundum og ráðstefnum. Ég ætla starfsmönnum ekki annað en góða dómgreind til þess að meta hvað er við hæfi að segja hverju sinni í ljósi stöðu þeirra innan spítalans. Þetta er lykilatriði sem allir verða að hafa vald á.“ Skipulagið í stöðugri endurskoðun Með yfirlýsingu ráðherra má segja að hafist sé handa um að byggja upp nýjan spítala. Að sjálfsögðu þarf að miða hann við þær breytingar og framfarir sem orðið hafa í rekstri sjúkrahúsa, þær hljóta að setja mark sitt á skipulag hins nýja spítala. Erlendis hafa menn verið að prófa sig áfram með ný skipulagsform og má sem dæmi um slíkt nefna sjúkrahúsið í Þrándheimi. Þar var ákveðið að skipta spítalanum niður í deildir eftir líkamshlutum eða sjúkdómaflokkum, svo sem brjóst- holssjúkdómar hér, kviðarholssjúkdómar þar, krabba- mein á þriðja staðnum og svo framvegis. Hefur verið rætt um að breyta skipulagi Landspítala - háskóla- sjúkrahúss í þessa veru? „Fyrir tæpum tveimur árum var núverandi skipt- ing spítalans í svið ákveðin en þá átti sér stað tölu- verð umræða um skipulagið. Meðal annars var rætt um að skipta honum eftir líkamshlutum og sýndist sitt hverjum um það. Sumir höfðu reynslu af slíku skipulagi og fannst það gott en öðrum ekki. Niður- staða þessarar umræðu varð sú að gera þetta ekki. Hins vegar var ákveðið að taka skipulag spítalans til endurskoðunar haustið 2002. Ekki með það í huga að taka upp líkamshlutaskiptingu heldur til að fara yfir málin og athuga hvort ástæða þyki til að fækka eða fjölga sviðum, breyta yfirstjórninni eða einhverju öðru. Ég mun því fljótlega hefja slika yfirferð. Þróunin í starfsemi spítalans kallar á það að skipu- lagið sé endurskoðað reglulega. Eins og ég hef oft sagt hefur legudögum sjúklinga fækkað mjög ört. Sumir halda því meira að segja fram að þetta hafi gengið of langt, að fólk sé sent heim veikara en ásætt- anlegt sé. Hvað sem því líður þá verður aukningin aðallega í göngu- og dagdeildum. Skipulag á slíkri starfsemi er öðruvísi en á legudeildum. Það þarf að hafa mikla reglusemi í tímasetningum, hvenær fólk á að koma og hvenær það er búið og svo framvegis. Spítalinn hefur reynt að koma til móts við þessa þró- un en hann býr við mjög þröngan kost hvað þetta varðar því uppbygging hans gerir ekki ráð fyrir henni. Þess vegna mælum við með því í nefndarálit- inu að göngu- og dagdeildarþjónustan njóti forgangs þegar hafist verður handa um uppbyggingu spítal- ans.“ Yfirlæknastööum fækkaö Eins og fram kom í Læknablaðinu í nóvember hafa læknar Landspítala - háskólasjúkrahúss rætt um skipulag spítalans og sett fram óskir um að því verði breytt þannig að yfirstjórn lækna yfir sérgreinum læknisfræðinnar verði betur tryggð og að stöður yfir- lækna verði ekki tengdar ákveðnum deildum eða spítalagöngum eins og áður tíðkaðist. „Það sem hefur verið að gerast í þessu og fer vænt- anlega ekki framhjá neinum lækni er að við höfum verið að leggja niður yfirlæknisstöður eins og þær voru. Oft hafa verið fleiri en einn yfirlæknir á sömu deild og svo einn í Fossvogi og annar á Hringbraut. Þannig höfum við lagt niður jafnvel þrjár eða fjórar stöður og auglýst eina í staðinn. Þessar nýju stöður „ Ég er sannfærður um að álit slarfsmanna spítalans vegur mjög þungt í skoð- anamyndun um heilbrigð- isþjónustuna í lundinu og um hlutverk spítalans sér- staklega, “ segir Magnús Pétursson meðal annars í viðtalinu við Lœkna- blaðið. Læknablaðið 2002/88 235
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.