Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRAMTÍÐ LANDSPÍTALA - H Á S K Ó L A S J Ú K R A H Ú S S Þannig sér nefndin fyrir sér að uppbygging spítal- ans við Hringbraut geti orðið. Húsið sem gengur lengst til suðurs austan við Lœknagarð er göngudeild og verðurfyrst byggð. Húsið lengst til hœgri er merkt rannsóknum en vestan við Lœknagarð yrði myndgreining, bráðamót- taka og þyrlupallur. Borg- in hefur jvo geftð vilyrði fyrir því að spítalinn fái lóðina vestan við svœðið - þar sem Umferðarmið- stöðin er nú - til ráðstöf- unar í framtíðinni. og bendir á barnaspítalann sem dæmi um hús sem hefur risið hratt og örugglega þegar fremur erfiðar fæðingarhríðir voru afstaðnar. En úti í Vatnsmýrinni eru tvö hús að rísa, annað opinbert sem hefur verið langt árabil í byggingu og á enn töluvert í land, hitt á vegum Islenskrar erfðagreiningar og reis á met- hraða. „Pað verður verkefni næsta hóps sem að þessu vinnur að leysa úr þeim vanda. Þar má hugsa sér ýmsar leiðir, til dæmis að einkaaðili reisi og eigi húsin eða að þau verði byggð í samstarfi ríkis og einka- aðila,“ segir Magnús. Verðum á tveimur stöðum í fimm til átta ár En nú liggur þessi ákvörðun fyrir og þá er eðlilegt að spyrja hvort hún breyti ekki miklu fyrir störf forstjór- ans og annarra stjórnenda spítalans. Verður ekki auðveldara að vinna þegar stefnan er klár? „Jú, það breytir heilmiklu í bráð og lengd. Hér er komið verkefni sem stjórnvöld þurfa að snúa sér að. Nú þarf að undirbúa þessa framkvæmd og hrinda henni af stað. Hins vegar vitum við að við verðum á þessum tveimur aðalstöðum, í Fossvogi og við Hring- braut, næstu fimm til átta árin, jafnvel þólt nægir peningar verði til að byggja fyrir. Við verðum að semja okkur að því og þess vegna höfum við verið að sameina sérgreinarnar í samræmi við ákvörðun sem tekin var á haustdögum." - Sú ákvörðun var nokkuð umdeild. Menn spurðu hvað lægi á, hvort ekki væri betra að bíða eftir því að ákvörðun um framtíðarstað lægi fyrir. „Ég held að það hefði ekki breytt neinu. Þessi ákvörðun snýst um nútíðina og hvernig við höfum Magnús Pétursson for- stjóri Landspítala - Itá- skólasjúkrahúss. hlutina næstu misserin. Hitt snýst um framtíð spítalans næstu 25-40 ár.“ Sameining í algleymingi Nú eru rúmlega tvö ár frá því hafist var handa um sameiningu sjúkrahúsanna tveggja, Land- spítalans og Sjúkrahúss Reykja- víkur. Hvernig finnst Magnúsi ganga að sameina þessar tvær stofnanir og búa til eina? „Aður en ég svara því mætti kannski velta því fyrir sér hvort ákvörðunin um sameininguna hafi verið rétt og hvort hún hafi verið vel undirbyggð. Ég er alveg sannfærður um að ákvörðunin var rétt en það hefði verið betra að undirbúa hana og hugsa dálítið betur, velta því fyrir sér hvað það fæli í sér að hrinda henni í framkvæmd. Það er meira en að segja það að sameina tvær stórar stofnanir og vinnustaði sem eru svolítið viðkvæmir svo vægt sé til orða tekið. Það er varla hægt að gera kröfu um að slíkt gerist hnökra- laust. En svo ég svari spurningu þinni þá tel ég að það hafi gengið ótrúlega vel að sameina sjúkrahúsin. Þar er engum að þakka öðrum en starfsmönnunum. Stjórnendur sjúkrahússins tóku þá ákvörðun í sept- ember síðastliðnum að sameiningin skyldi í meginat- riðum vera um garð gengin í lok þessa árs, 2002. í því felst að þjappa spítalanum saman, flytja starfsemina frá Vífilsstöðum í Fossvog eða á Hringbraut. Við leggjum mikla áherslu á að standa við þessa áætlun Læknablaðið 2002/88 233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.