Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2002, Page 68

Læknablaðið - 15.03.2002, Page 68
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAMEINING SJÚKRAHÚSDEILDA bráðamóttaka er þess eðlis að aðsókn og vinnuálag er afar sveiflukennt en markmiðið með breytingunum er að reyna að jafna þessar sveiflur út og dreifa álaginu jafnar á daga vikunnar. Slysadeildir eru stuðpúði Mikilvægi þessa hluta sjúkrahússins vefst kannski ekki fyrir neinum en um bráðadeildirnar tvær fóru um 70.000 manns í fyrra, þar af 54.000 í Fossvogi. Þá eru aðeins taldir með þeir sem þurftu á þjónustu að halda en ekki aðstandendur eða aðrir fylgdarmenn. Þessi fjöldi skiptist þannig að um 40.000 komu vegna slysa en um 30.000 vegna veikinda. Sama þróun er í gangi hér á landi og í nágranna- löndum okkar að fjöldi þeirra sem slasast helst lítið breyttur en hlutfall veikra hækkar. Mesta fjölgunin er hjá mikið veiku fólki og öldruðu sem endurspeglar breytingar sem eru að verða á samsetningu þjóðar- innar. Að sögn starfsmanna er sú mynd sem blasir við í nágrannalöndum okkar af yfirfullum slysamóttök- um að verða að veruleika hér á landi. Við þessu er lítið hægt að gera þar sem aðrar úrlausnir eru annað- hvort ekki til eða fullnýttar. Slysadeildir eru eins og stuðpúði milli heilbrigðis- kerfisins og þjóðfélagsins og þær líða fyrir skort á aðstöðu fyrir þá sem eru of veikir til þess að fara heim en ekki nógu veikir til þess að leggjast inn á sjúkra- hús. Sjúkrahótel myndi leysa þennan vanda að veru- legu leyti en þau þyrftu þá að vera sem næst bráða- deildinni, helst þannig að innangengt sé á milli. En á meðan þetta ástand varir virðist lausnin vera sú að leggja æ meiri byrðar á fjölskylduna sem þarf að sinna veikara fólki en áður. Þegar blaðamaður hitti stjórnendur deildarinnar að máli bárust byggingaráætlanir sjúkrahússins að sjálfsögðu í tal. Greinilegt var að deildin býr sig undir að bíða lengi eftir nýju húsnæði, 10 eða jafnvel 20 ár. í því sambandi benda þau á að núverandi húsnæði Slysadeildar í Fossvogi hafi verið reist til bráða- birgða. Síðan er liðið 21 ár og engin teikn á lofti um að deildin sé á förum úr því í bráð. -ÞH Um miðjan marsmánuð hefst á Akureyri fyrsta námskeiðið í nýrri námskeiðaröð sem endurmennt- unardeild Háskólans á Akureyri heldur fyrir heil- brigðisstarfsfólk á landsbyggðinni í samvinnu við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og heilbrigðisdeild háskólans. Námskeiðið stendur frá morgni föstudags- ins 15. mars og fram að hádegi daginn eftir og fjallar um myndgreiningu. Að sögn Þorvaldar Ingvarssonar læknis er þetta samstarf sprottið upp úr umræðum sem orðið hafa um dreifbýlislækningar á undanförnum árum. Með tilkomu fjarfundabúnaðar sem nefndur er Byggðabrúin hefur allri fræðslu sem fram fer á FSA verið varpað út um landsbyggðina og geta læknar víða um land fylgst með henni. I framhaldi af þessu vaknaði hugmynd um að halda námskeið fyrir lækna og annað starfsfólk í heilbrigðisþjón- ustu dreifbýlisins. Eins og áður segir verður fjallað um mynd- greiningu á fyrsta námskeiðinu. Þar verður farið yfir ýmis tækniatriði, bæði á sviði myndatöku, framköllun og eftirvinnslu mynda og einnig lækn- isfræðilega þætti, svo sem túlkun mynda og mögu- leika í fjargreiningu röntgenmynda. A næsta nám- skeiði sem haldið verður 19. og 20. apríl verður fjallað um bráðalækningar barna. Farið verður yfir atriði á borð við andnauð, lost, áverka, bráða smit- sjúkdóma og endurlífgun svo fátt eitt sé nefnt. Haldnir verða fyrirlestrar, rætt um sjúkratilfelli og haldnar verklegar æfingar. Fyrirlesarar koma flest- ir frá FSA, Halldór Benediktsson yfirlæknir hefur umsjón með fyrra námskeiðinu en Björn Gunn- arsson barnalæknir með því síðarnefnda. Þorvaldur segir að ætlunin sé að halda tvö nám- skeið á hverju misseri og hefur þegar verið ákveð- ið að fjalla um slysalækningar og lyflækningar á námskeiðum haustsins. Námskeiðin eru þverfag- leg og geta því nýst hjúkrunarfræðingum og öðrum starfsmönnum heilbrigðiskerfisins til jafns við lækna. Ákveðið var að varpa þessum námskeiðum ekki út á Byggðabrúna heldur fá menn til þess að koma til Akureyrar og eiga þar góða helgi, skreppa í fjallið og j afnvel í leikhúsið að námskeiði loknu. Dagsetning fyrsta námskeiðsins var valin með það í huga að 15. mars er stór dagur í heil- brigðismálum dreifbýlisins því þá hefst rekstur sjúkraflugvélar sem staðsett verður á Akureyri og mönnuð læknum af FSA. -ÞH 244 Læknablaðið 2002/88

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.