Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2003, Side 48

Læknablaðið - 15.05.2003, Side 48
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / VEGGSPJÖLD sjúklingar, endurteknar þvagfærasýkingar sjö sjúklingar, þvagleki fjórir sjúklingar, þvaglátaeinkenni þrír sjúklingar, þvagteppa tveir sjúklingar. Sjö sjúklingar voru greindir við blöðruspeglun. f>rír höfðu áður farið í TVT-aðgerð, þrír í „Sling“-aðgerð og tveir í ofan- klyfta aðgerð. Þessar aðgerðir voru gerðar hálfum til 56 mánuðum áður. Fjórir undirgengust opna enduraðgerð þar sem ótilar í formi óuppleysanlegra þráða voru fjarlægðir, hjá tveimur var losað um og skorið á TVT-band neðan þvagrásar, einn fékk fjarlægðan hluta TVT-bands ofanklyfta og hjá tveimur var reynt að ná óuppleysan- legum þræði í blöðru við speglun, en það tókst hjá öðrum þeirra; hinn fór síðar í opna aðgerð auk annars sem fékk fjarlægðan óupp- leysanlegan þráð í samskonar aðgerð. Ótili reyndist innan þvagvega hjá sex sjúklingum. Hjá tveimur var gerð ný þvaglekaaðgerð og einn fékk Deflux™ innsprautun í þvagrás. Gangur eftir aðgerðir var góður, en einn sjúklingur fékk yfirborðssýkingu í skurð. Árang- ur reyndist ágætur/góður hjá öllum sjúklingunum, en einn sjúkling- ur hefur áfram verið með verki eftir enduraðgerð. Ályktun: Fylgikvillar eftir þvaglekaaðgerðir þar sem óuppleysan- legir þræðir eða gerviefni eru notuð geta verið mjög þrálátir. Brýnt er að útiloka ótila sem orsök slíkra fylgikvilla. Enduraðgerðir geta verið vandasamar, en árangur þó góður yfirleitt. V - 7 TUR syndrome. Lýst sjúkratilfelli á Handlækninga- deild Landspítala Hringbraut Svajunas Statkevicius, Gísli Vigfússon, Þorsteinn Sv. Stefánsson, Þorsteinn Gíslason Svæfinga- og gjörgæsludeild og þvagfæraskurðdeild Landspítala Hringbraut gislivig@landspitali.is Inngangur: TUR syndrome einkennist af skyndlegri lækkun natrí- ums í blóði vegna innstreymis vökva um æðakerfi blöðru eða blöðruhálskirtils. Skyndileg lækkun natríums veldur meðvitundar- skerðingu og ef lækkun fer niður fyrir ákveðin mörk koma fram alvarleg einkenni frá miðtaugakerfi, hjarta og æðakerfi. Nútíma- skurðtækni, val á heppilegum skolvökvum og styttri aðgerðartími minnkar mjög hættuna á þessum lífshættulega fylgikvilla. Lýst er til- felli af svæsnu TUR syndromi sem upp kom við aðgerð á þvagfæra- deild Landspítala Hringbraut. Efniviður og niðurstaða: 82 ára karlmaður var lagður inn vegna mikillar blóðmigu sem tókst að halda niðri með blöðruskolun. Þrátt fyrir hana hélt blæðing áfram og því ákveðin blöðruspeglun og að- gerð. Degi fyrir aðgerð reynist natríumþéttni vera 140 mmól/1. Speglun og aðgerð voru framkvæmd í mænuvökvadeyfingu. Þegar liðnar voru um 30 mínútur af aðgerð kvartaði sjúklingur um mikinn slappleika og þreytu og missti meðvitund skömmu síðar. Grunur vaknar strax um TUR syndrome. Sett var niður barkarenna í skyndi svo og slagæðaleggur. Mæld blóðgös, sem sýndu natríum 96 mmól/1 sem skömmu síðar fór niður í 86 mmól/1. Sjúklingur fékk þvagræsi- lyf, afsýrunarlyf, ísótóníska saltvatnslausn, blóð og vasóaktív lyf þar sem blóðþrýstingur varð óstöðugur. Hann þurfti mikið súrefni og hafði háa innöndunarþrýstinga. Skurðlæknir hraðaði aðgerð í því augnamiði að ná fram blóðstillingu og var sjúklingur að því loknu fluttur á gjörgæsludeild. Hann fékk áfram ísótóníska saltvatnslausn, auk plasma og blóðs. Natríum hækkaði smám saman og var að morgni næsta dags 122 mmól/1. Sjúklingur var vakinn og var and- lega og líkamlega í lagi og var útskrifaður á deild þann sama dag. Áiyktun: TUR syndrome er sjaldgæft vandamál við þvagfæraað- gerðir en getur dunið yfir mjög skyndilega og eftir stuttan aðgerðar- tíma eins og ofangreint tilfelli sýnir glöggt. Mikilvægt er því að vera vel á verði gagnvart fyrstu einkennum þess og er það best gert með því að framkvæma aðgerðina í mænuvökvadeyfingu svo sjúklingur sjálfur geti gefið fyrstu vísbendingar um yfirvofandi hættu. V - 8 Garnastíflur á FSA frá 1996 til 2002 Daði Þór Vilhjálmsson, Shree Datye Handlækningadeild FSA dadiogelva@simnet.is Inngangur: Kviðarholssamvextir, æxli og haular eru algengustu or- sakir þarmastíflu. Á Vesturlöndum hafa orsakir gamastíflna verið að breytast vegna hærri aldurs einstaklinga, hærri tíðni aðgerða hjá öldruðu fólki og breytts lífsstíls þeirra. Markmið þessarar rann- sóknar var að skoða tilfelli garnastíflna á FSA á tímabilinu 1996- 2002 og meta orsakir þeirra. Efniviður og aðferðir: Þetta eru aftursæ uppgjör 130 innlagna á handlækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri á tímabilinu 1996-2002 og fengu greininguna garnastífla (560.X samkvæmt ICD 9 og K56.x samkvæmt ICD 10). Skoðaðar voru breyturnar aldur, kyn, lengd einkenna, hvernig greining var fengin, saga um fyrri kviðar- holsaðgerðir, hvort aðgerð var gerð eða hvort stuðningsmeðferð var beitt, hvaða aðgerðir voru gerðar, orsök gamastíflna (grunnsjúkdóms- greining), lengd sjúkrahússdvalar, fylgikvillar, afdrif sjúklinga og dánartíðni. Niðurstöður og ályktanir: Alls voru 130 innlagnir á handlækninga- deild FS A með greininguna garnastífla á tímabilinu 1996-2002. Nið- urstöður rannsóknarinnar verða kynntar á skurðlæknaþinginu. V - 9 Fenyö-Lindberg stigakerfi bætir greiningu bráðrar botnlangabólgu Tómas Guðbjartsson', Lars Enochsson2, György Fenyö3, Anders Hellberg4, Claes Rudberg4, Jörgen Wenner5, Ivar Ringqvist4, Stefan Sörensen4 Skurðdeildir 'Brigham Harvard sjúkrahússins í Boston, 2Huddinge sjúkrahússins, Karolinska Institutet, Stokkhólmi, 'Södersjúkrahúss- ins, Stokkhólmi, 4Sjúkrahússins í Vasterás, 'Háskólasjúkrahússins í Lundi, Svíþjóð tomasgudbjartsson@hotmail.com Inngangur: Botnlangabólga er ein algengasta ástæða bráðra kviðar- holsaðgerða. Klínísk greining getur verið erfið sem sést best á hárri tíðni óbólginna botnlanga við aðgerð (15-30%). Til að bæta grein- ingu sjúkdómsins hafa verið þróuð mismunandi klínísk stigakerfi (score) sem byggja á klínískum upplýsingum. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna greiningarhæfni Fenyö-Lindberg stiga- kerfis í framsýnni rannsókn sem náði til fjögurra stórra sjúkrahúsa. Efniviður og aðferðir: Stig samkvæmt Fenyö-Lindberg stigakerfi voru skráð hjá 455 sjúklingum sem slembuðust í annaðhvort opna j 420 Læknablaðið 2003/89

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.