Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 48
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / VEGGSPJÖLD sjúklingar, endurteknar þvagfærasýkingar sjö sjúklingar, þvagleki fjórir sjúklingar, þvaglátaeinkenni þrír sjúklingar, þvagteppa tveir sjúklingar. Sjö sjúklingar voru greindir við blöðruspeglun. f>rír höfðu áður farið í TVT-aðgerð, þrír í „Sling“-aðgerð og tveir í ofan- klyfta aðgerð. Þessar aðgerðir voru gerðar hálfum til 56 mánuðum áður. Fjórir undirgengust opna enduraðgerð þar sem ótilar í formi óuppleysanlegra þráða voru fjarlægðir, hjá tveimur var losað um og skorið á TVT-band neðan þvagrásar, einn fékk fjarlægðan hluta TVT-bands ofanklyfta og hjá tveimur var reynt að ná óuppleysan- legum þræði í blöðru við speglun, en það tókst hjá öðrum þeirra; hinn fór síðar í opna aðgerð auk annars sem fékk fjarlægðan óupp- leysanlegan þráð í samskonar aðgerð. Ótili reyndist innan þvagvega hjá sex sjúklingum. Hjá tveimur var gerð ný þvaglekaaðgerð og einn fékk Deflux™ innsprautun í þvagrás. Gangur eftir aðgerðir var góður, en einn sjúklingur fékk yfirborðssýkingu í skurð. Árang- ur reyndist ágætur/góður hjá öllum sjúklingunum, en einn sjúkling- ur hefur áfram verið með verki eftir enduraðgerð. Ályktun: Fylgikvillar eftir þvaglekaaðgerðir þar sem óuppleysan- legir þræðir eða gerviefni eru notuð geta verið mjög þrálátir. Brýnt er að útiloka ótila sem orsök slíkra fylgikvilla. Enduraðgerðir geta verið vandasamar, en árangur þó góður yfirleitt. V - 7 TUR syndrome. Lýst sjúkratilfelli á Handlækninga- deild Landspítala Hringbraut Svajunas Statkevicius, Gísli Vigfússon, Þorsteinn Sv. Stefánsson, Þorsteinn Gíslason Svæfinga- og gjörgæsludeild og þvagfæraskurðdeild Landspítala Hringbraut gislivig@landspitali.is Inngangur: TUR syndrome einkennist af skyndlegri lækkun natrí- ums í blóði vegna innstreymis vökva um æðakerfi blöðru eða blöðruhálskirtils. Skyndileg lækkun natríums veldur meðvitundar- skerðingu og ef lækkun fer niður fyrir ákveðin mörk koma fram alvarleg einkenni frá miðtaugakerfi, hjarta og æðakerfi. Nútíma- skurðtækni, val á heppilegum skolvökvum og styttri aðgerðartími minnkar mjög hættuna á þessum lífshættulega fylgikvilla. Lýst er til- felli af svæsnu TUR syndromi sem upp kom við aðgerð á þvagfæra- deild Landspítala Hringbraut. Efniviður og niðurstaða: 82 ára karlmaður var lagður inn vegna mikillar blóðmigu sem tókst að halda niðri með blöðruskolun. Þrátt fyrir hana hélt blæðing áfram og því ákveðin blöðruspeglun og að- gerð. Degi fyrir aðgerð reynist natríumþéttni vera 140 mmól/1. Speglun og aðgerð voru framkvæmd í mænuvökvadeyfingu. Þegar liðnar voru um 30 mínútur af aðgerð kvartaði sjúklingur um mikinn slappleika og þreytu og missti meðvitund skömmu síðar. Grunur vaknar strax um TUR syndrome. Sett var niður barkarenna í skyndi svo og slagæðaleggur. Mæld blóðgös, sem sýndu natríum 96 mmól/1 sem skömmu síðar fór niður í 86 mmól/1. Sjúklingur fékk þvagræsi- lyf, afsýrunarlyf, ísótóníska saltvatnslausn, blóð og vasóaktív lyf þar sem blóðþrýstingur varð óstöðugur. Hann þurfti mikið súrefni og hafði háa innöndunarþrýstinga. Skurðlæknir hraðaði aðgerð í því augnamiði að ná fram blóðstillingu og var sjúklingur að því loknu fluttur á gjörgæsludeild. Hann fékk áfram ísótóníska saltvatnslausn, auk plasma og blóðs. Natríum hækkaði smám saman og var að morgni næsta dags 122 mmól/1. Sjúklingur var vakinn og var and- lega og líkamlega í lagi og var útskrifaður á deild þann sama dag. Áiyktun: TUR syndrome er sjaldgæft vandamál við þvagfæraað- gerðir en getur dunið yfir mjög skyndilega og eftir stuttan aðgerðar- tíma eins og ofangreint tilfelli sýnir glöggt. Mikilvægt er því að vera vel á verði gagnvart fyrstu einkennum þess og er það best gert með því að framkvæma aðgerðina í mænuvökvadeyfingu svo sjúklingur sjálfur geti gefið fyrstu vísbendingar um yfirvofandi hættu. V - 8 Garnastíflur á FSA frá 1996 til 2002 Daði Þór Vilhjálmsson, Shree Datye Handlækningadeild FSA dadiogelva@simnet.is Inngangur: Kviðarholssamvextir, æxli og haular eru algengustu or- sakir þarmastíflu. Á Vesturlöndum hafa orsakir gamastíflna verið að breytast vegna hærri aldurs einstaklinga, hærri tíðni aðgerða hjá öldruðu fólki og breytts lífsstíls þeirra. Markmið þessarar rann- sóknar var að skoða tilfelli garnastíflna á FSA á tímabilinu 1996- 2002 og meta orsakir þeirra. Efniviður og aðferðir: Þetta eru aftursæ uppgjör 130 innlagna á handlækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri á tímabilinu 1996-2002 og fengu greininguna garnastífla (560.X samkvæmt ICD 9 og K56.x samkvæmt ICD 10). Skoðaðar voru breyturnar aldur, kyn, lengd einkenna, hvernig greining var fengin, saga um fyrri kviðar- holsaðgerðir, hvort aðgerð var gerð eða hvort stuðningsmeðferð var beitt, hvaða aðgerðir voru gerðar, orsök gamastíflna (grunnsjúkdóms- greining), lengd sjúkrahússdvalar, fylgikvillar, afdrif sjúklinga og dánartíðni. Niðurstöður og ályktanir: Alls voru 130 innlagnir á handlækninga- deild FS A með greininguna garnastífla á tímabilinu 1996-2002. Nið- urstöður rannsóknarinnar verða kynntar á skurðlæknaþinginu. V - 9 Fenyö-Lindberg stigakerfi bætir greiningu bráðrar botnlangabólgu Tómas Guðbjartsson', Lars Enochsson2, György Fenyö3, Anders Hellberg4, Claes Rudberg4, Jörgen Wenner5, Ivar Ringqvist4, Stefan Sörensen4 Skurðdeildir 'Brigham Harvard sjúkrahússins í Boston, 2Huddinge sjúkrahússins, Karolinska Institutet, Stokkhólmi, 'Södersjúkrahúss- ins, Stokkhólmi, 4Sjúkrahússins í Vasterás, 'Háskólasjúkrahússins í Lundi, Svíþjóð tomasgudbjartsson@hotmail.com Inngangur: Botnlangabólga er ein algengasta ástæða bráðra kviðar- holsaðgerða. Klínísk greining getur verið erfið sem sést best á hárri tíðni óbólginna botnlanga við aðgerð (15-30%). Til að bæta grein- ingu sjúkdómsins hafa verið þróuð mismunandi klínísk stigakerfi (score) sem byggja á klínískum upplýsingum. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna greiningarhæfni Fenyö-Lindberg stiga- kerfis í framsýnni rannsókn sem náði til fjögurra stórra sjúkrahúsa. Efniviður og aðferðir: Stig samkvæmt Fenyö-Lindberg stigakerfi voru skráð hjá 455 sjúklingum sem slembuðust í annaðhvort opna j 420 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.