Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 27
FRÆÐIGREINAR / STOFNFRUMUR
Notkun stofnfrumna úr fósturvísum
til lækninga: viðhorfskönnun meðal
íslenskra lækna, lögfræðinga og presta
Trausti Óskarsson'
LÆKNANEMI A 4. ARI
Flóki
Guðmundsson1,2
HEIMSPEKINEMI A LOKAARl
Jóhann Ágúst
Sigurðsson1
LÆKNIR, SÉRFRÆÐINGUR í
HEIMILISLÆKNINGUM
Linn Getz3
LÆKNIR
Vilhjálmur
Árnason2,4
HEIMSPEKINGUR
Ágrip
Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að fá vís-
bendingu um afstöðu lækna, lögfræðinga og presta til
notkunar á stofnfrumum úr fósturvísum til lækninga.
Efniviður og aðferðir: Úr markhópunum voru valdir
með slembiaðferð 284 læknar og 293 lögfræðingar og
allir starfandi prestar á Islandi, samtals 168. Sendur
var út spurningalisti til að kanna siðferðilega afstöðu
þessara aðila til notkunar stofnfrumna úr fósturvísum
til lækninga. Alls bárust 290 svör (39% svörun).
Niðurstöður: Rúmlega 60% þátttakenda taldi að
fósturvísir hefði ákveðna siðferðilega sérstöðu um-
fram aðrar lífverur á sambærilegu þroskaskeiði. Peir
sem töldu fósturvísi hafa siðferðilegt gildi á við mann-
eskju voru um 20% og tæplega 18% að fósturvísar
nytu ekki siðferðisréttar umfram aðra frumuklasa.
Munur var á milli stétta (p<0,05). Mikill meirihluti
áleit notkun stofnfrumna úr fósturvísum til lækninga
réttlætanlega, en í huga margra skipti það máli með
hvaða hætti fósturvísirinn hefði orðið til. Tæplega 8%
þátttakenda setti sig alfarið á móti lækningum með
stofnfrumur. Af þeim sem álitu notkun stofnfrumna í
læknisfræðilegum tilgangi réttlætanlega töldu 71% að
eðli sjúkdómsins skipti máli og að aðeins eigi að beita
slíkum aðferðum þegar fengist er við alvarlega sjúk-
dóma. 64% lækna og 68% lögfræðinga taldi einrækt-
un í því skyni að meðhöndla Parkinsons-sjúkling rétt-
lætanlega samanborið við 40% presta (p<0,01) og
heldur fleiri karlar en konur (p<0,01), 64% karla bor-
ið saman við 52% kvenna (p<0,01). Mikill meirihluti
(87%) taldi þörf á þjóðfélagslegri umræðu um þessi
mál.
Ályktanir: Almennt eru þátttakendur frjálslyndir
gagnvart notkun stofnfrumna úr fósturvísum til lækn-
inga. Frjálslyndi gagnvart einræktun í lækningaskyni
er athyglisvert, en mikill styr hefur staðið um slíkar
aðgerðir í flestum ríkjum. Þörf er á upplýsingu og um-
ræðu.
'Heimilislæknisfræði HÍ,
2Heimspekideild HÍ, 'Land-
spítali, 4Siðfræðistofnun
Heimilislæknisfræði HÍ,
Sóltúni 1,105 Reykjavík.
Sími: 863-5475 og 822-4567.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Trausti Óskarsson og Flóki
Guðmundsson,
stofnfrumur@yahoo. com
Lykilorð: stofnfrumur,
fósturvlsar, siðfrœði.
ENGLISH SUMMARY
Óskarsson T, Guðmundsson F, Sigurðsson JÁ, Getz L,
Árnason V
The use of embryonic stem cells for medical-
therapeutical purposes: a study of attitudes
among lcelandic physicians, lawyers and
clergymen
Læknablaðið 2003; 89: 499-504
Objective: To study the bioethical standpoints among
three groups of lcelandic professionals in relation to the
use of embryonic stem cells for medical-therapeutical
purposes.
Material and methods: In June 2002, a questionnaire was
sent by mail to a random sample of 284 doctors and 293
lawyers, as well as all 168 practicing clergymen in lceland.
The participants’ position in relation to the use of embry-
onic stem cells for therapeutical purposes was elicited
through general questions as well as case examples. 290
questionnaires (39%) were returned.
Ftesults: 62% of participants believed the embryo to have
an ethical status superior to that of biologically compar-
able life forms. 20% of respondents considered its status
as equal to that of a grown human being, whilst 18% con-
sidered it equal to biologically comparable primitive life
forms. There was a difference between the respondent
groups (p<0,05). A vast majority believed the use of
embryonic stem cells for therapeutical purposes to be
justifiable, although the origin of the stem cells appeared
to make a difference to many respondents. 8% of partici-
pants took an unconditional position against the use of
embryonic stem cells. Among those who considered the
use of embryonic stem cells with a therapeutic aim to be
justifiable, 71% believed that embryonic stem cells should
only be utilized to treat diseases of a severe nature. 64%
of participants defended the idea of therapeutic cloning
with the intention to treat a patient with Parkinson’s dis-
ease, but the case history elicited considerable difference
between professional groups. Clergymen and lawyers
tended to hold firmer attitudes, clergymen against and
lawyers for the use of stem cells, whilst medical doctors as
a group positioned themselves more towards the middle.
Female respondents generally took a more modest stand
whilst males were more likely to take a firmer stand in both
directions. A vast majority (87%) of the participants be-
lieved there to be a need for public debate in relation to the
use of embryonic stem cells for therapeutical purposes.
Conclusion: Overall, participants' views in relation to the
use of embryonic stem cells for medical purposes were
rather liberal. There were however significant differences
between professional groups. The relatively high tolerance
in regard to therapeutic cloning is interesting in view of the
considerable controversy over this topic in many countries.
There appears to be fertile ground for a public debate
about the use of embryonic stem cells for medical
purposes in lceland.
Key words: stem cells, embryos, ethics.
Correspondence: Trausti Óskarsson og Flóki
Guðmundsson, stofnfrumuhSyahoo.com
Læknablaðið 2003/89 499
L