Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2003, Side 28

Læknablaðið - 15.06.2003, Side 28
FRÆÐIGREINAR / STOFNFRUMUR Inngangur Rannsóknir á stofnfrumum hafa fætt af sér miklar vonir varðandi baráttuna við fjölda erfiðra og ólækn- andi sjúkdóma og því gjarnan talað um byltingu í læknavísindum (1, 2). Þótt síðar ætti eftir að koma í ljós að stofnfrumur stæðu ekki nema að hluta til undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðar í dag væri engu að síður um verulegan læknisfræðilegan ávinning að ræða. Stofnfrumur úr fósturvísum er sú tegund stofnfrumna sem vísindamenn telja vænleg- asta til árangurs en hún er jafnframt sú umdeildasta, enda stöðvast þroski fósturvísisins við það að stofn- frumurnar eru fjarlægðar úr honum. Fjöldi erfiðra siðferðisspurninga tengjast því notkun þeirra til vís- indalegra rannsókna og í lækningaskyni (3). Á íslandi fjalla engin lög sérstaklega um stofn- frumur fósturvísa heldur falla rannsóknir á þeim undir tæknifrjóvgunarlög nr. 55/1996, greinar 11 og 12 (3). UNESCO hefur sent frá sér ályktun þar sem þjóðir heims eru hvattar til að setja reglur varðandi stofnfrumurannsóknir (4) og í nóvember árið 2000 gaf Ráðgjafanefnd Evrópusambandsins um siðfræði í vísindum og tækni út ráðleggingar um notkun stofn- frumna og mögulegar uppsprettur þeirra (5, 6). Þar segir um rannsóknir á stofnfrumum fósturvísa að hvert Evrópuland ætti að setja sér reglur hvað þær varðar. Síðustu tvö til þrjú ár hafa átt sér stað í ná- grannalöndum okkar líflegar umræður um stofn- frumur fósturvísa og réttmæti þess að þær séu fjar- lægðar og notaðar til lækninga. I kjölfarið hafa ýmsar þjóðir sett sér lög. Það sýnir glöggt hve umdeild tækni af þessum meiði er að menningarlega skyldar þjóðir hafa tekið gjörólíka afstöðu (3,7,8). Okkur er ekki kunnugt um að gerðar hafi verið rannsóknir á viðhorfum hópa í mismunandi starfs- stéttum til siðferðilegra álitamála tengdum stofn- frumurannsóknum. Til að fá vísbendingu um þann farveg sem umræðan kemur til með að falla í á Islandi var ákveðið að kanna þessi álitamál meðal presta, lækna og lögfræðinga. Nefndar starfsstéttir koma á einn eða annan hátt að umræðunni um siðfræði líf- og læknavísinda. Prestar, læknar og lögfræðingar eiga allir fulltrúa í Vísindasiðanefnd auk þess sem það einkennir þessar stéttir að láta sig varða spurningar er snúa að upphafi lífsins, helgi þess og gildi. Leitast var við að kanna afstöðu þátttakenda til réttmætis notkunar stofnfrumna úr fósturvísum til lækninga og varpa um leið ljósi á hvaða viðhorf liggja afstöðunni til grundvallar. Efniviöur og aðferöir Þátttakendur Markhóparnir voru læknar, lögfræðingar og prestar. Þátttökuskilyrði miðuðust við að viðkomandi væri með lögheimili á íslandi, væri kominn með embættis- titil í sinni grein og væri, í lilviki lækna og lögfræð- inga, 67 ára eða yngri. Þar sem aðrar reglur gilda meðal presta um starfslok voru þeir engum aldurs- mörkum bundnir. Samkvæmt félagaskrá Læknafélags íslands féllu 952 læknar undir þessa skilgreiningu (727 karlar og 225 konur). Heildarfjöldi lögfræðimenntaðra hér á landi var áætlaður um 2000 (um það bil 1300 karlar og 700 konur), en félagaskrá var rannsakendum ekki aðgengileg og því er hlutfall úrtaks af þýði ekki full- víst. Með slembun (random sampling) var valið 300 manna úrtak úr hópi lækna og 300 úr hópi lögfræð- inga, 150 karlar og 150 konur úr hvorum hópi fyrir sig. Úrtak lögfræðinga var tekið úr nýjasta Lögfræð- ingatali, útgefið árið 1997, sem útilokar þátttöku hinna yngstu ílögfræðingastétt. í þriðja hópnum voru allir starfandi prestar á íslandi, 129 karlar og 40 kon- ur, samkvæmt nafnalista Prestafélags íslands. Send var tilkynning til Persónuverndar og stað- festing fengin frá Vísindasiðanefnd að rannsóknin til- heyrði ekki starfssviði hennar. Mœlitœki Spurningalisti var notaður við öflun gagna. Hann var hannaður af rannsakendum sjálfum þar sem ekki fannst sambærilegt mælitæki, hvorki hérlendis né er- lendis. Spurningalistinn hét „Notkun stofnfrumna úr fósturvísum til lækninga - viðhorfskönnun meðal ís- lenskra lækna, lögfræðinga og presta“. Á kynningar- síðu var stutt kynning á rannsókninni, formsatriðum og rannsakendum. Inngangi var ætlað að gefa þátt- takendum fullnægjandi bakgrunnsþekkingu áður en spurningalistanum væri svarað. Spurningalistinn samanstóð af fjórum bakgrunnsspurningum, níu fjöl- valsspurningum og þremur dæmum um tilfelli, alls 16 spurningum. Áætlað var að það tæki um 30 mínútur að svara listanum. í flestum tilfellum voru spurningar lokaðar, það er velja þurfti á milli fyrirfram gefinna möguleika. Til að meta vægi viðhorfs var í sumum til- vikum stuðst við Likerts-skala með gildi 1 til 5. Spurningalistar voru ekki persónuauðkenndir sam- kvæmt umsögn Persónuverndar. Gagnasöfnun Spurningalistinn var sendur bréfleiðis í júní 2002 ásamt frímerktu svarumslagi. Honum var fylgt eftir tíu dögum síðar með ítrekun. Um miðjan júh' var send út ítrekun með tölvupósti til 163 lækna, 88 karla og 75 kvenna, sem voru með netföng sín á heimasíðum Landspítalans, Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, Háskóla íslands og Félags íslenskra heimilislækna. Hætt var að taka á móti listum í september 2002. Alls bárust 290 svör, 114 frá læknum, 94 frá lög- fræðingum og 82 frá prestum. Endursendir óopnaðir listar voru 24 talsins. Svarhlutfall er því 39%. Tafla I sýnir svarhlutfall eftir stéttum og kyni innan stétta. Rétt rúmlega 56% þátttakenda voru á aldursbilinu 500 Læknablaðið 2003/89 J

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.