Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2003, Síða 47

Læknablaðið - 15.06.2003, Síða 47
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VIÐBÚNAÐUR VIÐ HABL í febrÚarmánuði 2003 fóru að berast fréttir um áður óþekktan smitsjúkdóm í Guangdonghéraði í Kína (1) sem veldur óvenjulegri lungnabólgu. Sjúk- dómur þessi gengur undir nafninu Severe Acute Re- spiratory Syndrome (SARS) en á íslensku hefur hann verið nefndur heilkenni alvarlegrar bráðrar lungn- abólgu (HABL). Barst hann síðan til Hong Kong í lok febrúar og þaðan til Víetnam, Singapore og Kan- ada. Þekking á sjúkdómnum var takmörkuð og sýk- ingavarnir við umönnun sjúklinga því ófullnægjandi sem olli því að aðstandendur HABL-sjúklinga og heilbrigðisstarfsmenn sem önnuðust sjúklingana urðu fyrir smiti. Skapaði þetta gífurlegt álag á heilbrigðis- þjónustuna. I mest útsettu héruðunum í Kína, Hong Kong og Tævan greinast um þessar mundir einstak- lingar án þekktra tengsla við HABL-tilfelli sem stað- festir að smit á sér stað úti í samfélaginu. Ófullnægj- andi sýkingavarnir á sjúkrahúsum, hugsanleg röng greining tilfella og ófullnægjandi rakning smitleiða í fátækum héruðum landsins kemur í veg fyrir að unnt sé að hefta faraldurinn. Einstaka tilfelli hafa borist til margra vesturlanda en með ströngum sýkingavörnum hefur verið komið í veg fyrir frekari útbreiðslu sjúkdómsins. Smitleiðir, einkenni og horfur Smitleiðin er dropa- og snertismit. Náin samskipti þarf til að smit geti átt sér stað. Tilfellaviðmiðarann- sókn (case control study) sem gerð var meðal 254 heilbrigðisstarfsmanna á fimm sjúkrahúsum í Hong Kong sýndi að smitgát gegn dropa- og snertismiti hindraði smitun (2). Enginn sem notaði maska, hanska, hh'fðarsloppa og stundaði handþvott smitaðist. Reynd- ist notkun maska vera öflugasta varnaraðgerðin. Er það talið styðja að smitun eigi sér stað með dropa- smiti en ekki loftúðasmiti. Talið er að einungis ein- staklingar með einkenni sjúkdómsins séu smitandi. Klínískur gangur sjúkdómsins er þrískiptur sam- kvæmt nýlegri rannsókn í Lancet. Fyrsta vikan ein- kennist af hita, beinverkjum ásamt öðrum einkenn- um sem batna eftir fáa daga. í annarri viku smitar viðkomandi mest, fær hita að nýju, niðurgang og lækkaða súrefnismettun. A þriðja stigi sjúkdómsins versnar um 20% sjúklinganna, þeir fá ARDS (Acute Respiratory Distress Syndrome) og þörf verður á meðferð í öndunarvél (3). Talið er að dánarhlutfall (case fatality rate) sé hærra en áður var talið og hækki með aldrinum. Rannsókn frá Hong Kong sýnir að dánarhlutfallið var 13,2% (95% CI 9,8-16,8) hjá þeim sem voru yngri en 60 ára, en 43,3% (95% CI 35,2-52,4) hjá þeim sem voru 60 ára eða eldri (4). Alþjóðleg samvinna Alþjóðleg samvinna er afar mikilvæg ef árangur á að nást í baráttunni við sjúkdóminn. Þann 15. mars sendi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) frá sér al- heimsviðvörun (global alert) um sjúkdóminn (5). Með viðvöruninni var send skilgreining á HABL sem skyldi liggja til grundvallar tilkynningu grunsamlegra og líklegra HABL-tilfella til WHO. Þann 17. mars var myndað rafrænt upplýsinga- samstarf á vegum WHO með 11 leiðandi rannsókn- arstofum í heiminum sem deildu þekkingu sinni á veirunni. Flýtti það mjög fyrir þróun aðferða til greiningar á henni. Mikil þörf er á áframhaldandi rannsóknum, ekki síst til að bæta greininguna, finna virka lyfjameðferð gegn sjúkdómnum og þróun bólu- efnis. Sambærilegt samstarf með faraldsfræðingum og læknum sem annast HABL-sjúklinga fylgdi í kjöl- farið. Þannig hefur safnast mikil þekking á skömm- um tíma um smitleiðir sjúkdómsins, árangur ýmissa aðgerða til að rjúfa smitleiðir, einkenni sjúklinga og árangur af hugsanlegri meðferð. WHO hefur sett saman fjölda leiðbeininga sem þróast eftir því sem þekking á sjúkdómnum eykst, meðal annars um sýkingavarnir á sjúkrahúsum, með- höndlun sýna, viðbrögð þegar HABL greinist og ráðstafanir hjá þeim sem hugsanlega hafa orðið fyrir smiti. Þessar leiðbeiningar geta heilbrigðisyfirvöld í hverju landi notað við gerð eigin viðbragðaáætlunar. Feröamenn Þann 15. mars sendi WHO einnig tilmæli til áhafna flugvéla og flugfarþega að þeir kynntu sér einkenni sjúkdómsins og tilkynntu um hugsanleg tilfelli á áfangastað fyrir lendingu véla. Þeim sem fá einkenni HABL og hafa verið á svæðum þar sem smit á sér stað innan tíu daga frá upphafi einkenna er ráðlagt að hafa samband við lækni án tafar. Fyrstu tilmæli WHO um frestun ferða til útsettra svæða birtust 2. apríl og eru þau uppfærð eftir þörf- um. Akvörðun um hvaða landsvæði beri að varast byggjast á umfangi faraldursins á viðkomandi svæð- um og er fjöldi veikra ásamt fjölda nýrra tilfella á degi hverjum hafður til hliðsjónar. Önnur mikilvæg rök fyrir tilmælunum er hversu víðtækar smitkeðj- urnar eru á svæðinu og möguleikar á því sýkingin berist þaðan til annnarra svæða. Þann 20. maí náðu tilmælin til eftirfarandi landsvæða í Kína: Bejing, Guangdong, Hebei, Hong Kong SAR, Innri-Mongó- líu, Shanxi, Tianjin og Tapei í Tævan. Samkvæmt tilmælum WHO er gerð heilsuskoðun á ferðamönnum við brottför frá þeim landsvæðum þar sem HABL er útbreitt. Ferðamenn útfylla yfir- Guðrún Sigmundsdóttir Höfundur er smitsjúkdóma- læknir og starfar hjá Landlæknisembættinu. Læknablaðið 2003/89 519
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.