Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2003, Síða 69

Læknablaðið - 15.06.2003, Síða 69
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐAPISTILL 156 Krabbamein Undirritaður lenti í sérkennilegum orðaskiptum við einn fyrirspyrjanda á liðnu ári. Tilefnið var að viðkomandi hafði tekið eftir því að heitið krabba- mein væri ýmist notað sem eintölu- eða fleirtöluorð. Fyrirspyrjandinn var ekki sáttur við þetta og hafði samband við íslenska málstöð. Niðurstöðunni úr þeirri umræðu lýsti hann þannig: og vorum við sammála um að nafuið á sjúkdómnum vœri eintölu- hugtak Fyrirspyrjandi gat í þessu sambandi um áhyggjur sínar af því að svonefnd safnheiti væru á undanhaldi, bæði í íslensku og ensku, og sagði að þess væri sennilega ekki langt að bíða að talað verði um „sótthitana“ hjá sjúklingunum og að fólki verði boðin „vötn“ að drekka. Safnheiti lýsir íslensk orða- bók Eddu frá 2002 þannig: orð (í et.) er haft er um magn afe-u (t.d. sandur, fólk). Eintala, fleirtala Undirritaður samsinnti fyrirspyrjanda, hvað varðaði vaxandi hugsunarlausa notkun fleirtölumyndar af orðum sem hingað til hafa verið talin eintöluorð, og tók sem dæmi nýlega fyrirsögn úr dagblaði: „Matar- verðin hafa hækkað að undanförnu.“ Vera má að þarna sé enn eitt dæmið um yfirþyrmandi áhrif ensk- unnar á íslenska tungu. Hins vegar sagðist undirritaður hafa vanist því frá upphafi að bæði heitin, mein og krabbamein, væru notuð í eintölu og fleirtölu. Krabbamein væri til dæmis ekki einn sjúkdómur, heldur mörg og ólík mein. Þess vegna væri rétt að nota fleirtölu þegar það ætti við. Beita þyrfti þó bæði smekkvísi og tilfinningu fyrir málinu auk þess að hafa nokkra þekkingu á meinunum. I sama streng tóku tveir aðspurðir sér- fræðingar, annar krabbameinslæknir og hinn meina- fræðingur. Undirritaður tók svo húðkrabbameinin sem dæmi. Þar væri um að ræða býsna ólíka sjúkdóma hvað varðaði uppruna, útlit, hegðun og horfur og að nauð- synlegt væri að geta komið slíku á framfæri við sjúk- linga og almenning með notkun fleirtölunnar. Fyrir- spyijandi var hvorki sáttur við dæmin né röksemda- færsluna og mótmælti notkun fleirtölunnar mjög ákveðið og endurtekið. Samskiptunum, sem byggð- ust á hverju tölvupóstskeytinu á fætur öðru, lauk eftir að undirritaður kom með tilvitnun í Lækninga- bók handa alþýðu á íslandi frá árinu 1884 eftir J. Jón- assen, en þar segir meðal annars svo í umfjöllun um átumein: Ein afþeim tegundum átumeina, sem einna optast koma fyrir eru hin svonefiidu krabbamein. Ótal dæmi um notkun fleirtölunnar má svo finna í ritum íslenskra lækna alveg fram á þennan dag. Tannsteinn Sigríður Hrund Pétursdóttir, starfsmaður hjá einka- leyfaskrifstofunni Sigurjónsson & Thor ehf., sendi fyrirspurn vegna læknisfræðiheitanna plaque og calculus. Umfjöllun í hinum erlenda texta tengdist munni og tönnum þannig að heitin vísuðu augljós- lega í dental plaque og dental calculus. Sigríður hafði flett upp í Iðorðasafni lækna og var ekki sátt við úr- lausnir þess. Latneska orðið calculus kemur þar vissulega fyrir og er þýtt sem steinn, en dental calculus er ekki sjálfstæð fletta. Undirritaður svaraði að bragði á þann veg að dental calculus væri það sem við nefnum tannstcin í daglegu tali. Læknisfræði- orðabók Dorlands lýsir fyrirbærinu þannig: harður, steingerður massi, sem myndast á tönnum eða gervi- tönnum við kölkun á tannskán, breytilegur að lit frá rjómagulum til svarts. I almennu lýsingunni á calculus er að auki tilgreint að steingerður massi í líkamanum sé venjulega myndaður úr söltum steinefna. Jóhann Heiðar Jóhannsson johannhj@landspitali. is Plaque íðorðasafnið birtir íslensku heitin hörsl og skella án frekari skýringa. Aftur var því leitað í Læknisfræði- orðabók Dorlands sem gefur þessar skýringar á plaque: 1. hvaða blettur eða flatt svœði sem er. 2. yfirborðslœg, þétt, upphœkkuð húðmeinsemd sem er að minnsta kosti 1 sm í þvermál (0,5 sm samkvœmt sumum sérfrœðingum). Dental plaque er þannig lýst: mjúkt, þunnt lag af fœðuleifum, slími og dauðum þekjufrumum sem falla út á tönnunum og verða að jarðvegi fyrir vöxtýmissa baktería. Undirritaður tók það upp fyrir meira en tíu árum, í tengslum við meinafræðikennslu tannlæknanema, að nefna heildarfyrirbærið tannskán. Sýnilegar, mjúkar skánir á tönnum má þó hæglega nefna tann- skellur. A þeim tíma var til siðs hjá sumum öðrum kennurum tannlæknadeildar að nefna fyrirbærið tannsýklu. Undirritaður Iagðist gegn því með þeirri röksemd að sýkla væri gott heiti á bacterial flora, en að dental plaque væri miklu meira en sýklagróður, eins og framangreind lýsing gefur til kynna. Tann- sýkla væri því ágætt samheiti um alla þá sýkla sem tönnunum tengjast. A sama hátt má búa til þægileg samheiti fyrir þær sýklategundir sem búa á öðrum til- teknum líkamssvæðum: húðsýkla, munnsýkla, nef- sýkla, ristilsýkla og skeiðarsýkla. Læknablaðið 2003/89 541 k.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.