Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 9
RITSTJÓRNARGREINAR Burðarmálsdauði á íslandi - getum yið enn lækkað tíðnina? Það er ekki lengra síðan en á 5. áratug síðustu ald- ar að enn dó að meðaltali ein kona í hverjum 1000 fæðingum á Vesturlöndum, þrátt fyrir að tíðni mæðradauða hefði hríðfallið frá byrjun aldarinnar. A Islandi var mæðradauði 3,9/1000 fæðingar á ár- unum 1911-1915 en hafði lækkað um næstum 3/4 í 1,1/1000 árin 1946-1950, mest vegna tilkomu sýkla- lyfja og blóðgjafar. Mæðradauði lækkaði áfram; 0,5/1000 fæðingar 1956-1960 en á árunum 1966- 1972 dó ein kona annað hvert ár að meðaltali (1). Kraftar lækna og ljósmæðra um miðja síðustu öld beindust þess vegna fyrst og fremst að því að draga úr mæðradauða. Keisaraskurðir voru sjaldgæfir þar til á 7. aratugnum. Þeir voru þá framkvæmdir í um 2% allra fæðinga, yfirleitt í því skyni að bjarga heilsu og lífi móðurinnar, en reynt var að bjarga ó- fæddum börnum með ádrætti af ýmsum toga. Þeg- ar nýburar fæddust með einkenni fósturköfnunar var reynt að lífga þá við með einfaldri örvun, en ný- buralækningar voru ekki til sem sérgrein. Miklir fyrirburar voru yfirleitt ekki álitnir lífvænlegir og endurlífgun ekki reynd. Dæmi um átak til að draga úr mæðradauða eru skýrslur Confidential Enquiríes into Maternal Deaths in England and Wales sem hafa verið gefn- ar út frá 1952. Á þeirri hálfu öld sem liðin er frá því að fyrsta skýrslan kom út hefur mæðradauði á Vesturlöndum fallið um 9/10. Ekki má samt gleyma því að enn í dag deyr meira en hálf milljón kvenna á ári vegna fæðingar eða meðgöngutengdra sjúk- dóma. Þetta jafnast á við að Boeing þota full af barnshafandi konum farist dag hvern! Bretar hafa síðar beitt fagrýni (audit) á þarlendan burðarmáls- dauða í Confidential Enquiries into Stillhirths and Deaths in Infancy. Burðarmálsdauði á Vesturlönd- um hefur lækkað niður í 1/10 af því sem hann var fyrir 40 árum, hliðstætt við lækkun mæðradauða hálfri öld fyrr. Burðarmálsdauði (perinatal mortality) tekur til andvana fæðinga eða dauða barna á fyrstu viku lífsins. Öll börn sem fæðast með lífsmarki en deyja á fyrstu viku (early neonatal death) eru talin með, óháð meðgöngulengd. Burðarmálsdauði var 27,8/1000 fædd börn á íslandi árið 1961, svipaður og hann hafði verið tíu árum fyrr (27,9 árið 1952). Talan lækkaði hægt og bítandi á næstu tíu árum þar á eftir, í 19,7 árið 1972. Á 9. og 10. áratugnum féll burðarmálsdauði hins vegar hratt, í 7,8 1981 og var komin niður í 4,7 árið 1994 (1,2). Fram að þeim tíma höfðu aðeins andvana fædd börn, sem fæddust eftir 28 vikna meðgöngu eða voru lOOOg að þyngd eða meira við fæðingu, verið talin með í burðarmálstölum en önnur talin til fóst- urláta. Árið 1994 var farið að telja með andvana fædd börn væri meðgangan 22 vikur eða meir, en miðað við 500g fæðingarþyngd væri meðgöngu- lengdin ekki þekkt eins og Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin (WHO) hefur lagt til. Miðað við þessa nýju skilgreiningu var tíðni burðarmálsdauða 6,2 árið 1994. Nú hefur burðarmálsdauði verið reiknaður fyrir árið 2002 og hefur aldrei verið lægri; 4,4/1000 fædd börn miðað við andvana fædd börn eftir 22 vikna meðgöngu, eða 500g fæðingarþyngd, en 2,5 sé miðað við 28 vikur eða lOOOg fæðingarþyngd eins og áður fyrr og enn er víða gert (3). Þetta er með allra lægstu tölum sem þekkjast í heiminum þó að taka verði til- lit til þess að í fámennu samfélagi eins og okkar geta þessar tölur sveiflast verulega milli ára. Hvað þýða þessar tölur í raun? Getum við gert betur? Hvað er burðarmálsrýni (perinatal audit)? Vinnuhópur á vegum European Association of Perinatal Medicine skilgreindi burðarmálsrýni (perinatal audit) á eftirfarandi hátt: Burðarmálsrýni er kerfisbundin og gagnrýnin greining á gæðum umönnunar á burðarmálsskeiði (þ.e. mæðraverndar, fæðingarhjálpar og nýburalækn- inga), á útkomu þeirrar umönnunar, og þeim lífsgæð- um mæðra og nýfæddra barna sem af hljótast. I upphafi var átt við útkomu bæði fyrir móður og barn, en áherslan hefur smám saman færst á ný- burana. Norræna-baltneska burðarmálsdauðaflokkunin (Nordic-Baltic Perinatal Death Classification; NBP- DC) er flokkunarkerfi sem var þróað 1995 til að auðvelda samanburð á burðarmálsdauðatölum milli landa. Kveikjan að þessu var að tíðni burðarmáls- dauða hafði verið marktækt hærri í Danmörku en í Svíþjóð allt frá árinu 1950. Árið 1991 var tíðni burð- armálsdauða til dæmis 8,0 í Danmörku en 6,5 í Sví- þjóð. Þessi sláandi munur varð til þess ákveðið var að kanna ástæðurnar nánar. Ákveðnir flokkar dauðsfalla voru skilgreindir sem „potentially avoi- dable”, það er sem hægt væri að fækka í með umbót- um. Flokkunin á þannig að benda á hvar skórinn kreppir í mæðra- og nýburavernd (problem oriented approach). Öll íslensk burðarmálsdauðatilfelli frá 1994 hafa verið ílokkuð samkvæmt þessu kerfi. Ragnheiður Inga Bjarnadóttir Höfundur er sérfræðingur á kvennadeild Landspítala Hringbraut og situr (ritstjórn Læknablaðsins. Læknablaðið 2003/89 745
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.