Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2003, Qupperneq 32

Læknablaðið - 15.10.2003, Qupperneq 32
FRÆÐIGREINAR / ÞYNGD SKÓLABARNA Ályktanir: Hugsanlega er sú óhagstæða þróun í átt til þyngdaraukningar sem verið hefur að breytast. Þó hafa ekki fundist aðrar rannsóknir sem benda í sömu átt og þarf því frekari niðurstöður áður en hægt er að fullyrða að svo sé. Þyngd hefur meiri áhrif á líðan eldri unglinga eða undir lok grunnskóla en þeirra sem yngri eru. Þessi rannsókn svarar ekki hvers vegna en gera má ráð fyrir að hin auknu félagslegu á- hrif sem börn og unglingar verða fyrir þegar þau eru eldri skipti hér verulegu máli. Eftir því sem börnin verða eldri þá fer að gæta sambands milli þess að vera of þungur og ganga lakar í námi og meðal þungra eru engir nemendur sem ná ágætum námsárangri. Inngangur Ofþyngd og offita eru vaxandi heilsufarsvandamál á Vesturlöndum (1, 2). Afleiðingar þessa vandamáls hafa verið margskonar og er samband á milii þyngd- arvandamála hjá börnum og unglingum og ofþyngd- ar þegar viðkomandi komast á fullorðinsár (3). Of- þyngd og offita eru því sérstakt vandamál þegar börn eða unglingar eiga í hlut. í því sambandi er einkum þrennt sem skiptir máli: • í fyrsta lagi hefur ofþyngd eða offita í för með sér líkamlegar afleiðingar þegar á unga aldri. Þannig hefur sú tegund sykursýki sem er bein afleiðing offitu nýlega komið fram meðal ung- linga en offitusykursýki hefur hins vegar lengst af verið einangruð við fullorðna. (4). • í öðru lagi er um að ræða andlegar og félagsleg- ar afleiðingar sem koma fram strax en ofþyngd eða offita er í raun alvarleg félagsleg fötlun hjá börnum og jafnvel enn frekar unglingum sem sífellt þurfa að líða fyrir vaxtarlag sitt (5). • f þriðja lagi hefur ofþyngd eða offita á unga aldri í för með sér auknar líkur á offitu á full- orðinsárum (6) og þar með aukna hættu á ým- isskonar heilsufarsvanda henni samfara síðar í lífinu. í Ijósi þess hve lífsvenjur fólks hafa mikil áhrif á þró- un offitu og ofþyngdar hafa sjónir manna í auknum mæli beinst að forvörnum og hvernig megi koma í veg fyrir að fólk temji sér lífshætti sem stuðla að þró- un offitu eða ofþyngdar. Með þetta í huga er sérlega uggvænlegt hve ofþyngd virðist verða algengari með- al barna og unglinga en yfirlitsrannsóknir frá ýmsum þjóðum hafa sýnt fram á að umfang þessa heilsufars- vanda hefur aukist jafnt og þétt frá því snemma á sjötta áratugnum (7). Þannig jókst offita meðal barna á aldrinum 6-11 ára um 54% í Bandaríkjunum á ára- bilinu 1963-1980 og á sama tíma jókst þetta vandamál um 39% hjá unglingum á aldrinum 12-17 ára (8). ís- lenskar rannsóknir benda í sömu átt. Rannsókn á 9 ára börnum í Reykjavík (9) sýndi að á árabilinu 1938- 1998 jóksl hlutfall of þungra stelpna úr 3,1% í 19,7% og en hlutfall of þungra stráka úr 0,7% í 17,9%. Hlut- fall of feitra stelpna hafði á sama hátt aukist úr 0,4% í 4,8% og of feitra stráka úr 0% í 4,8%. Önnur far- aldsfræðileg rannsókn sem gerð var við Heilsugæslu- stöðina á Akureyri hjá bömum á Akureyri og í nær- sveitum sýndi að marktæk aukning kom fram í lík- amsþyngdarstuðli hjá 8,10,11 og 12 ára piltum og 8, 11 og 12 ára stúlkum á 25 ára tímabili eða á milli ár- anna 1967-1968 og 1992-1993 (10). Þá er fyrirliggj- andi rannsókn sem gerð var á árabilinu 1983-1987 sem sýndi hæð og þyngd allra grunnskólabarna á Is- landi 1983-1987 en þar kemur ekki fram útreikningur áLÞS(ll). Bruche (5) setti fyrir meira en aldarfjórðungi fram þá skoðun sína að fjöldi feitra barna væri í raun sorg- arsaga. Hún taldi offitunni best lýst sem félagslegri fötlun. Sá offeiti veki athygli hvar sem hann fer, líði fyrir vaxtarlagið en sé um leið ófær um að takast á við vandann. Bruche benti jafnframt á að þó svo að hinn offeiti ætti í raun við sjúkdóm að stríða þá liti samfé- lagið ekki svo á og viðkomandi nyti því ekki þess skilnings sem fylgdi því að vera talinn sjúkur. Gagn- vart hópi of feitra barna og unglinga taldi Bruche að enn síður en hjá fullorðnum væri fyrir hendi þessi skilningur á eðli vandans, það er að segja að viðkom- andi einstaklingar væru í raun sjúkir. Ekki verður fullyrt um að hve miklu leyti þetta kann að hafa breyst en vera kann að skilningur á vandanum hafi aukist hjá tilteknum hópum í samfélaginu. Hins veg- ar er engin sérstök ástæða til að ætla að nokkuð hafi dregið úr þeim sífellda áróðri sem uppi er um ágæti þess að vera grannur og með stæltan kropp sem ýms- ir telja að hafi sérlega mikil áhrif á börn og unglinga (12). Efniviður og aðferðir Rannsóknarhópurinn náði til allra barna í 4., 7. og 10 bekk grunnskóla á starfssvæði Heilsugæslustöðvar- innar á Akureyri. Það nær til Akureyrar, Eyjafjarðar- sveitar, Svalbarðsstrandarhrepps, Grýtubakka- hrepps, Arnarneshrepps, Glæsibæjarhrepps, Skriðu- hrepps og Öxnadalshrepps. Umræddir árgangar urðu fýrir valinu vegna þess að þeir þreyta allir samræmd próf. Safnað var gögnum um líkamsþyngd og hæð, námsárangur og líðan. Til að tengja saman þessar upplýsingar þurfti að auðkenna gögnin viðkomandi persónum þar til skráningu var lokið. Fengið var leyfi Vísindasiðanefndar og Persónuvemdar. Við úr- vinnslu gagnanna var notast við skrár þar sem per- sónuauðkennum hafði verið eytt. Skilyrði fyrir skráningu upplýsinga og þátttöku í rannsókninni var einnig að fyrir lægi upplýst samþykki foreldra við- komandi barns. Þá var einnig farið fram á að nem- endur í 10. bekk veittu sjálfir skriflegt samþykki sitt. Þetta fyrirkomulag kom nokkuð niður á heimtum. Við mat á líkamsþyngd er stuðst við líkamsþyngd- arstuðul, LÞS (Body Mass Index eða BMI) en með 768 Læknablaðið 2003/89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.