Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 48
■ FRÆÐIGREIN / NOTKUN NÁTTÚRUEFNA Mynd 3. Atgengi notkunar. Hlutfall þátttakenda eftir aldursflokki sem neytt haföi efnanna/lyfjanna á síöustliönum 2 vikum. 20- 30- 40- 50- 60- 70- 80 29 39 49 59 69 79 eða ára ára ára ára ára ára eldri Athugun á svarbjaga Reynt var að athuga var hvort einhver munur væri á þeim sem svöruðu spurningalistanum og þeim sem ekki svöruðu. Munur á algengi notkunar milli þeirra sem svöruðu snemma (á fyrstu 10 dögum eftir póst- sendingu spurningalistans) og þeirra sem svöruðu seinna var notuð sem vísbending um tilvist svarbjaga. Algengi notkunar var marktækt meira hjá þeim sem svöruðu snemma en hinna sem svöruðu seinna. Algengi notkunar náttúru- og fæðubótarefna var 52,6% hjá þeim sem svöruðu snemma en 37,3% hjá þeim sem svöruðu seinna og var tölfræðilega mark- tækur munur (x:=4,799; p=0,03). Munurinn var að- eins minni og ekki tölfræðilega marktækur hjá hinum flokkum efna og lyfja (79,6% á móti 69,9% fyrir vítamín, stein- og snefilefni og 73,7% á móti 62,7% fyrir lausasölulyf). Umræöa Svo virðist sem tekist hafi að útbúa spurningalista sem fólk á nokkuð auðvelt með og er tilbúið að svara. Svarhlutfall í síðasta fasa prófunar var tæplega 63% sem telst vel ásættanlegt. Þetta háa svarhlutfall var sérstaklega athyglisvert þar sem spurningalistinn var 31 blaðsíða. Telja má að þessi efni og lyf séu almenn- ingi frekar ofarlega í huga og áhugi þeirra á að svara spurningum þar að lútandi frekar mikill. Algengi notkunar náttúru- og fæðubótarefna á síð- astliðnum tveimur vikum mældist 46,8% sem telst mikið miðað við erlendar rannsóknir. Hluti skýringar- innar á þessu algengi er almenn aukning í notkun þessara efna frá þeim árum sem fyrri rannsóknirnar voru gerðar. Þetta er um leið varhugaverð þróun því hér á landi hafa komið upp fjöldi tilvika þar sem aukaverkanir og milliverkanir við önnur lyf hafa leitt til innlagnar á sjúkrahús (18). Algengi notkunar vítamína, stein- og snefilefna var einnig mun meira en sést hefur í erlendum rannsóknum. Fáar rannsóknir eru til um notkun lausasölulyfja. Sænsk rannsókn frá 1993 sýndi að 54% þátttakenda höfðu notað eitt eða fleiri lausasölulyf á síðastliðnu ári (24). Það er mun minna algengi en þau tæp 70% sem mældust í þessari rannsókn yfir tveggja vikna tímabil. Þess má þó geta að spurningalistinn var sendur út í lok febrúar og gæti það skýrt að hluta til þessa miklu notkun. Önnur hugsanleg ástæða þess að notkun efnanna og lyfjanna mældist í heild svo algeng er uppsetning spurningalistans. Þær rannsóknir sem miðað var við voru framkvæmdar með opnum spurningum og spönnuðu oft mjög langt tímabil. Sýnt hefur verið fram á að slfk aðferð skilar ekki eins haldgóðum upp- lýsingum um notkun lyfja (12-15). Þar sem spurninga- listinn sem hér er kynntur er nýr af nálinni er ekki til nein sambærileg rannsókn til viðmiðunar. Mun algengara virðist að konur noti náttúru- og fæðubótarefni og vítamín ýmis konar. Slíkur munur sást þó ekki varðandi lausasölulyf. Þetta samræmist niðurstöðum erlendra rannsókna. Fólk á miðjum aldri virðist oftast nota náttúru- og fæðubótarefni miðað við aðra aldurshópa. Algengi vítamínnotkunar er mest hjá eldra fólki sem einnig samræmist vel fyrri rannsóknum. Ef skoðaðir eru nánar þeir þættir sem geta bjagað niðurstöður þessarar rannsóknar er fyrst að nefna svokallaðan svarbjaga (á ensku: non-response bias). Reynt var að nálgast hann með athugun á þeim sem svara snemma miðað við þátttakendur sem svara seinna. Það leit út fyrir að svarbjagi væri til staðar sem skekkti niðurstöður þannig að notkun virtist algeng- ari hjá íslendingum en raun er. Einnig mætti hugsa sér að svokallaður valbjagi (á ensku: selection bias) geri það að verkum að algengi notkunar mældist svo hátt. Þátttakendur hafa allir áður tekið þátt í rannsóknum á vegum Hjartaverndar og eru búsettir á Stór-Reykja- víkursvæðinu. Þeir gætu þess vegna verið frábrugðnir íslensku þjóðinni í heild að einhverju leyti. Til dæmis er hugsanlegt að lýsisneysla sé algengari í þessum hópi vegna þekktra áhrifa lýsis á hjarta og æðar. Einnig gæti hin mikla notkun svokallaðs barna- magnýls skýrst af þessari tengingu við Hjartavernd. Hins vegar er ólíklegra að notkun flestra annarra efna og lyfja sé brengluð af tengslunum við þessar rann- sóknir sem úrtakið hefur tekið þátt í. Verið getur að búseta geti haft einhver áhrif þar sem meira aðgengi er að lyfjum og skyldum efnum á höfuðborgarsvæð- inu. Því er aðeins hægt að yfirfæra niðurstöður á þetta svæði. Þar sem úrtak var mjög lítið og ekki tekið beint úr þjóðskrá skal litið á þessa rannsókn sem prófun á ákveðinni aðferð til að spyrja almenning um notkun náttúrefna, fæðubótarefna og lausasölulyfa. Hafa verður í huga að neysluvenjur eru mjög breytingum undirorpnar. Bæði er um að ræða tískusveiflur þar sem ákveðin vara tekur markaðinn með stormi, en einnig er um árstíðabundnar sveiflur að ræða í vali fólks á náttúru- og fæðubótarefnum. Úrval lausasölu- lyfja breytist ekki eins hratt, en þó verður að gæta þess að spyrja samkvæmt nýjustu upplýsingum um 784 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.