Læknablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 43
FRÆÐIGREIN / NOTKUN NÁTTÚRUEFNA
Notkun náttúruefna, fæðubótarefna og lausa-
sölulyfja - hönnun og prófun spurningalista
Anna Birna
Almarsdóttir1
Dósent við Lyejafræðideild HÍ
Magnús
Sigurðsson2
Lyfjafræðingur
Vilmundur
Guðnason2
Læknir
Rannsóknin var unnin í ís-
lenskri erfðagreiningu sem
greiddi kostnað við hönnun og
prófun spurningalistans.
'Lyfjafræðideild
Háskóla íslands,
2Omega Farma,
•Hjartavemd.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Anna Birna Almarsdóttir
Lyfjafræðideild Háskóla íslands,
Haga, Hofsvallagötu 53,107
Reykjavík.
annaba@hi.is
Lykilorð: fœðubótarefni, lausa-
sölulyf náttúruefni,
spurningalistar.
Ágrip
Tilgangur: Faraldsfræðilegar rannsóknir sýna að opn-
ar spurningar í spurningalistum eru varasamar við
mælingu á notkun lyfja og skyldra efna. Mikilvægt er
einnig að varast að spyrja langt aftur í tímann. Þessi
atriði voru höfð í huga við hönnun spurningalista um
notkun náttúruefna, fæðubótarefna og lausasölulyfja.
Markmið rannsóknarinnar var að prófa spurninga-
listann ásamt því að mæla algengi notkunar síðustu
tvær vikur.
Efniviður og aðferðir: Nýr spurningalisti var hannað-
ur og nær allir svarmöguleikar hafðir lokaðir. For-
prófun á spurningalistanum fór fram í tveim fösum.
Þátttakendur voru úr hópi fólks sem kom í skoðun
hjá Hjartavernd. í þriðja fasa var tekið úrtak af
18.079 þátttakendum úr Reykjavíkurrannsókn
MONICA og Afkomendarannsókn Hjartaverndar.
Tekið var lagskipt slembiúrtak með tilliti til aldurs og
kyns (N=350). Við samanburð á tíðnitölum var notað
kí-kvaðrat próf.
Niðurstöður: Spurningalistanum var lítillega breytt
eftir forprófun. Aðallega var um orðalagsbreytingar
að ræða í spurningunum. I notkunarrannsókninni
svöruðu 220 einstaklingar listanum (62,9% svarhlut-
fall). Algengi notkunar náttúruefna var 46,8%;
ENGLISH SUMMARY
Almarsdóttir AB, Sigurðsson M, Guðnason V
The use of herbal medicines, food supplements, and
OTCs - design and testing of a questionnaire
Læknablaðið 2003; 89: 779-85
Background: Epidemiologic studies show that open-
ended questionnaire items are unreliable measures of the
use of drugs and related substances. It is also important to
avoid questions regarding the distant past. These issues
were kept in mind when designing a questionnaire on the
use of herbal medicines, food supplements, and over-the-
counter drugs (OTCs). The objectives of this study were to
pre-test the questionnaire and measure the prevalence of
use in the last two weeks.
Methods: A questionnaire was constructed almost entirely
with closed-ended responses. A pre-test was carried out in
two phases. Respondents were patrons of the lcelandic
Heart Association’s clinic. In the utilization study a sample
was taken from all 18 079 participants of the MONICA
Reykjavík research study and the Descendant Study of the
lcelandic Heart Association. The random sample was
75,9% fyrir vítamín, stein- og snefilefni, og 69,5% fyr-
ir lausasölulyf. Hvítlaukur var algengasta náttúru- og
fæðubótarefnið (14,5%). Lýsi hafði yfirburði í flokki
vítamína, stein- og snefilefna (59,1%). C-vítamín var
mest notað af stökum vítamínum (20,9%). Kalk var
langmest notaða steinefnið (11,4%). Verkjalyf voru
algengustu lausasölulyfin (38,6%).
Ályktanir: Form spurningalistans þótti þægilegt í for-
prófun. Algengi notkunar allra flokkanna er mikið
miðað við erlendar rannsóknir. Svarbjagi gæti verið
til staðar þannig að notkun virðist algengari hjá ís-
lendingum en raunin er. Þar sem úrtak var rnjög lítið
skal litið á þessa rannsókn sem prófun ákveðinnar
aðferðar við mælingu notkunar þessara efna og lyfja.
Inngangur
Spurningalistar eru ódýr og fljótleg rannsóknartæki
við öflun upplýsinga varðandi heilsu og sjúkdóma
(1). Þessi aðferð er orðin algeng í rannsóknum á sviði
faraldsfræði þótt hún njóti ekki þeirrar virðingar sem
vera ber vegna þess algenga misskilnings að góðan
spurningalista sé auðveldlega hægt að hrista fram úr
erminni (2-4).
stratified according to age and sex (N=350). A chi-squared
test was used to compare rates.
Results: The questionnaire was changed little after pre-
testing. The main changes related to wording of questions.
In the utilization study, 220 individuals responded (62.9%).
The prevalence of herbal use was 46.8%, 75.9% for vitam-
ins, minerals, and micronutrients, and 69.5% for OTCs.
Garlic was the most commonly used herbal and food-
supplement (14.5%). Codliver oil held a superior position in
the group of vitamins, minerals, and micronutrients
(59.1 %). Vitamin C was the most used single vitamin
(20,9%). Calcium was by far the most used mineral
(11,4%). Pain relievers were the most common OTCs (38.6%).
Conclusions: The format of the questionnaire was satis-
factory. The prevalence of use of all groups of substances
was high compared to foreign studies. Response bias may
make the use seem higher than is true. As the sample was
very small, this study should be viewed as a test of a
specific method for measuring the use of these substances.
Key words: food supptements, over-the-counter drugs,
herbal medicines, questionnaires.
Correspondence: Anna Birna Almarsdóttir, annaba@hi.is
Læknablaðið 2003/89 779