Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 60
UMRÆÐA & FRÉTTIR / E R HEILBRIGÐISKERFIÐ FÁRVEIKT? Er heilbrigðiskerfið fárveikt? - Erindi Jespers Poulsen formanns dönsku læknasamtakanna um öryggi sjúklinga á aðalfundi að Hólum vakti óskipta athygli fundarmanna LÍ Þröstur Haraldsson Heilbrigðiskerfið er ekki öruggur staður að vera á. Með þessari yfirlýsingu hóf Jesper Poulsen formaður dönsku læknasamtakanna erindi sitt um öryggi sjúk- linga á aðalfundi LI að Hólum. Fyrst hljómaði þetta eins og útúrsnúningur úr bílaauglýsingu en eftir því sem á erindið leið urðu áheyrendur æ meira sammála honum. Raunar bætti hann um betur og sagði eitt- hvað á þá leið að furðu sætti hversu margir slyppu óskaddaðir frá viðskiptum sínum við heilbrigðis- kerfið. Jesper hefur flutt þetta erindi víða um lönd enda er um fátt meira talað þar sem læknar koma saman þessi misserin en öryggi sjúklinga, eða öllu heldur skortinn á því. Allt frá því fyrsta rannsóknin á mis- tökum í meðferð sjúklinga var gerð fyrir tólf árum vestur í Bandaríkjunum hafa vísbendingarnar hrann- ast upp sem sýna æ betur að það er eitthvað að heil- brigðiskerfi heimsins. Þar verða ótrúlega mörg ó- höpp sem ekki er með neinu móti hægt að rekja til sjúkdómsins sem verið er að meðhöndla heldur verða fyrir tilverknað meðferðarinnar sem beitt er. Eftir fyrstu rannsóknirnar komu menn sér saman um skilgreiningu á því sem á ensku nefnist „serious adverse events”. Samkvæmt henni telst það vera al- varlegt óhapp þegar afleiðingin er ýmist sú að sjúk- lingurinn deyr, verður fatlaður eða óvinnufær í þrjá mánuði, eða lengur eða að sjúkrahúsdvöl hans leng- Gestir aðalfundar ist um viku eða meira af ástæðum sem ekki er hægt Lœknafélags íslands á að rekja til sjúkdómsins sem upphaflega var ætlunin Hólum í ágúst ísumar. að meðhöndla. Þrjár júmbóþotur á viku Jesper vitnaði í rannsóknir sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum, Ástralíu, Bretlandi og Danmörku og sýna að alvarleg atvik eru verulega örg, eðaá bilinu 9- 16,6 af hundraði þeirra tilvika sem skoðuð hafa verið. Bandarískir rannsakendur hafa komist að þeirri niður- stöðu að sennilega kosti þessi alvarlegu atvik 45.000- 98.000 manns lífið á hverju ári. Þetta jafngildir því að í hverri viku farist þrjár jumbóþotur fullhlaðnar farþeg- um allanársins hring. „Ef þetta gerðist þannig yrði auðvitað allt vitlaust, en við missum okkar fólk jafnt og þétt svo enginn tekur eftir því,” sagði hann. Niðurstöður dönsku könnunarinnar (sem Jesper viðurkenndi að hefði verið lítil) benda til þess að sambærilegar tölur þar í landi væru 1500-5000 dauðs- föll á ári en alvarlega slasaðir væru tífalt fleiri. Engin rannsókn hefur verið gerð á þessu hér á landi en Jesper benti á að með því að yfirfæra dönsku tölurn- ar á íslenskar aðstæður jafngiltu þær því að 90-300 manns létust hér á hverju ári og tífalt fleiri slösuðust alvarlega. Um þetta er að sjálfsögðu ekkert hægt að lullyrða og væri þarft að gera á því könnun. Samkvæmt niðurstöðum dönsku könnunarinnar verða um 100.000 alvarleg atvik í heilbrigðiskerfinu þar árlega. Kærur vegna mistaka lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna eru einungis um 5000 á ári í Danmörku og af þeim verða ekki nema um 2000 fyr- ir raunverulegum skaða. Hinir hafa vissulega orðið fyrir vondri meðferð en ekki beðið neinn skaða af henni. Þessar tölur sýna að 98% þeirra alvarlegu at- vika sem verða leiða ekki til kæru. „Við höfum hingað til einblínt á atvikin sem eru kærð en hvað um öll hin? Það er nauðsynlegt að færa sjónarhornið og horfast í augu við hinn raunverulega vanda,” sagði Jesper. Jesper sýndi fundarmönnum athyglisveða glæru þar sem nokkrum sviðum mannlegra athafna var rað- að niður eftir áhættustigi: 1. flokkur - lítil áhætta Áætlunarflug Evrópskar járnbrautir Kjarnorkuver 2. flokkur - áhætta í meðallagi Leiguflug Umferð bíla Efnaverksmiðjur 3. flokkur - mikil áhætta Teygjustökk Fjallaklifur Heilbrigðiskerfið 796 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.