Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 10
ITSTJÓRNARGREINAR NBPDC-kerfið var notað til að skýra muninn á tíðni burðarmálsdauða milli Danmerkur og Sví- þjóðar (4). í ljós kom að í Danmörku urðu marktækt fleiri dauðsföll heilbrigðra barna í fæðingu, en intra- partum dauðsföllum barna sem eru hvorki miklir fyrirburar né haldin meðfæddum göllum ætti oftast að vera hægt að afstýra með góðri fæðingarhjálp. I annarri rannsókn var samanburður gerður á Danmörku, Svíþjóð og Litháen, en tíðni burðarmáls- dauða í síðastnefnda landinu er tvöfalt hærri en á Norðurlöndum (5). Sá hópur sem reyndist jafnstór í þessum löndum voi u börn sem deyja í móðurkviði án þess að vera vaxtarskert, oftast óútskýrð dauðsföll sem gera ekki boð á undan sér eða naflastrengsslys. Þetta er líka stærsti hópurinn hjá okkur sem og í öðr- um löndum, þar sem tíðni burðarmálsdauða er lág, enda er illmögulegt að afstýra þessum dauðsföllum. Nýlega var gerð stór evrópsk rannsókn (E- uronatal) þar sem gerður var samanburður á burð- armálsdauðatilfellum í tíu Evrópulöndum (6). Metið var hversu oft mætti finna ófullnægjandi þætti (suboptimal factors) og reynt að gera sér grein fyrir hvernig það hefði áhrif á útkomuna. Munur milli landanna var verulegur. Sjaldnast var talið að hægt hefði verið að afstýra dauðsfalli í Finnlandi (31,9% tilfella) en oftast í Englandi (53,5%). Algengast var að alvarleg vaxtarskerðing fósturs væri ekki greind og reykingar mæðra höfðu mikið vægi. Lykilhugtök í burðarmálsrýni erlendis eru „sub- optimal car” og „avoidable factors”. Það fyrra má þýða sem ófullnægjandi meðferð og getur verið vegna þess að heilbrigðisþjónustan er ófullnægj- andi eða að hún er ekki þegin, til dæmis meðferð hafnað. Hið síðarnefnda má þýða sem áhættuþætti eða atvik sem hefði mátt komasl hjá. í þessu hug- taki felast að auki þættir sem eru vart á valdi heil- brigðisstarfsfólks eða stofnunar, svo sem félagsleg- ir þættir (til dæmis fátækt, heimilisofbeldi) eða á- hættuþættir sem tengjast lífsstíl eins og fíkniefna- neysla, offita og reykingar. Hugtökin „avoidable factors” og „potentially avoidable outcome” eru hins vegar ólík því hið síðarnefnda felur í sér að hægt hefði verið að afstýra slæmri útkomu. Oft er dregin sú ályktun að slæm útkoma hljóta að vera í beinu orsakasamhengi við ófullnægjandi meðferð. En oft sést sams konar „ófullnægjandi meðferð” í öðrum tilvikum þar sem allt fer vel. Einnig kemur oft í ljós að betri meðferð hefði ekki getað komið í veg fyrir slæma útkomu. Hérlendis eins og í nágrannalöndunum fjölgar sífellt kærum og kvörtunum vegna þeirra sem starfa að mæðravernd og fæðingarhjálp þrátt fyrir sílækkandi tíðni burðarmálsdauða. Þetta vekur upp spurningar um hvers við erum megnug og hvaða væntingar eru gerðar til okkar. Þrátt fyrir að tíðni burðarmálsdauða sé með því lægsta sem þekkist í heiminum verður seint hægt að bjarga öllum börnurn, og þó nærri sé búið að koma í veg fyrir mæðradauða á Vesturlöndum get- ur einstaka meðganga eða fæðing reynst lífshættu- leg. Ljóst er að þörf er á áframhaldandi rannsókn- um og bættri fæðingarskráningu til þess að hægt sé að vinna að enn frekari úrbótum á þessu mikil- væga sviði heilbrigðisþjónustunnar. Heimildir 1. Snædal G, Biering G, Sigvaldason H. Fæðingar á íslandi 1972- 1981.2. grein. Burðarmálsdauði. Læknablaðið 1982; 68:303-4. 2. Bjarnadóttir RI, Geirsson RT, Pálsson G. Flokkun burðar- málsdauða á íslandi 1994-1998. Læknablaðið 1999; 85: 981-6. 3. Geirsson RT, Pálsson G, Bjarnadóttir RI, Harðardóttir H. Skýrsla frá fæðingarskráningunni fyrir árið 2002. Kvennadeild LSH, 2003. 4. Langhoof-Roos J, Borch-Christensen H, Larsen S, Lindberg B, Wennergren M. Potentially avoidable perinatal deaths in Denmark and Sweden 1991. Acta Obstet Gynecol Scand 1996; 75: 820-5. 5. Langhoof-Roos J, Larsen S, Basys V, Lindmark G, Bado- kynote M. Potentially avoidable perinatal deaths in Denmark, Sweden and Lithuania as classified by the Nordic-Baltic classification. Br J Obstet Gynaecol 1998; 105:1189-94. 6. Richardus JH, Graafmans WC, Verloove-Vanhorick SP, Mac- kenbach JP. The Euronatal Audit Panel, The Euronatal Work- ing Group. Differences in perinatal mortality and suboptimal care between 10 European regions: results of an international audit. Br J Obstet Gynaecol 2003; 110:152-7. Leiðrétting I Læknablaðinu 2003; 89: 665 birtist taflan hér fyrir neðan. Beðist er velvirðingar á því að heiti á dálkum víxluðust. Tafla V. Virkni súperoxíödismútasa (SODl)(rauö blóökorn) og oxunarvirkni cerúlóplasmíns (sermi) ásamt sérvirkni cerúlóplasmíns í fólki meö Downs heilkenni. Bornar eru saman niöurstööur mælinga í einstaklingum 40 ára og eldri viö þá sem voru yngri en 40 ára. / eldri hópnum voru 13 einstaklingar, en 22 í þeim yngri. Ákvaröanir 40 ára og eldri Yngri en 40 ára P gildi meöalgildi - bil meöalgildi - bil Virkni SODl (SOD 525 einingar) 430 (365-478) 474 (132-583)81 0,0489' Virkni cerúlóplasmíns (ein./ml) 105 (72-134) 104 (67-156) n.s. Sérvirkni cerúlóplasmíns (ein./mg) 298 (232-417) 333 (233-396) 0,0414' a) Aöeins 20 einstaklingar. Tvö sýni spilltust vegna blóörofs. (Niöurstööur samkvæmt Þórsdóttir et al. 2001; sjá heimildaskrá.) * Tölfræöilega marktækur munur. n.s. = munur ekki tölfræöilega marktækur. 746 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.