Læknablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 18
FRÆÐIGREINAR / TALÍDÓMÍÐ
TAFLA I. Helstu fósturskemmdir eftir töku talídómíös og birtingartími þeirra í meögöngu (post conceptionem).
Fósturskemmdir Birtineartími Athucasemdir
Eyru vantar eöa eru vanmótuð 20.-22. dagur Talídómíðböm án eyma eða með vanmótuð eyru, en án skemmda í
Truflun á starfi 6. og 7. heilatauga 20.-22. dagur (áverkunartími talídómíös byrjar) útlimum, eru oft með einhverfu
Vöntun eöa vanmótun á þumli 22.-27. dagur
Selshreyfar eða vanmótun á 24.-31. dagur Selshreyfar eða vanmótun á hand-
handleggjum eða fótleggjum er mesta sérkenni talídómíðbama
Selshreyfar eða vanmótum á fótleggjum 27.-34. dagur
Vanmótun á eyrum og ýmsum innri Vanmótun eða vansköpun á hjarta,
líffœrum með eða án útlimaskemmda 24.-34. dagur gallblöðru, skeifugöm og fleira - æðahnyklar á nefi/efri vör
Vanmótun á þumli og þörmum 32.-36. dagur f þumli eru oft þriðju liðamót
(anorectal stenosis) (áverkunartíma talfdómi'ðs lýkur)
Tekið eftir (19, 24).
Ef birtingartími fósturskemmda af völdum talfdómíðs er miðaður við síðustu tíðir fyrir þungun er venja að bæta 14 dögum við
þann fjölda daga er í töflunni greinir.
Somers (14), sem starfaði hjá því lyfjafyrirtæki í
Bretlandi er hafði leyfi til þess að framleiða talídó-
míð þar í landi (Distaval®), rannsakaði lyflrrif talídó-
míðs í músum. Hann notaði lyfið í 1% karboxí-
metýlsellulósa, en talídómíð er mjög torleyst í vatni
og flestum öðrum leysiefnum eins og Kunz og félag-
ar höfðu réttilega bent á (10). Somers fann eins og
þeir að talídómíð hefði enga svefn-/eða svæfandi
verkun („thalidomide was devoid of a narcotic act-
ion”). í þessum tilraununr hafði talídómíð að vísu
áaukandi verkun (potentiation) á verkun barbitúr-
sýrusambanda og etanóls. Örvandi lyf (metam-
fetamín, metýlfenídat) drógu sömuleiðis úr róandi
verkun talídómíðs í dýrum. í mönnum hafði talídó-
míð hins vegar greinilega svefnframkallandi verkun.
Burley ög samstarfsmenn hans (15) gerðu í megin-
dráttum opna tilraun með83 sjúklinga á tveimurspít-
ölum. Sjúklingarnir fengu talídómíð (oftast 100-200
mg) á víxl við eitthvert barbitúrsýrusamband (200
mg). Áttatíu og tveir af hundraði sjúklinganna töldu
að talídómíð gæfi betri eða sambærilegan svefn við
það barbitúrsýrusamband sem hlutaðeigandi sjúk-
lingar voru vanir að nota. í tvfloka (double-blind) til-
raun með sjúkiinga valda af handahófi á lyflækninga-
og skurðlækningadeildum (41 fékk lyfleysu; 25 fengu
talídómíð 100 mg; 25 fengu talídómíð 200 mg) kom í
ljós að minni skammtur talídómíðs stytti hvorki tíma
að svefni né lengdi tíma í svefni. Stærri skammtur
talídómíðs hafði hins vegar marktækt meiri verkun
en minni skammturinn (16). Höfundurinn endar
grein sína með þessum orðum: „The evidence availa-
ble to date is therefore encouraging and arouses
hope that thalidomide may represent a significant
advance in hypnotic therapy, but wider experience is
needed to define precisely the addiction liability and
safety margin of the drug in man” (16). En við þetta
hefur í stórum dráttum setið þar eð ekki löngu síðar
byrjaði að draga úr notkun talídómíðs á spítölum
vegna hættu á alvarlegum taugaskemmdum (8).
Segja má því að enn sé óvíst hvernig róandi verkun
og svefnverkun talídómíðs sé lil komin. Hitt er þó
jafnvíst að við nolkun á talídómíði (oftast 100-400 mg
á dag) nú á dögum á allt aðrar og veigameiri ábend-
ingar en áður var, er syfja eða höfgi algeng hjáverkun.
Svipaða sögu er að segja um uppsöluhemjandi
verkun talídómíðs. Ymislegt bendir til þess að talídó-
míð geti haft slíka verkun, en allt er á huldu hvernig
og með hverjum hætti sú verkun er.
Taugaskemmdum eftir töku talídómíðs var fyrst
lýst með vissu í Þýskalandi haustið 1959. Taugasjúk-
dómalæknir að nafni Ralf Voss sendi Chemie
Grúnenthal bréf og spurðist fyrir hvort talídómíð
hefði verið sett í samband við fjöltaugabólgu með
dofa og stingjum í höndum og fótum. Hann hafði séð
þessi einkenni hjá sjúklingi sem tekið hafði talídómíð
reglulega í hálft annað ár. Svarið frá Chemie
Grúnenthal var neitandi. Þetta var þó vafasamt þar eð
nrargir læknar höfðu þá þegar kvartað til fyrirtækisins
undan ýmsum hjáverkunum eftir talídómíð frá út-
taugakerfi eða miðtaugakerfi. Vorið 1960 kynnti Voss
enn þrjú tilfelli af fjöltaugabólgu í útlimum af völdum
talídómíðs á fundi þýskra taugasjúkdómafræðinga.
Chemie Grúnenthal gerði hér eftir allt til þess að gera
Voss ótrúverðugan. Þessi umræða leiddi samt til þess
754
Læknablaði
ð 2003/89
M