Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 73

Læknablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 73
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNAR GEGN TÓBAKI Hálfnað verk þá hafið er - klárum það! Ef saman okkar snúa bök, sjá, þá lyftast Grettistök í tilefni reyklausa dagsins 31. maí sl. ákvað stjórn félagsins Læknar gegn tóbaki að leita eftir stuðn- ingi lækna til að minna á daginn og tilgang hans. Ekki verður annað sagt en að undirtektir hafi ver- ið frábærar. Við sendum tæplega 1000 kort til allra lækna á íslandi og af þeim skiluðu sér á þriðja hundrað undirrituð kort til Jóns Kristjáns- sonar heilbrigðismálaráðherra. A kortinu var minnt á metnaðarfull markmið heilbrigðisáætlun- ar alþingis til ársins 2010 um að draga úr reyking- um. ítrekaður var vilji læknisins til þess að stuðla að því í starfi sínu að þessi markmið náist. Jafn- framt var því beint til ráðherra að tryggja rétt fólks til reyklauss umhverfis og sérstaklega nefnt að gera þurfi almenn rými á veitinga- og skemmtistöðum reyklaus. Ennfremur var bent á mikilvægi góðra meðferðarúrræða fyrir þá sem vilja hætta að reykja og í því sambandi nefnd „Ráðgjöf í reykbindindi - grænt símanúmer 800 6030 “. Fátt er líklegra til að fá einstakling til að hætta að reykja en einmitt ábending frá lækni. Einnig er á- hrifaríkt að rödd lækna (einstakra og í hópum) heyrist oft og víða, bæði varðandi gamlar stað- reyndir og nýjar áherslur í tóbaksvörnum. Þetta vanmeta læknar í tóbaksvarnastarfi sem og öðru forvarnastarfi, t.d. slysavörnum. Það hefur sann- arlega áhrif þegar fjórðungur íslenskra lækna sér ástæðu til að senda ráðherra kort og undirstrika á- hersluatriði í tóbaksvörnum. Leiðari Morgun- blaðsins 7. júlí fjallaði um ábendingar lækna til ráðherra varðandi óbeinar reykingar. Þegar stjórn Lækna gegn tóbaki átti fund með ráðherra rúm- lega einum mánuði eftir reyklausa daginn sýndi hann ábendingum þessa stóra læknahóps bæði skilning og áhuga. Greinilegt var að hann og sam- starfsfólk hans vill vinna ofangreindum atriðum brautargengi. A fundinum fögnuðum við því að ísland var eitt af fyrstu löndunum til að undirrita rammasamning WHO um takmörkun tóbaks- reykinga. Að mestu snerust umræðurnar þó um óbeinar reykingar, skaðsemi þeirra og mikilvægi þess að draga úr þeim. Bent var á að frændur okk- ar Norðmenn hafa ákveðið með lagasetningu að næsta vor verði allur veitningageirinn (veitinga- hús, hótel, kaffihús, barir o.s.frv.) þar í landi reyk- laus. Höfuðrök Norðmanna að baki þessu eru að tryggja beri starfsfólki heilnæmt andrúmsloft við störf sín (líka þeim sem ekki reykja). Hvort al- þingi íslendinga samþykkir lög í þessum anda á komandi vetri er óvíst. Hitt er ljóst að við læknar höfum þarna verk að vinna og af undirtektunum í vor að dæma er greinilegt að nægur vilji er til að vinna það verk. Viðmælendur okkar geta verið margir; almenningur, starfsfólk kaffi- og veitinga- húsa, stéttarfélög, vinnuveitendur, sveitarstjórnar- menn, þingmenn o.s.frv. Undanbragðalaust en heiðarlega þarf að upplýsa um skaðsemi óbeinna reykinga svo að skilningur vaxi á því að í raun er þetta vinnuverndarmál. Það er drjúgt að vinna maður á mann, ekki síst á grundvelli vináttu og kunningsskapar, og munum: dropinn holar stein- inn. Fyrir hönd stjórnar Lækna gegn tóbaki þakka ég frábærar undirtektir á liðnu vori og hvet ykkur öll kæru starfssystkin til að íhuga hvernig þið getið unnið reykleysinu enn frekara brautargengi. Pétur Heimisson formaður Lækna gegn tóbaki Greinarhöfundur ásamt heilbrigðisráðherra og Lilju Sigrúnu Jónsdóttur úr félaginu Lœknar gegn tóbaki. Læknablaðið 2003/89 809
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.