Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 33
FRÆÐIGREINAR / ÞYNGD SKÓLABARNA honum er líkamsþyngd skoðuð með hliðsjón af hæð viðkomandi einstaklings samkvæmt eftirfarandi for- múlu: þyngd/hæð_ (kg/m_). Annars vegar er reikn- aður út meðaltalsþygndarstuðull fyrir hvern árgang á hverju tímabili og ennfremur hversu mikill hluti barna er yfir ákveðnum viðmiðunarmörkum í LÞS á sama hátt. Aðferðir til að meta ofþyngd og offitu eru nokkr- ar en mæling á líkamsþyngdarstuðli er hins vegar sú aðferð sem helst hefur fest sig í sessi. Þessi aðferð er talin örugg og aðgengileg í leit að offituvandamálum hjá börnum (13). Þá hefur hún sýnt góða samsvörun við fylgikvillum sem koma fram síðar á ævinni eins og hárri blóðfitu, háum blóðþrýstingi og þróun hjarta- og æðasjúkdóma. Helsti ókostur aðferðarinnar er sá að hún tekur ekki tillit til aukins vöðvamassa sem mælist í auknum LÞS. Ofþyngd (overweight) tekur hér til þess hóps sem er í 85-95 hundraðshluta þyngd- ardreifingarinnar og offita (obesity) vísar til barna og unglinga sem eru meðal þeirra 95-100 % þyngstu (14). Þyngd og hæð allra barna var mæld af skóla- hjúkrunarfræðingum. Mælingarnar fóru fram á tíma- bilinu frá nóvember 2000 til maí 2001 en áður höfðu þær vogir sem notaðar voru verið yfirfarnar sérstak- lega. Heilsufarsskýrslur frá grunnskólum á starfssvæði Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri eru varðveittar þar aftur til ársins 1950 að minnsta kosti. í þessum skýrslum er að finna upplýsingar um hæð og þyngd allra barna sem sótt hafa skóla á svæðinu. Börnin hafa verið vigtuð og hæð þeirra mæld vor og haust ár hvert til loka grunnskóla en fyrir tíð grunnskóla eftir því hvort nemendur luku landsprófi eða gagnfræða- prófi. Ut frá þessum mælingum var reiknaður líkams- þyngdarstuðul en niðurstöður voru aðeins notaðar ef mælingar voru skráðar með einum aukastaf. Við mat á líðan var notað próf sem sérstaklega er hannað til að meta andlega líðan ungs fólks, svo kall- að YSR-próf (Youth Self Report) sem gerl var af Achenbach (15,16) en það er í formi spurningalista sem leggja má fyrir nemendur á aldrinum 11-18 ára. Helga Hannesdóttir geðlæknir hefur haft forgöngu um notkun listans á Islandi. Sjálf notaði hún listann í umfangsmikilli rannsókn á líðan íslenskra unglinga (17). Þessi listi hefur einnig verið notaður í íslenskri rannsókn af einum höfunda (18). Meginuppistaða listans eru 112 staðhæfingar sem viðkomandi barn eða unglingur á að merkja við á mismunandi hátt, eft- ir því hve vel þær eiga við. Svarmöguleikarnir eru eft- irfarandi: 0 = ekki rétt, 1 = að einhverju leyti eða stundum rétt, 2 = á mjög vel við eða er oft rétt. Við úrvinnslu er hægt að bera svörin við spurning- unum saman við svarmynstur viðmiðunarhópanna til að flokka einkenni barnsins í eftirfarandi flokka: hlé- drægni (Withdrawn), erfiðleikar með athygli (Attention problems), hegðunarerfiðleikar (Del- inquent behavior), árásargirni (Agressive behavior), líkamlegar umkvartanir (Somatic complaints), kvíði/þunglyndi (Anxious /depressed), félagslegir erfiðleikar (Socialproblems) og erfiðar hugsanir (Thought problems.) Auk áðurnefndra undirþátta gefur próf Achen- bachs heildarniðurstöðu sem á að gefa til kynna hvort tiltekinn einstaklingur eigi við svo alvarlega erfiðleika að etja að það kalli á meðferð sérfræðinga og er hún stöðluð miðað við t-dreifingu og flokkuð í fimm flokka: eðlilegt 1 (Normal 1), eðlilegt 2 (Normal 2), eðlilegt 3 (Normal 3), í áhættuhópi (Borderline) og meðferðarþurfi (Clinical). í þessari rannsókn var YSR-prófið lagt fyrir af kennurum í hverjum bekk fyrir sig samkvæmt ítarleg- um leiðbeiningum. í rannsókn frá 1995 á áreiðan- leika svara sem aflað er með fyrirlögn kennara í ís- lenskum skólum kom ekkert fram sem benti til þess að slíkt fyrirkomulag hefði áhrif á svör nemenda í 8.- 10. bekk við viðkvæmum spurningum (19). Til að meta námsárangur voru notaðar einkunnir á samræmdum prófum en þær upplýsingar voru fengnar hjá Námsmatsstofnun vorið 2001. Veturinn 2000-2001 voru lögð fyrir samræmd próf í íslensku og stærðfræði í 4., 7. og 10. bekk. í þessari rannsókn er stuðst við samræmda einkunn og normaldreifða stöðueinkunn í íslensku og stærðfræði. Við athuganir á tengslum þyngdar, líðanar og námsárangurs er not- að meðaltal samræmdra einkunna í íslensku og stærðfræði. Samræmd einkunn (rauneinkunn) sýnir heildareinkunn í hverri námsgrein. Einkunnastigi samræmdra einkunna er á bilinu 1 til 10. Námsmats- stofnun hefur undanfarin ár gefið einkunnir í heilum og hálfum tölum. Samræmd einkunn er því námund- uð þannig að nemandi sem fær 6,5 í einkunn gæti hafa fengið 63,5% til 67,4% mögulegra stiga. Eins og bent er á í gögnum Námsmatsstofnunar (20) er gallinn við þessar upplýsingar sá að þær eru ekki sambærilegar frá einu prófi til annars. Normaldreifð einkunn er einkunnastigi sem hefur níu þrep. Meðaltal hans er 5,0 og staðalfrávik nálægt 2,0. Hæsta einkunn er 9 en sú lægsta 1. Hver einkunn á bilinu 1 til 9 svarar til til- tekins hlutfalls nemenda. Með þessum hætti er ljóst fyrirfram um hlutföll nemenda á hveiju einkunna- stigi þó ekki verði vitað fyrirfram hverjir falla í hvert þrep. Þannig er vitað fyrirfram að 12% nemenda muni fá einkunnina 3 og alls muni 23% nemenda fá einkunnina 1,2 eða 3. A sama hátt er vitað fyrirfram að 12% nemenda muni fá einkunnina 7. Helsti kost- ur normaldreifðrar einkunnar er sá að hún endur- speglar ekki sérkenni tiltekinna prófa, sem geta verið misjöfn milli ára. Samanburður á hópum milli ára verður því áreiðanlegri þegar þessar einkunnir eru notaðar, öfugt við rauneinkunnir (21). Unnið var með upplýsingar úr gögnum í tölfræði- forritinu SPSS. Við úrvinnslu gagna var víða notast við greiningaraðferðir sem byggjast á að skoða dreif- ingu einstakra breyta eða tengsl tveggja breyta með Læknabladið 2003/89 769
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.