Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2003, Qupperneq 75

Læknablaðið - 15.10.2003, Qupperneq 75
UMRÆÐA OG FRÉTTIR / SAGA LÆKNINGANNA Nesstofa og landlæknarfyrri tíma Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar og Þjóðminjasafnið fyrir hönd Nesstofusafnsins bjóða í sameiningu fram styrk til háskólanema sem vilja skrifa námsritgerð um efni tengt sögu heilbrigðis- mála á íslandi. Styrkurinn er kenndur við prófessor Jón Steffensen til að minnast framlags hans til safns- ins og rannsókna í sögu læknisfræðinnar. Styrkur Jóns Steffensen var veittur í fyrsta sinn 12. febrúar 2002 og skipt milli tveggja umsækjenda. Annar styrk- þeginn, Kolbrún S. Ingólfsdóttir nefndi ritgerð sína: Nesstofa. 70 ár í heilbrigðissögu íslands 1763-1833. Kolbrún kynnti efnið á fræðslufundi Félags áhuga- manna um sögu læknisfræðinnar sem haldinn var 30. apríl 2003 þar sem hún rakti sögu Nesstofu sem menningar- og menntaseturs í 70 ár. A eftir fyrirlestri Kolbrúnar fræddi Heimir Þorleifsson sagnfræðingur fundarmenn um sögu Seltjarnarness. Hér á eftir fer útdráttur úr fyrirlestri Kolbrúnar sem hún hefur tek- ið saman fyrir lesendur Læknablaðsins. Nesstofa var byggð á árunum 1761 til 1763 eftir teikn- ingum Jacobs Fortling hirðhúsameistara og var grá- grýtið í hana fengið úr fálkahúsi konungs á Valhúsa- hæð. A jarðhæð váT apótek og húsakynni landlæknis- embættisins en í risi voru íbúðarherbergi og yfir því var hanabjálkaloft. Bjarni Pálsson (1719-1779), okk- ar fyrsti landlæknir, settist að í Nesi með fjölskyldu sína árið 1763 og bjó þar til dauðadags. Frá árinu 1772 skiptu landlæknir og apótekari með sér ábúðar- réttindum í Nesi. A Islandi var engin læknisþjónusta fyrir árið 1760 en hér voru alþýðulæknar, ólærðar yf- irsetukonur og stundum erlendir bartskerar á ferð. Hér var engin lyfjabúð en grasalækningar algengar. Miklar sveiflur voru í ungbarnadauða og íbúafjöldi gekk í bylgjum og stóð nánast í stað eftir hvert hallær- ið af öðru. Fyrsti landlæknirinn átti að sjá um mennt- un læknaefna og útskrifa þá sem fjórðungslækna, uppfræða ljósmæður, vera lyfsali, sjá um sóttvarnir og annast heilsugæslu allra landsmanna. Þetta var mikið verkefni fyrir einn mann í strjálbýlu landi sem var erfitt yfirferðar með óbrúaðar ár og enga vegi. A 18. öld byggðist læknisfræði á lyfjafræði, blóðtökum og koppsetningu. Læknar sem útskrifuðust úr háskóla stunduðu lyflækningar og bartskerar, sem voru rakar- ar, stunduðu skurðlækningar eða handlækningar. í Danmörku sameinuðust þessar tvær stéttir innan læknadeildar Hafnarháskóla árið 1842. Konungur hafði einn manna vald til að koma á fót læknisemb- ættum og skipuleggja menntun lækna. Þetta var því einokun á starfsleyfum til lækna og á menntun lækn- isefna. Uppbygging heilbrigðisþjónustu á Islandi á átjándu öld var undir áhrifum frá upplýsingastefn- unni sem var hugmyndastefna um að efla hag þjóða með þjóðfélagslegum breytingum. Nesstofa var læknasetur og þar fór fram menntun lækna og kennsla ljósmæðra hjá Bjarna Pálssyni landlækni og eftirmönnum hans. Á þessuni sjötíu árum urðu læknanemar í Nesi alls 22. Af þeim urðu tíu læknar á Islandi að prófi loknu þaðan eða frá Kaupmannahöfn. Síðasti nemandinn í Nesi var dr. Jón Hjaltalín (1807-1884), síðar landlæknir. Skipaðir landlæknar voru allir með fullgilt embætt- ispróf (examen medicum) frá Hafnarháskóla en einnig voru settir landlæknar með önnur próf. Skipað- ir landlæknar í Nesi voru Bjarni Pálsson 1760-1779, Jón Sveinsson 1780-1803, Thomas Klog 1803-1815 og Jón Thorstensen 1820-1855. Settir landlæknar voru Jón Einarsson 1779-1780, útskrifaður frá Nesi, Sveinn Pálsson 1803-1804, náttúrufræðingur frá Hafnarhá- skóla, og Oddur Hjaltalín 1816-1820 sem nam við Hina konunglegu kírúrgísku akademíu í Höfn. Land- læknisembættið var llutt til Reykjavíkur árið 1833. Kolbrún S. Ingólfsdóttir ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Mynd af Nesstofu eftir Aage Nielsen Edwin og er hún í bók Vilmundar Jóns- sonar, Lœkningar og saga. Tíu ritgerðir, 1. bindi, Reykjavík 1969, bls. 208. Höfimdurinn er meinatæknir og sagnfræðingur. Læknablaðið 2003/89 811
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.