Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 76

Læknablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 76
UMRÆÐA 0G FRÉTTIR / SAGA LÆKNINGANNA Á árunum 1766-1799 voru stofnuð alls fimm lækn- isembætti á Islandi í viðbót við embætti landlæknis. Vestmannaeyjar urðu sérstakt læknishérað árið 1828 og Húnvetningar fengu sér sinn eigin lækni árið 1837. Þessi skipan hélst til ársins 1876 þegar Læknaskólinn var stofnaður í Reykjavík. Læknishéruðin urðu þá alls tuttugu. Brautryðjendastarfið að Nesi skilaði sér síðar í aukinni kennslu fyrir lækna og ljósmæður með stofnun Læknaskóla árið 1862 á vegum dr. Jóns Hjaltalíns landlæknis og stofnun sjúkrahúss í Reykja- vík árið 1866. Apótekarar í Nesi ráku lyfjabúð í Nesstofu og kenndu þeir jafnframt lyfjafræðinemum sem urðu þó að taka lokapróf sitt í Kaupmannahöfn að loknu námi sem lyfjasveinar (candidatus pharmaciae). Fyrsti lærði lyfjafræðingurinn var Björn Jónsson (1738-1798) lyfsali. Nesapótek eða landlæknisapó- tekið varð síðan að Reykjavíkurapóteki árið 1834 og var það lagt niður þann 1. apríl 1999. Þetta elsta apó- tek á Islandi hafði því verið á tveimur stöðum í 236 ár þegar því var lokað. Akureyrarapótek starfaði frá 1819 til 1823 og svo á ný eftir 1836 og lyfjabúð var sett á stofn í Stykkishólmi árið 1835. Uppbygging lyfja- fræðináms á íslandi og fjölgun apóteka gekk því hægt fyrir sig. Ljósmæður eru elsta embættisstétt kvenna á ís- landi. Uppfræðsla þeirrar tók oftast ekki nema fjórar vikur. Bjarni Pálsson réði fyrstu lærðu ljósmóðurina til landsins árið 1761. Hún hét Margrethe Katarine Magnússen og var dönsk. Hún annaðist verklega kennslu ljósmæðra til 1803. Kennslufyrirkomulag ljósmæðra hélst nær óbreytt næstu 100 árin. Á árun- um 1761 til 1833 útskrifuðu landiæknar40 ljósmæður og aðrir læknar 14 og fóru þær oftast til starfa í heimabyggð sinni. I Nesstofu var heilbrigðisþjónustan á Islandi mót- uð á árunum 1763-1833 eftir tilskipunum frá Dan- mörku sem átti sér rætur í breyttri stjórnsýslu þar. Kennslan var nær eingöngu fræðileg þar sem ekkert sjúkrahús var í landinu nema sjúkraskýli í Nesi og holdsveikraspítalarnir fjórir. Það má spyrja sig hvort Nesstofa hafi verið fyrsti fagskólinn á Islandi með menntun læknanema og útskrift þeirra, forkennslu í lyfjafræði og kennslu ljósmæðra. Háskóli Islands út- skrifar núna nemendur í öllum þessum greinum inn- an heilbrigðisþjónustunnar. Hin skipulagða uppbygg- ing heilbrigðisþjónustu á íslandi á árunum 1760 til 1833 átti sér rætur í skólastarfinu í Nesi og hjá Bjarna Pálssyni. Uppbygging læknakennslu og uppfræðsla ljósmæðra að Nesi við Seltjörn ruddi brautina fyrir aukna heilbrigðisþjónustu á íslandi á síðari helmingi nítjándu aldar. Núna er Lækningaminjasafn Þjóðminjasafns ís- lands til húsa í Nesstofu og má það þakka áhuga Jóns Steffensen læknis (1905-1991) við að halda til haga sögu læknisfræðinnar og heilbrigðisþjónustu Islend- inga með söfnun lækningatækja frá fyrri tímum. STYRKIR TIL FRÆÐSLUSTARFSEMI Fræðslustofnun lækna auglýsir lausa til umsóknar styrki til fræðslustarfsemi á vegum lækna. Hægt er að sækja um styrki til hvers kyns fræðslustarfsemi fyrir lækna, s.s. málþinga, námskeiða og útgáfustarfsemi. Við mat á styrkumsóknum hafa þær umsóknir forgang sem að mati stjórnar Fræðslustofnunar verður erfiðara að fjármagna á fullnægjandi hátt eftir öðrum leiðum, s.s. með aðstoð lyfjafyrirtækja eða heilbrigðisstofnana. Heildarstyrkupphæð fyrir veturinn 2003-2004 er 400.000 kr. Umsóknarfrestur fyrir hauststyrk er til 1. nóvember 2003 og fyrir vorstyrk 1. febrúar 2004. Umsóknir skal senda til Margrétar Aðalsteinsdóttur á skrifstofu LÍ, magga@lis.is Leiðrétting Læknablaðið biður lesendur og alla hlutaðeigandi velvirðingar á þeirri fullyrðingu sem birtist í síðasta tölublaði, Læknablaðið 2003; 89; 685, að Evrópusambandið hefði heitið því að styrkja heilsufars- og starfsaðstöðu-rannsókn lækna um sex milljónir evra. Hið rétta er að fjárhagsáætlun þessa rannsóknarverkefnis hljóðar uppá sex milljónir evra. 812 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.