Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2003, Side 19

Læknablaðið - 15.10.2003, Side 19
FRÆÐIGREINAR / TALlDÓMÍÐ að talídómíð var bannfært á fleiri og fleiri spítölum (8). I Bretlandi gerðu menn svipaðar athuganir litlu síðar eins og fram kemur í bréfi til Lancet snemma árs 1961 (3). Fullerton og Kremer (17) birtu yfirlit yfir fjöltaugabólgu af völdum talídómíðs í útlimum hjá 13 sjúklingum. Þeir fundu að truflun í skyntaug- um var mun meira áberandi en í hreyfitaugum. Enn fremur var ljóst að truflun í skyntaugum gat haldist lengi þótt töku talídómíðs væri hætt. Þessir höfundar bentu einnig á að svipaðar taugaskemmdir þekktust ekki eftir töku glútetimíðs. Því má ætla að tauga- skemmdirnar tengist talímíðhluta sameindarinnar eins og fósturskemmandi verkun. Löngu síðar þegar farið var að nota talídómíð í stærri skömmtum við erfiða sjúkdóma voru athuganir Fullertons og Krem- ers staðfestar í öllum aðalatriðum (18). Einnig var þá staðfest að einkennin byrja fyrst í fótleggjum, en síð- ar í handleggjum og eru tengd samanlagðri stærð gef- inna skammta. Fósturskemmdir af völdum talídómíðs komu sennilega fyrst fyrir í stúlkubarni sem fæddist án eyrna á jóladag 1956. Foreldrarnir bjuggu í Stolberg og fað- irinn vann hjá Chemie Grunenthal. Hann hafði feng- ið talídómíð á vinnustað og fært barnshafandi konu sinni! Þremur árum síðar lýsti þýskur læknir óheyri- lega sjaldgæfri vansköpun í eins árs stúlku. Var það svokölluð tetra-phocomelia eða „selshreyfar á öllum útlimum”. Handleggir og fótleggir á stúlkunni voru svo samanskroppnir og vantaði í þeim mæli að nánast var sem hendur og fætur tengdust beinl við búkinn . Enda þótt fósturskemmdir af völdum talídómíðs reyndust vera margs konar (sjá töflu I) voru það samt skapnaðargallar af þessari gerð á einum eða fleiri út- limum (selshreyfar) eða vanmótun þeirra sem í upp- hafi tengdi töku talídómíðs í meðgöngu við fóstur- skemmdir. Samhengið við töku talídómíðs varð einmitt tiltölulega fljótt ljóst vegna þess hve mjög sjaldgæfar þessar fósturskemmdir að öllu jöfnu eru (8). Þýskur barnalæknir, Widukind Lenz að nafni, sýndi fram á mjög aukna tíðni fyrrnefndra fóstur- skemmda á útlimum í norðanverðu Þýskalandi eftir 1955 og í þeim mæli að minnti á faraldur. Á fundi í fé- lagi barnalækna í nóvember 1961 lagði hann fram sterk rök þess efnis að talídómíð í meðgöngu væri or- sökin. Þess skal hér getið að um svipað leyti komst ástralskur læknir, McBride, að sömu niðurstöðu. Talídómíð var svo tekið af markaði í Þýskalandi (og smám saman í nær öllum öðrum löndum), en Widu- kind Lenz var lagður í einelti að kalla má af Chemie Grunenthal, en það er önnur saga (8). Snemma árs 1962 gerði Lenz (4) stutta grein fyrir fósturskemmdum á alls 215 börnum af völdum talí- dómíðs. Hann benti á að talídómíð gæti valdið fóstur- skemmdum ef konur tækju lyfið á 4.-8. viku með- göngu (miðað við ystu mörk). Hann benti jafnframt á að talídómíð ylli ekki alltaf fósturskemmdum þótt verðandi mæður tækju lyfið á þessu tímabili. Þá taldi hann augljóst að talídómíð ylli ekki arfgengum göll- um og í engu tilfelli hefðu einungis feður, og ekki mæður, skaddaðra barna tekið lyfið. Nokkrum árum síðar gerði Lenz (19) mun fyllri grein fyrir rannsókn- um sínum sem nú tóku til samtals 869 barna með fósturskemmdir af völdum talídómíðs. Hann lýsti all- nákvæmlega helstu einkennum um fósturskaða af völdum talídómíðs og birtingartíma þeirra í með- göngu (tafla I). Svo virtist sem mjög litla skammta þyrfti af talídómíði til þess að valda fósturskemmd- um, ef það yfirleitt gerðist. Það studdi sterklega sam- hengi milli töku talídómíðs í meðgöngu og fóstur- skemmda að tíðni slíkra fósturskemmda óx hratt með aukinni sölu talídómíðs í Þýskalandi og snar- minnkaði svo þegar kom fram yfir júlí árið 1962 (talí- dómíð hafði verið tekið af markaði átta mánuðum áður). Tíðni fósturskemmda sem tengja mætti við töku talídómíðs óx og ýmist ekki eða miklum mun minna í löndum þar sem talídómíð var ekki formlega á markaði. Meðal landa sem svo háttaði um má nefna Bandaríkin og Austur-Þýskaland. í Bandaríkjunum kom umsókn um markaðssetn- ingu á talídómíði til skoðunar hjá Fæðu- og lyfja- málastofnun Bandaríkjanna (Food and Drug Ad- ministration). Þar starfaði ung kona, Frances Kelsey, læknir og sérfræðingur í lyfja- og eiturefnafræði, og var hún þá nýlega tekin til starfa. Hún vakti athygli á ýmsum gloppum í rannsóknum á talídómíði: Hvers vegna hafði talídómíð svefnverkun í mönnum, en ekki dýrum? Hverjar ástæður væru til þess að mæla sérstaklega með lyfinu í meðgöngu, þar á meðal gegn klígju? Ef tah'dómíð ylli taugaskemmdum í fullorðn- um, gæti það ekki einnig skaðað fóstur í móðurkviði? Meðan á þessu þófi stóð af hálfu Frances Kelsey kom Lenz fram með sínar athuganir á fósturskemmdum af völdum talídómíðs eins og áður greinir. Umsóknin var því tekin aftur í mars 1962. Fyrirtækið sem að baki umsókninni stóð hafði engu að síður áður dreift talídómíði meðal lækna í Bandaríkjunum. Vitað er að yfir 200 þungaðar konur fengu lyfið þannig. Fáein talídómíðbörn, en svo nefnast börn sem talídómíð hefur skaðað í móðurkviði, hafa því fæðst í Banda- ríkjunum þrátt fyrir allt. Væntanlega eru flest talídó- míðbörn í Bandaríkjunum þó þannig til komin að mæðurnar höfðu fengið lyfið í Þýskalandi (8, 9). Hvernig var svo ástandið hér á landi? Talídómíð var selt í litlum mæli hér á landi (formleg skráning sér- lyfja hófst fyrst árin 1964-1965) og aðallega í einu ap- óteki að því best verður vitað. Lyfið var einnig selt í öðru apóteki, en aðallega til eins lyflæknis (20). Lyfið var hins vegar aldrei selt í Lyfjaverslun ríkisins (21). Talídómíðbörn hafa þó sem betur fer ekki fæðst hér á landi (22) þrátt fyrir fullyrðingar um hið gagnstæða. Það er utan ramma þessa texta að fjalla um hörmuleg örlög talídómíðbarna og margháttuð vandamál sem þeirra biðu síðar á ævinni. Alls er talið að milli 8000 og 12.000 talídómíðbörn Læknablaðið 2003/89 755

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.