Læknablaðið - 15.06.2004, Síða 20
FRÆÐIGREINAR / NOTKUN TÍÐAHVARFAHORMÓNA
þær svöruðu, en það verður að hafa í huga að ekki er
um sama aldurshóp að ræða. í þeirri rannsókn voru
konurnar á aldrinum 50-64 ára en hér er um að ræða
konur sem eru 40 ára og eldri. Notkun hér virðist þó
vera mun meiri en í Danmörku ef niðurstöðumar eru
bornar saman við niðurstöður danskrar rannsóknar
(30). Þar var athuguð notkun tíðahvarfahormóna
með því að kanna ávísanir lækna á hormónalyf í mið-
lægum lyfjaávísanagagnabanka. Þessi rannsókn var
gerð á árunum 1991-1995 og gaf til kynna að tíðni
notkunar tíðahvarfahormóna á hverjum tíma væri lág
í Danmörku og hægt vaxandi en árið 1995 var notkun
kvenna 40 ára og eldri 14,8% en var 10,4% árið 1991.
Það er forvitnilegt að velta fyrir sér af hverju þessi
munur er á milli íslenskra og danskra kvenna hvað
þetta varðar. í dönsku rannsókninni voru getnaðar-
varnalyf ekki tekin með en önnur dönsk rannsókn
sem byggði á sölutölum (31) sýndi að 6% danskra
kvenna á aldrinum 40-44 notuðu getnaðarvarnahorm-
ón. Þetta er þó ekki nægilegt til að skýra þennan mun
og forvitnilegt væri að gera sambærilega rannsókn á
notkun tíðahvarfahormóna í þessum löndum.
Tímalengd hormónanotkunar var einnig athuguð
og jókst hún á tímabilinu 1996-2001. Á seinni hluta
tímabilsins höfðu 67% notað tíðahvarfahormón
lengur en í fimm ár samanborið við 41 % á fyrri hluta
tímabilsins (mynd 3). Tímalengdin jókst einnig miðað
við fyrri tímabil og lítur út fyrir að notkunarmynstrið
sé að breytast. Fleiri notuðu hormón í lengri tíma (>7
ár) en þeim fækkar stöðugt sem nota hormón í stuttan
tíma (<1 ár). Það er einnig athyglisvert að bera nið-
urstöður hvað varðar tímalengd hormónanotkunar
saman við niðurstöður dönsku rannsóknarinnar á
notkun tíðahvarfahormóna (30). Niðurstöður hennar
bentu til þess að stór hluti þeirra sem fengu tíðahvarfa-
hormón notuðu þau í minna en þrjá mánuði á ári,
tíðahvarfahormón væru gefin við einkennum tíða-
hvarfa en ekki í forvarnarskyni við beinþynningu og
hjarta- og æðasjúkdómum.
Yngri konur nota frekar kaflaskipta hormóna-
meðferð þar sem líkt er eftir tíðahring en eldri konur
frekar samfellda hormónameðferð og má leiða líkum
að því að það sé vegna þess að það gengur verr að
gefa yngri konum samfellda hormónameðferð þar
sem líklegra er að þær eigi þá við að stríða fýlgikvilla
eins og milliblæðingar.
I ljós kom að hærra hlutfall reykti meðal kvenna
sem höfðu tekið tíðahvarfahormón en meðal kvenna
sem aldrei höfðu notað lyfin. Ástæða þess að fylgni er
þarna á milli gæti legið í því að breytingaskeið hefjist
fyrr hjá reykingakonum eða að þær finni meira fyrir
einkennum breytingaskeiðs. Rannsóknir hafa sýnt
fram á að reykingar auki líkurnar á snemmkomnu
breytingaskeiði (32) og að einkenni reykingakvenna
séu meiri við tíðahvörf (33). Ástæða þessa gæti verið
sú að reykingar hafi mótstæða verkun við estrógen og
auki þannig einkennin eða að hluti kvenna sé í raun
að taka tíðahvarfahormón við einkennum sem stafa
af reykingum.
Reykingavenjur kvenna sem svöruðu spurningum
um hormónatöku voru bornar saman við niður-
stöður úr ársskýrslum Tóbaksvarnarnefndar (22-27)
hvað varðar reykingavenjur kvenna á sama aldri. Þá
kom í ljós að heldur stærra hlutfall kvenna í þessari
rannsókn segist aldrei hafa reykt eða vera hætlar
að reykja heldur en í úrtaki Tóbaksvarnarnefndar.
Þess ber þó að geta að 95% öryggismörk eru mun
víðari á niðurstöðum Tóbaksvarnarnefndar þar sem
úrtak þeirra er mun minna en í þessari rannsókn.
Ástæður þessa munar eru ekki alveg ljósar en það
er hægt að velta ýmsu fyrir sér í þessu sambandi. Það
má til dæmis hugsa sér að konur sem reykja mæti
síður í krabbameinsleitina eða að þær svari öðru-
vísi þegar þangað er komið. Hver sem ástæðan er
þá bendir þetta til að þýðið í þessari rannsókn sé á
einhvern hátt frábrugðið hinu almenna þýði og að
niðurstöðurnar eigi þar af leiðandi ekki við um alla
þjóðfélagshópa. Niðurstöður úr rannsókn Bryndísar
Benediktsdóttur og fleiri renna líka stoðum undir
þetta en í þeim kemur fram að konur sem fara reglu-
lega í krabbameinsskoðun (hér er væntanlega átt við
hópleit að krabbameini) séu meira en tvöfalt líklegri
en hinar til að vera á hormónameðferð (líkindahlut-
fall (odds ratio) OR=2,6,95% öryggisbil 1,6-4,0) (29).
í rannsókn þeirra kom þó einnig fram að 87% kvenn-
anna sögðust fara reglulega í krabbameinsskoðun.
Rannsókn þar sem kannaður var sérstaklega sá hópur
kvenna sem ekki mætir í krabbameinsleit leiddi í ljós
að í þeim hópi var hátt hlutfall ógiftra og geðsjúkra
kvenna (34). Það má því segja að þessar niðurstöður
eigi að öllum líkindum ekki við um þann hóp kvenna
sem ekki mætir í leitina en það eru engu að síður
nálægt 90% kvenna sem mæta í krabbameinsleit og
gilda niðurstöðurnar því væntanlega fyrir meirihluta
íslenskra kvenna.
Ljóst er að notkun á tíðahvarfahormónum hefur
aukist mikið á Islandi á undanförnum árum og að
athyglisvert verður að fylgjast með þróun mála í þess-
um efnum eftir að umræða um skaðsemi tíðahvarfa-
hormóna komst í hámæli og breyttar ábendingar urðu
fyrir notkun þeirra.
Þakkarorð
Þakkir fær Leitarstöð Krabbameinsfélags íslands
fyrir öflun frumgagna og Krabbameinsskrá Krabba-
meinsfélags Islands fyrir veitta aðstöðu og aðgang að
gögnum. Starfsfólk Krabbameinsskrárinnar á einnig
þakkir skyldar fyrir veitta aðstoð. Tóbaksvarnanefnd
fær þakkir fyrir afnot af ársskýrslum þeirra. Síðast en
ekki síst þökkum við þeim konum sem tóku þátt með
því að gefa upplýsingar.
476 Læknablaðið 2004/90